Dagblaðið - 26.08.1981, Side 5
DAGBLADID. MIDVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981.
5
Unglingsstúlka mikið slösuð eftir umferðarslys:
DRÓST 30 METRA
MEÐ JEPPABIFREIÐ
14 ára gömul stúlka slasaðist
mikið er hún varð fyrir jeppabifreið
úr Reykjavik á móts við bæinn
Drangshlíð undir Eyjafjöllum sl.
föstudagskvöld. Var hún flutt á
Borgarspítalann í Reykjavík og kom í
ljós að hún hafði lærbrotnað,
mjaðmagrindarbrotnað og skaddazt
innvortis, m.a. á nýrum og milta.
Aðdragandi slyssins var sá að
stúlkan var farþegi á dráttarvél. Er
drátfarvélin kom að hliði stöðvaðist
hún og hugðist stúlkan opna hliðið.
Stúlkan gekk meðfram dráttarvélinni
og fór síðan inn á veginn en í sama
mund kom jeppinn aðvífandi. Lenti
stúlkan á jeppanum, dróst með
honum um 30 metra vegalengd og
varð undir öðru framhjólinu.
Ökumaður jeppans varð ekki var við
stúlkuna fyrr en um seinan þar sem
hún var í hvarfi við dráttarvélina.
Stúlkan er úr allri lífshættu. Hún
er úr Reykjavík. en var í sveit á
bænum Drangshlíð.
-KMU.
Kennarar
Kennara vantar við Grunnskólann Raufarhöfn.
Nánari uppl. veitir Jón Magnússon skólastjóri í síma 96-
51164.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
Njálsgötu 49 - Sími 15105
Rennt fyrir lax í Blikdalsá á Kjalarnesi á laugardaginn.
Blikdalsá á Kjalarnesi:
DB-mynd: Gunnar Bender.
Rokið stöðv-
aði veiðarnar
Það varð lítið úr veiði hjá þeim
sem renndu fyrir lax í Blikdalsá á
Kjalarnesi í óveðrinu um helgina.
Blikadalsá rennur í sjó fram hjá
Bakka á Kjalarnesi og ef nafnið
hljómar ókunnuglega gæti það verið
vegna þess að til skamms tíma var
áin kölÍuðÁrtúnsá.
Þar hafa margar tilraunir verið
gerðar með ræktun og þúsundum
seiða sleppt í ána. En hún mun vera
of köld fyrir laxinn og hann gengur
því ekki stíft í hana — enda lætur
skepnan sú ekki bjóða sér hvað sem
er.
Á laugardaginn renndu tíðinda-
VEKHVON
t
menn DB í Blikdalsá til að vita hvort
þar væri nokkuð lif að finna en í
henni eru sagðir margir góðir
veiðistaðir. En þegar vindur er slíkur,
að færið fýkur jafnan aftur upp á
bakkann, eins og var orðið um há-
degið, er lítið annað að gera en að
draga inn og halda heim á leið. Áður
en það var, höfðum við þó náð á land
tveimur löxum, 15 punda og 7 punda.
Einhver lax mun því vera í ánni en
ekki gengur hann í torfum. Ein stöng
er leyfð í ánni og kostar 300 krónur á
þessum tíma árs. Veiðileyfi selur
Stangaveiðifélag Reykjavíkur.
-GB.
Belgar en ekki Frakkar á trukknum
„Þetta voru Belgíumenn en ekki
Frakkar,” sagði íslenzkur leið-
sögumaður útlendra ferðamanna sem
hafði samband við Dagblaðið vegna
fréttar um ferðalag útlendinga um há-
lendið á stórum trukk af MAN-gerð.
,,Ég varð var við Belgana í Land-
mannalaugum og Herðubreiðarlind-
um. Mér sýndust þetta vera túristar i
efnaðra lagi og veit ekki til að gerð hafi
verið athugasemd við ferðalag þeirra.”
Leiðsögumaðurinn sagðist hafa sent
samgönguráðuneytinu númer trukksins
og jeppanna tveggja, sem voru í
samfloti við hann. Trukkurinn bar
númerið 11S 157, Range Roverinn var
númer 894 D6 og Datsuninn númer
CXD 441. Ákveðinn starfsmaður
samgönguráðuneytisins safnar og fylgist með að þeir fylgi lögum og
upplýsingum um hópferðir útlendinga reglum sem gilda á tslandi. -ARH.
ÚTBOÐ
Orkubú Vestfjarða óskar eftir tilboði i að byggja kyndi-
stöðvarhús á Patreksfirði.
Útboðsgögn fást keypt á tæknideild Orkubús Vestfjarða,
Stakkanesi 1 ísafirði, sími 94-3211, og kosta þau kr.
150,00.
Tilboð verða opnuð fimmtudaginn 10. sept. nk. kl. 14.
Orkubú Vestfjarða,
tæknideild
1 Með varúð
al m um vegi
landsins æÆ
fara. _ *
UMFERbAR
SVFR
Vakin er athygli á nýju veiðisvæði, sem er
Staðará á
Snæfel/snesi
fyrir landi Staðastaðar, en þar verður veitt á 4 stangir samtímis og mega
tveir vera saman um stöng. Lax- og sjóbirtingsveiði. Verð veiðileyfis kr.
250. Frá Akranesi er um 2ja klst. akstur að Staðará. Athugið að enn eru
nokkrar stangir lausar á
Lýsuvatnasvæðinu
sem er i næsta nágrenni við Staðará. Gisting að Hótel Búðum, á félags-
heimilinu að Lýsuhóli eða að Görðum. Tjaldstæði fyrir þá sem þess óska.
Upplýsingar á skrifstofu SVFR, Austurveri, sími 86050, eða 83425.
Stangaveiðifólag Reykjavikur.
aÓNSKÓLI
SIGURSVEIN6 D. KRISTINSSQNAR
| Hollusundi 7 Reykjavik
Innritun og greiðsla námsgjalda fyrir haustönn
verður í dag, miðvikudaginn 26., á morgun,
fimmtudaginn 27., og á föstudaginn, 28. ágúst,
kl. 16 til 19 í Hellusundi 7.
Nemendur sem sóttu um framhaldsskólavist á
síðastliðnu vori eru sérstaklega áminntir um að
staðfesta umsóknir sínar með greiðslu náms-
gjalda, þar sem skólinn er fullsetinn nú þegar.
Upplýsingar um stundaskrárgerð og fleira verða
veittar við innritun. Ekki verður svarað í síma
meðan á innritun stendur.
Skólastjóri.