Dagblaðið - 26.08.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981.
ð
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
I
Svíþjóð:
Aukið at-
vinnuleysi
Atvinnuleysi i Svíþjóö hefur aukizt
mjög að undanförnu. Sænska blaðið
Dagens Nyheter skrifaði um helgina að
búast mætti við mjög hörðum slag um
þau fáu störf, sem auglýst yrðu laus í
haust og vetur. Segir blaðið að nú þegar
sé algengt að 100—150 manns sæki um
venjulegt skrifstofustarf og jafnframt
því séu nú gerðar mun meiri kröfur til
þeirra sem sækja um vinnu en áður.
Mikill samdráttur er nú i sænsku
efnahagslífi og á það bæði við um
fjölmargar iðn- og þjónustugreinar og í
opinberri þjónustu. Atvinnuleysi hefur
ekki verið jafn mikið í Svíþjóð og nú
frástríðslokum.
Brasilfa:
Frost eyði-
leggur kaffi-
uppskeruna
Líklegt er talið að allt að helmingur
kaffiframleiðslu Brasiliu fyrir næsta ár
hafi eyðilagzt vegna mikilla frosta í síð-
asta mánuði, að því er bandaríska
akuryrkjuráðuneytið skýrði frá í gær.
Brasilía er sem kunnugt er stærsti
kaffiframleiðandi heimsins.
Talsmenn ráðuneytisins sögðust ekki
treysta sér til að spá um hvaða áhrif
þetta hefði á kaffiverð í heiminum en
þegar hefur orðið nokkur hækkun á
kaffi vegna frostanna í Brasilíu.
Bandaríkin:
Verðbólgan
fór upp í 15,2
prósent f júlí
Verðbólgan í Bandaríkjunum mæld-
ist 15,2 prósent i júlímánuði. Engu að
síður segjast ráðamenn í Hvíta húsinu
standa við þá spá sína og stefnu að
verðbólga alls ársins 1981 fari ekki yfir
9,9prósent.
Sómalíustjórn
lætur loka
sendiráði
Líbýumanna
Sómalía hefur skipað starfsmönnum
sendiráðs Líbýu í landinu að loka
sendiráðinu innan tveggja sólarhringa
og verða á brott úr landinu vegna
bandalagsins sem Gaddafi, leiðtogi
Líbýu, stofnaði í síðustu viku á milli
Líbýu, Eþíópíu og Suður-Jemen.
Sómalíumenn segja að bandalagi þessu
sé stefnt gegn Sómalíu.
Stríð á milli Suður-Af ríku og Angóla?
Hersveitir S-A fríku
réðust inn í Angóía
— „Gæti leitt til styrjaldar með ófyrirsjáanlegum af leiðingum,”
segir Dos Santos, forseti Angóla
Jose Eduardo dos Santos, forseti
Angóla, sagði í gærkvöldi að svo
kynni að fara að til styrjaldar kæmi
milli Angóla og Suður-Afríku með
„ófyrirsjáanlegum afleiðingum.”
Forsetinn sagði þetta eftir að fréttir
höfðu borizt um að tvær suður-
afrískar skriðdrekasveitir hefðu
ráðizt inn i Angóla, studdar af her-
flugvélum.
Stjórn Suður-Afríku hefur hvorki
staðfest né neitað fréttum þess efnis
að hersveitir hennar hafi ráðizt inn í
Angóla, en sérfræðingar í her-
málum þar í landi sögðu að ráðizt
hefði verið gegn stöðvum skæruliða-
hreyfingar SWAPO.
Angólska fréttastofan ANGOP
skýrði frá því í gærkvöldi að vamar-
málaráðuneytið hefði skipað öllu
varaliði hersins aö vera til taks
innan tveggja sólarhringa.
Angóla hefur stutt dyggilega við
bakið á SWAPO-hreyfingunni sem
barizt hefur í fimmtán ár fyrir sjálf-
stæði Namibíu sem er undir stjórn
Suður-Afríku.
Dos Santos, forseti Angóla,
sagði í símskeyti til Kurt Waldheims,
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, að suður-afrískar her-
sveitir stefndu að því að hertaka
hluta af Suður-Angóla. Þess má geta
að Alkirkjuráðið hefur stutt við
bakið á SWAPO-hreyfingunni og
varð það til þess að Hjálpræðis-
herinn sagði sig úr Alkirkjuráðinu í
gær.
Það er einkum 1 löngu frfminútunum sem verzlað er með fikniefni f norskum skólum.
Tólf ára börn í Noregi kaupa hass í skólanum
Norðmenn hafa nú miklar áhyggjur
vegna mjög aukinnar fíkniefnaneyzlu
unglinga þar í landi. Samkvæmt frétt-
um norska Dagblaðsins kaupa norskir
unglingar, allt niður i tólf ára gamlir,
hass i frímínútum í skólanum. Víöa
hafa skólayfirvöld snúið sér til lögregl-
unnar og beðið um aðstoð vegna þess
að mikið ber á fíkniefnaneyzlu ungling-
anna í skólanum og svo virðist sem
frímínúturnar séu notaðar til umfangs-
mikillar verzlunar með fíkniefni, eink-
um hass.
„Það er gleðilegt að skólayfirvöld
hafa nú hafið baráttuna gegn fíkniefn-
um fyrir alvöru,” segir Arne Huuse,
yfirmaður norsku fíkniefnalögreglunn-
ar. „Ástandið er mjög alvarlegt og við
hefðum viljað beita okkur frekar en við
höfum gert en fjármagnið vantar.”
Helmut Schmidt kanslarí
mætir vaxandi andstöðu
Kínverjar
fylgjandi
nifteinda-
sprengjunni
Kínverjar lýstu i gær yfir stuðningi
við þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að
hefja smíði nifteindasprengju. Sögðu
þeir að sprengjan væri nauðsynleg til
að sporna gegn skriðdrekayfirburðum
Sovétmanna í Evrópu.
—vegna afstöðu sinnar til nifteindasprengjunnar
Helmut Schmidt, kanslari V-
Þýzkalands, á nú mjög í vök að verj-
ast innan flokks síns vegna afstöð-
unnar til nifteindasprengjunnar.
Schmidt hefur lýst því yfir að V-
Þjóðverjar muni taka við sprengj-
unni ef ákveðnum skilyrðum sé full-
nægt. Skilyrðin eru þau að stórveldin
hafi ekki náð samkomulagi um tak-
markanir vígbúnaðarins og að önnur
Nató-ríki hafi áður tekið afstöðu til
hennar.
Ljóst er að meirihluti vestur-þýzka
Jafnaðarmannaflokksins SPD er á
öndverðum meiði við Schmidt í máli
þessu. Flokksþing SPD verður haldið
í apríl og bendir allt til að þar lendi
Schmidt i minnihluta.
Egon Bahr, fyrrum framkvæmda-
stjóri SPD, er mjög andsnúinn
sprengjunni og einkum á þeim
forsendum að hún eyðir mannlegu
h'fi en eyðileggur ekki byggingar.
Hann heldur því einnig fram að
nifteindasprengjan sé ekki lengur
nauðsynleg til að hefta hugsanlega
skriðdrekainnrás Sovétmanna i
Evrópu.
Núrnberger Zeitung segir um af-
stöðu Schmidts: „Svar hans kom of
seint. Andstaðan við nifteinda-
sprengjuna verður tæpast stöðvuð úr
þessu.” Það virðist einnig eiga viö
um Jafnaðarmannaflokkinn.
n
Schmidt ásamt Genscher, utanrikis-
ráðherra.
SKÓLARITVÉLAR
SKRIFSTOFUTÆKNI HF
ARMÚLi\ 38.105 REYKJAVIK. ŒLAND.
SÍMI 85455. RO. BOX 272.