Dagblaðið - 26.08.1981, Síða 8

Dagblaðið - 26.08.1981, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981. Dagblaðið í heimsókn hjá séra Pétri ogfrú Sólveigu á Akureyri í gær: „Altekinn afþví sem nú tekur við” —sagði séra Pétur Sigurgeirsson sem telur verða erfitt að fylla skarð herra Sigurbjörns Einarssonar Frá Guðbrandi Magnússyni, frélta- ritara Dagblaðsins á Akureyri: ,,Ég vissi að munurinn yrði lítill á okkur séra Ólafi en á hvorn veginn munurinn yrði gat auðvitað enginn sagt fyrir. Eigi að síður komu úrslitin mér á óvart, þau snertu mig djúpt og það traust sem mér hefur verið sýnt hrærir huga minn,” sagði séra Pétur Sigur- geirsson, vígslubiskup á Akureyri, þeg- ar Dagblaðsmenn sóttu hann heim um miðjan dag í gær eftir að úrslit voru kunn í biskupskjöri. Síminn þagnaði vart þann tíma sem við stöldruðum við heima hjá séra Pétri, fólk alls staðar af landinu hringdi til að óska honum til hamingju. Einnig komu vinir og sóknarbörn séra Péturs til að samgleðjast honum. Heimilið var blómum prýtt og gréinilega var það mjög stór hópur sem tók þátt í gleði séra Péturs og eiginkonu hans, Sólveig- ar Ásgeirsdóttur. Frú Sólveig sagðist vart vera búin að átta sig á þessum framgangi mála og það myndi sjálfsagt taka langan tíma að átta sig til fulln- ustu á þessu. Séra Pétur gerðist sóknarprestur Akureyringa árið 1947 þannig að rætur hans á Akureyri eru orðnar sterkar. Bæði höfðu vigslubiskupshjónin orð á því að á vissan hátt yrði erfitt að yfir- gefa bæinn og alla þá vini sem þau eiga Vigslubiskupshjónin i garðinum heima á Hamarsstfg 24, ásamt dóttur sinni Kristinu og syni hennar, Kristjáni Pétri Hilmarssyni. Um leiö og væntanleg biskupshjón flytjast búferlum suður flytja Kristfn og Hilmar með sina fjölskyldu norður. Hólastaðar þegar hann tæki við em- bætti. ,,Ég vona að hlutverk Hóla innan kirkjunnar eflist til muna í minni tíð og veit að þar nýt ég stuðnings margra presta og leikmanna,” svaraði hann. Ekki gafst blaðamanni DB kostur á að ræða lengi við séra Pétur að þessu sinni, síminn hringdi látlaust, gestir komu og fara varð niður í hljóðhús Ríkisútvarpsins í viðtal sem kom í kvöldfréttatíma útvarpsins í gær. >á vildi þannig til að séra Birgir Snæbjörnsson, hinn Akureyrarprest- urinn, var í sumarfríi og þurfti séra Pétur því einnig að sinna embættis- skyldum sínum þennan dag sem aðra. Að lokum var séra Pétur spurður hvort honum þætti ekki einkennilegt að ekki skyldi muna nema einu atkvæði i kosningunni, á sama hátt og þegar faðir hans, herra Sigurgeir Sigurðsson, var kosinn biskup 1939. Hann svaraði því til að þetta atriði hefði snortið sig á óútskýranlegan hátt og væri vissulega einkennileg tilviljun. telur að erfitt verði að slíta sig þaðan. Baldvin Júnfusson „útvarpsstjóri” á Akurcyri fagnar séra Pétri þegar hann kemur f hljóðhús Rfkisútvarpsins til viðtals við fréttamann. Helgi Bergs, bæjarstjóri á Akureyri, óskar séra Pétri og frú Sólveigu til hamingju með úrslitin f biskupskjörinu. Með á myndinni er Iftil dóttir, Helga. Sfminn hringdi látlaust heima hjá vfgslubiskupnum á Akureyri i gær. Á veggnum hangir málverk af Hólum f Hjaltadal: Vona að hlutvcrk Hóla eflist til muna f minni tfð, sagði séra Pétur við Dagblaðsmcnn. á Akureyri. „Þó er ég altekinn af því sem við tekur, biskupsstarfið er á- byrgðarmikið starf og heillandi,” sagði séra Pétur. „Ég hef alla tíð verið hug- fanginn af starfi herra Sigurbjörns Einarssonar og það verður erfitt að fylla hans skarð. Hann var kennari LJÓSMYNDIR: EINAR ÓLASON minn þegar ég var í guðfræðideildinni í háskólanum og það er hægt að fullyrða að síðan hefur hann haldið áfram að kenna mér. Já, hann hefur verið leiðbeinandi og kennari allrar presta- stéttarinnar í sinni biskupstíð. Yfir- burðir hans eru miklir sökum reynslu hans og yfirgripsmikiilar þekkingar,” sagði séra Pétur. Séra Pétur er vígslubiskup i Hóla- stifti hinu forna og var spurður hvort hann myndi beita sér fyrir eflingu

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.