Dagblaðið - 26.08.1981, Síða 11

Dagblaðið - 26.08.1981, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981. á skattheimtu sinni sem er vægast sagt svívirðileg i dag. Sætagjald síðan í seinni heimsstyrjöldinni Eg efast um að almenningur sem fer í bíó á dag geri sér grein fyrir því að er hann eða hún kaupir sig inn í bíó fyrir 21 krónu, þá fara um 8.31 kr. í skatta til ríkis og bæjar af miða- verðinu einu, plús aðra skatta sem öll fyrirtæki greiða. Miðaskattar eru: skemmtanaskattur 15%, söluskattur 23,5%, menningarsjóðsgjald 1,5% stefgjald og sætagjald. Furðulegast af þessum gjöldum er sætagjaldið til borgarinnar, 5% af brúttómiðaverði, en það er hvergi greitt á landinu nema í Reykjavík. Sætagjaldið kom á í síðari heims- styrjöldinni en þá sóttu hermenn mikið bíóin og þótti þá tilvalið að skattleggja þá á þennan hátt. Marg- sinnis hefur Félag kvikmyndahúseig- enda reynt að fá þetta gjald afnumið en ekki tekist. Má vera að borgarráði sé ekki ljóst enn þann dag í dag að síðari heimsstyrjöldinni lauk fyrir 35 árum. Ekki er hægt að láta fara frá sér þessar línur án þess að koma inn á leigu á myndböndum. Eins og flestir sjá þegar sýning á myndbandi hefst þá kemur fram aðvörun um að leiga, upptaka og sýningar gegn gjaldi á viðkomandi bandi er bönnuð. Flvað segir þetta okkur? 1. Að hér er um óleyftlega leigu að ræða. 2. Ekki hefur verið greiddur útleiguréttur af þeim er leigir út og ef myndefnið er ekki á merktri spólu frá framleiðanda, þá er efnið stolið. Nú hefur eitt af kvikmyndahús- um borgarinnar fengið myndbanda- rétt á þeim myndum sem það hefur keypt sýningarrétt á og hafið aðgerðirgegn myndbandaleigunum.Á næstunni munu hin kvikmyndahúsin A „Til þess að fá þetta fólk til að halda á- w fram að sækja kvikmyndahúsin verða þau að hafa nýjar myndir og tæknibúnað sem bestan svo að það sé þess virði að fara í bíó. En til þess að geta haldið kvikmyndahúsunum opnum verður hið opinbera að slaka á skatt- heimtu sinni sem er vægast sagt svívirðileg í dag.” Þegar gestur kaupir sig inn á kvikmyndasýningu á 21 krónu þá fara 8.31 króna i skatta til rikis og bæjar af miðaverðinu einu. Meðal annars þurfa þeir að greiða sætagjald sem sett var á í scinni heimsstyrjöidinni til að hafa pcninga út úr her- mönnum. DB-mynd. fá þennan rétt og hefja aðgerðir á sama hátt. Þegar bíóin eru búin að láta íslenskan texta á þær myndir sem þau eiga rétt á munu þau iáta taka myndirnar upp á myndbönd með leyfi framleiðenda og þá með íslenskum texta og leigja út til al- mennings. Þar sem kvikmyndahúsin flytja um 160—180 myndir inn á ári þá má ætla að þau verði allsráðandi á vídeómarkaðinum innan fárra ára. Grétar Hjartarson. 11 Tryggvi Líndal leiða fósturbam sitt en höfðu ekki efni á að missa af meðlaginu, geta nú gert það. Makmiðið er ljóst: Því meira sem uppeldisfjölskyldan líkist raunveru- legri fjölskyldu, og því minna líknar- stofnun, því betra. Barnameðlög Það var fyrst árið 1911 að hið opinbera veitti ekkjum barnameðlag og breiddist það fyrirkomulag óðfluga út. Ekki var þá lengur hægt að senda þessar konur á ölmusuhælið og böm þeirra á munaðarleysingja- hælið. Atvinnuleysisbætur og atvinnusköpun Á sama tímabili urðu nýjungar í at- vinnuleysisbótum og fóru þær þá síður til ölmusuhælanna en áður heldur beint til þegnanna. Atvinnusköpun ríkisins á kreppu- árunum til þess að ráða bót á atvinnuleysinu hafði í för með sér að árið 1935 voru sett lög sem bönnuðu að gamalmenni og atvinnuleysingjar við fulla heilsu fengju inngöngu á ölmusuhæli. Geðsjúkir Framför varð næst í málum geð- sjúkra. Milli 1920 og 1940 komust á stofn dagvistunarheimili fyrir geð- sjúka, þar sem þeim var síðan skilað heim til sín á kvöldin. Gerðist þetta á t grein Tryggva V. Lindal kemur meðal annars fram að föngum i Bandarikjunum hefur farið stöðugt fækkandi. Myndin er úr fangelsi i Florida. mörgum stórborgarsvæðum. Áður höfðu geðsjúkir sætt algerri inni- lokun. Hefur frelsisþróunin síðan haldið áfram og nú er svo komið að tala þeirra sjúklinga sem koma reglu- lega til sjúkrahúsanna til ráðfæringa er meiri en tala þeirra sem gista þar langdvölum. Er þetta orðin svo viðurkennd stefna að það er orðið ráðandi sjónarmið í skrifum sérfræðinga hvernig samræma megi þjónustu við utanhælissjúklinga heldur en innan- hælissjúklinga. Þroskaheftir og fatlaðir Á 19. öld var það nýjung að byggja hæli fyrir vangefna og fatlaða. Nú eru hins vegar læknar og stjórnendur ákafir í að binda enda á einangrun þessa fólks og þá sérstaklega barn- anna. Þeir skipuleggja sérstakar námsbrautir í skyldunámskerfinu sem gera mörgum þessara barna fært að búa heima hjá sér. Þar sem heimilsvitjana er þörf hanna þeir litlar stofnanir í nágrenninu, í stað stórra, einangraðra stofnana úti i sveit. Afbrotamenn Ein ástæðan fyrir fækkun í fang- elsum er sú stefna að veita föngum leyfi til að fara frjálsir ferða sinna um tíma til reynslu. í Bandarikjunum voru kringum árið 1973 53 prósent allra fanga á slíkum samningi en aðeins 39 prósent í sífelldri innilok- un. Meðal unglinga voru samsvar- andi tölur betri, eða 64 prósent og 18 prósent. Einnig hefur verið farið út í það að gera slíkt hið sama fyrir þá glæpa- menn sem hafa langa dóma en hafa aðeins setið af sér lítinn hluta þeirra. Af þeim sem voru í bandarískum fangelsum árið 1964 fengu 65 prósent setutíma sinn styttan á þennan hátt. Nýjasta lausnin er að leyfa föngum að sinna venjulegum störfum úti í hinu frjálsa samfélagi á daginn en skylda þá til að vera í fangelsinu um nóttina. Breytingin á viðhorfum í líknar- málum síðustu hundrað árin er aug- ljós. Stafar þessi aukni samstarfsvilji og umburðarlyndi sennilega mest af þeirri auknu velmegun, menntun og félagslegum þroska sem hefur haldist í hendur við æ margháttaðri tækni- væðingu. Slíkt samfélag leggur miklu meiri áherslu á uppeldi og menntun hvers einstaklings en bændasam- félagið gamlagerði. Tryggvi V. Líndal

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.