Dagblaðið - 26.08.1981, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981.
(i
Útvarp
23
Sjónvarp
D
SUMARVAKA — útvarp kl. 20,00:
HELFÖR, LIÓD 0G SÖNGUR
Sumarvakan í kvöld hefst með ein-
söng Elinar Sigurvinsdóttur og syngur
hún lög eftir Siguringa E. Hjörleifsson
og Sigurð Þórarinsson. Guðrún Krist-
insdóttir leikur með á píanó.
Þá verður haldið áfram með frásögn-
ina af helför þeirra fjögurra manna
sem urðu úti á Fjallabaksvegi haustið
1868. Hvar er blærinn sem þaut i gær?
heitir næsti liður og er um ljóð eftir
Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum.
Þórunn Elfa Magnúsdóttir les ljóð eftir
hana. En Guðfinna var uppi á árunum
1899 til 1946. Framan af ólst hún upp í
Mývatnssveit en fluttist síðan að
Hömrum í Reykjadal og kenndi sig
jafnan við þann bæ. Hún tók snemma
til við tónlistarnám og vann við það
sem organisti og kenndli hljóðfæraleik,
meðan heilsan leyfði. En þá veiktist
hún af tæringu og dó á Kristneshæli.
Fyrstu ljóðin hennar í safnritinu, Þing-
eysk ljóð, 1940, vöktu strax athygli.
Eitt sumar á slóðum Mýramanna
heitir svo næsti liður og er það frásögn
Torfa Þorsteinssonar frá Haga í
Homafirði um sumardvöl í Borgarfirði
árið 1936. Atli Magnússon les fyrri
hluta þessarar sögu.
Sumarvakan endar svo með söng
Liljukórsins undir stjóm Jóns Ásgeirs-
sonar.
- LKM
KVÖLDTÓNLEIKAR - útvarp kl. 22,55:
ORFEUS 0G EVRIDIS
- hann endurheimti hana frá undirheimum með sönglistinni
Orfeus var sonur menntagyðj-
unnar Callipe og konungs Þrakíu-
manna. Frá móður sinni erfði hann
mátt til'að skapa tónlist svo kraft-
mikla að hún gat flutt kletta, tamið
villt dýr og breytt farvegi fljótsins.
Óperan hefst þegar Orfeus hefur
gifzt Evridísi. Fljótlega eftir brúð-
kaup þeirra verður hún bitin af
eitruðum snák og er færð til undir-
heimanna, heims dauðans. Ákveðinn
að fá hana aftur syngur Orfeus leið
sina til hennar og tónlist hans mýkir
jafnvel hinn harðskeytta Plútó, guð
undirheimanna. Leyfir hann því
Evridisi að fara.
En hún veit það ekki að Orfeus
hefur verið sett það skilyrði að ganga
á undan henni og mega aldrei líta til
baka, fyrr en þau næðu öryggi efri
heimsins.
Sagan hefur verið leikin á ýmsan
■máta og endirinn misjafn. En í út-
gáfu Glucks á Orfeusi og Evridís er
það Evridis sem fer að efast um ást
Orfeusar, þegar hann lítur aldrei á
hana og neyðir hann á þann hátt að
lita við. Orfeus litur við en í því
hnígur Evridis lífvana til jarðar.
Fyrstu óperumar voru venjulega
leiknar fyrir konunga og aðalinn —
áhorfendur sem ekki vildu sögur með
ógæfusömum endi. Þar af leiðandi
var sögunni um Orfeus oft breytt.
Gluck fékk þá ástargyðjuna Venus til
að sjá aumur á Orfeusi og endurlífga
Evridfs. Með þessari smábreytingu
gat svo óperan endað með dansi og
fagnaðarlátum.
Sagan um Orfeus og Evridís var
fyrst skrifuð um 1600 af þeim Peri og
Caccini, en þeir voru einnig stofn-
endur óperunnar. Síðan hefur hún
verið notuð í að minnsta kosti þrjátíu
ópemm, á mismunandi háttu.
í kvöldtónleikum útvarpsins
syngja Grace Bumbry og Anneliese
Rothenberger atriði úr Orfeusi og
Evridísi eftir Christoph Willibald
Gluck með Útvarpskórnum og
Gewandhaushljómsveitinni í Leipzig.
-LKM
íslenzkur listiðnaður í
Frederikshavn og Tönder
Tuttugu og fjórum íslcnzkum listiðnaðarmönnum
hefur veriö boðið að sýna i Frederikshavn á Jótlandi
í október nk.
Allt frá árinu 1973 hefur Frederikshavn staðiö
fyrir liöstiðnaðarsýningum frá Norðurlöndunum
undir nafninu: „Pejling”. Tilgangur sýninganna
hefur veriö að kynna hin ýmsu svið nútíma list-
iönaður eins og hann beztur gerist á
Norðurlöndunum.
Þetta er i fyrsta sinn sem islenzkum listiðnaðar-
mönnum er boðið að sýna á þessari sýningu í
Frederikshavn, en áöur hafa verið haldnar þrjár
danskar, tvær sænskar, tvær norskar og ein finnsk
sýning undir nafninu „Pejling”. Allar þessar
sýningar hafa staðiö i Bangsbosafni, sem er gamall
herragarður frá fjórtándu öld.
Ósk um að koma á laggir þessari sýningu frá
íslandi bárust frá Frederikshavn til Norræna hússins
á siöastliðnu vori og hefur Norræna húsið annast
undirbúning ásamt Stefáni Snæbjömssyni innanhús-
arkitekt.
Þeir sem taka þátt i sýningunni em þéssir:
Keramik: Borghildur Óskarsdóttir, Steinunn Mar-
teinsdóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Elisabct
Haraldsdóttir, Jónína Guðnadóttir, Jóna
Guðvarðardóttir, Edda Óskarsdóttir, Gestur Þor-
grímsson og Sigrún Guðjónsdóttir.
Gull/silfur: Hjördís Gissurardóttir, Jón Snorri
Sigurðsson, Jens Guðjónsson, Guðbrandur J.
Jezorsky.
Tekstílar: ína Salóme Hallgrimsdóttir, Ragna
Róbertsdóttir, Guörún Gunnarsdóttir, Sigríður
Jóhannsdóttir og Leifur Breiðfjörð, Hulda Jósefs-
dóttir, Eva Vilhelmsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir,
Guörún Auðunsdóttir, Aðalheiður Skarðhéöins-
dóttir.
Glerlist: Sigrún Einarsdóttir.
Hinn vinsæli Dallas-þáttur heldur áfram göngu sinni inn í líf og
sálir Dallas-unnenda. íkvöld kl. 20.50.
BILAMALUIM
Óskum eftir að ráða bí/amálara og
aðstoðarmenn.
Uppl. í síma 44250 og 45950 kl. 4—7 e.h.
næstudaga.
Vartni Bilasprautun h.f.
Auöbrekku 53. Símar: 44250-45950
Box 238. - Kópavogi.
Hús til sölu í Hrísey
Til sölu er um 100 ferm steinsteypt einbýlishús í Hrísey. Fæst með
góðum kjörum ef samið er strax.
Tilboð óskast send Guðmundi Sverrissyni, Skúlagötu 13 Stykkishólmi,
eða Antoni Eiðssyni, Norðurvegi 17 Hrísey.
Tilboðum sé skilað fyrir 10. sept. Uppl. í síma 96-61753 eftir kl. 7 á
kvöldin.