Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.09.1981, Qupperneq 8

Dagblaðið - 16.09.1981, Qupperneq 8
8 Verkamenn óskast til starfa hjá Rafveitu Hafnarfjarðar. Fæði á staðnum. Uppl. gefa verkstjórar. Rafveita Hafnarfjarðar. Fíat 131 árg. 1978, sjálfskiptur, ekinn 32 þús. km. Mjög vel með farinn. — Gott verö — Uppl. í síma 31600 og 73592 á kvöldin. AUGLÝSING Framkvæmdanefnd árs fatlaðra og stjórn Öryrkjabanda- lags íslands efna til opins fundar miðvikudaginn 16. september kl. 20.30 í Norræna húsinu. Norman Acton aðalframkvæmdastjóri Alþjóðlegu endurhæfingarsamtak- anna mun flytja erindi um störf og stefnu, samtakanna svo og stefnulýsingu samtakanna í málefnum fatlaðra fyrir 9. áratuginn. Allir velkomnir. _ ALFA-nefnd Stjórn ÖBÍ. ORÐSENDING frá Hitaveitu Reykjavíkur Þeir húsbyggjendur og aðrir sem ætla að fá tengda hita- veitu í haust og í vetur þurfa að skila beiðni um tengingu fyrir 1. október nk. Minnt er á að heimæðar verða ekki lagðar í hús fyrr en þeim hefur verið lokað á fullnægjandi hátt, fyllt hefur verið að þeim og lóð jöfnuð sem næst því í þá hæð sem henni er ætlað að vera. Heimæðar verða ekki lagðar ef jörð er frosin nema gegn greiðslu þess aukakostn- aðar sem af því leiðir, en hann er verulegur. HITAVEITA REYKJAVÍKUR. INNRITUN fer fram í MIÐBÆJARSKÓLA fimmtud., 17., föstud. 18. og mánud. 21. sept. kl. 18—21. KENNSLUGREINAR: íslenska íslenska fyrir útlendinga, kennslugjald kr. 420,- Danska Þýska Latina Reikningur Enska Franska Rússneska Vélritun Norska ítalska Færeyska Bókfærsla Sænska Spænska Finnska Leikfimi Kennslugjald í fyrrgreinda flokka er kr. 315,- nema ísl. f. útl. Bótasaumur, kennslugjald kr. 315,- Myndvefnaður, kennslugjald kr. 420,- Hnýtingar, kennslugjald kr. 230,- Teikning og akrýlmálun, kennslugjald kr. 420,- Sníðar og saumar, kennslugjald kr. 620.- Barnafatasaumur, kennslugjald kr. 620,- Postulínsmálun, kennslugjald kr. 620.- Hjálp í viðlögum, kennslugjald kr. 160,- Formskrift, kennslugjald kr. 315,- Nýjar greinar veturinn 1981—1982 Frímerkjasöfnun, kennslugjald kr. 315,- Batik, kennslugjald kr. 420.- Listprjón, kennslugjald kr. 420.- Tölvukynning, kennslugjald kr. 620.- KENNSLUGJALD greiðist við innritun. ATH. Innritun í Árbæ og Breiðholt auglýst 23. sept ■ öllum dagblöðum. Námsflokkar Reykjavíkur. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981. Erlent Erlent 1 Deilur um fjár- lög gætu fellt finnsku —veikindi Kekkonens stjómina gera stjómmála- ástand ótryggt Fjármál ríkisins fbrennidepli Það er talið að samkeppnin um forsetaembættið muni kynda undir ófriði í finnskum stjórnmálum næstu misseri. Næstu forsetakosningar eiga að verða árið 1984; en ekki er víst að Kekkonen endist starfsþrek svo lengi. Deilurnar koma ekki sízt fram í umræðum um fjármál landsins. Fjár- lögin fyrir næsta ár hljóða upp á 64,5 milljarða Finnskra marka, og gert er ráð fyrir að greiðsluhalli verði um 1,2 milljarðar marka. Eins er búizt við að erlendar og innlendar lántökur ríkissjóðs aukist úr 3,5 milljörðum upp í 6,5 milljarða finnskra marka. (Finnska markið samsvarar isl. kr. 1,70). Eins og áður er sagt greinir flokk- ana á um leiðir til pð mæta þessum vanda. Og tillögur þeirra kunna að einhverju leyti að mótast af því hvað A sextfu ára afmæli finnska lýðveldisins. Tignir gestir frá öðrum Norðurlöndum foringjar þeirra telja sigurstrangleg- heilsa Kekkonen sem í meira en aldarfjórðung hefur borið ægishjálm yfir finnsk ast í komandi kosningaslag um for- stjórnmái og hafa þau einkennzt af stiilingu og festu. setaembættið. Stjórnmálalífið í Finnlandi hefur löngum þótt friðsælt, að minnsta kosti samanborið við sviptingar á öðrum Norðurlöndum. Samkomu- lagsvilji og skynsemi hafa einkennt störf finnska þingsins. En nú eru ófriðarblikur á lofti. Síðustu viku urðu miklar deilur um fjárlög komandi árs. Og menn eru farnir að velta því fyrir sér hvort sam- steypustjórn Naumo Koivistos riði til falls. Hún hefur reyndar orðið lang- lífari heldur en spáð var þegar hún var mynduð árið 1979 með þátttöku Sósíaldemókrata, Miðjuflokksins, kommúnista og fulltrúa sænskumæl- andi Finna. Forsætisráðherrann Koivisto er sósíaldemókrati. Þetta er þrítugasta og fyrsta ríkisstjórnin þar í landi síðan eftir seinna stríð. Fjárhagur Finna hefur annars verið nokkuð sæmilegur undanfarið. Hagvöxtur hefur verið stöðugur og greiðslujöfnuður ekki valdið miklum áhyggjum. En ýmislegt bendir til að nú fari að harðna á dalnum. Hver verður eftir- maður Kekkonens? Þetta er í annað sinn sem stjórn Koivistos lendir í örðugleikum. Fyrra skiptið var síðastliðið vor og voru það fjármálin sem þá, eins og nú, voru þrætuepli. I það sinn tókst að ná samkomulagi. Nú eru deilurnar öllu alvarlegri. Fyrirsjáanlegt er að hagvöxtur á næsta ári verður aðeins tvö prósent, en var fimm prósent í fyrra. Þar með verður ríkissjóður að finna nýjar tekjuöflunarleiðir — eða skera niður framkvæmdir. Miðjuflokkurinn vill hækka söluskatt til að brúa bilið, en sósialdemókratar vilja hækka raf- orkuskatta og skylda atvinnurek- endur til að greiða hærri barnabætur. 1 heila viku var karpað í finnska þing- inu um þetta. Þá veiktist Kekkonen forseti og gerðu þá flokkarnir með sér bráðabirgðasamkomulag, sem þykir heldur ótraust. Kekkonen hefur setið í embætti í meira en aldarfjórðung og haft mikil áhrif á stjórnmálastefnu Finnlands, bæði í utan- og innanríkismálum. En nú er hann orðinn 81 árs gamall og vegna sjúkleika í öndunarfærum hefur honum verið skipað að taka sér algjöra hvíld í heilan mánuð. Fyrir- sjáanlegt er að stjórnartími hans fari að styttast, og ýmsir eru farnir að renna hýru auga til embættis hans. Eru þar gjarna tilnefndir Koivisto forsætisráðherra, og Karjalainen, sem oft hefur gengt mikilvægum ráð- herraembættum. Sá fyrri er sósíal- demókrati, sá seinni í miðjuflokkn- um. Koivisto er nú forsætisráðherra Finn- lands. Hann er vinsæll og þykir hafa talsverða möguleika til að verða for- seti þegar Kekkonen hættir. Karjalainen hefur gegnt mikilvægum ráðherraembættum i Finnlandi og er einnig nefndur sem liklegur forseta- frambjóðandi.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.