Dagblaðið - 28.09.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.09.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981. Biskupaskipti við hátíðlega athöfn: Agirndin leiðir til styrjalda —en í guði er að f inna leið til sátta og f riðar í heiminum, sagði Pétur biskup í prédikun sinni Það var unaðslegasta veður i gær- morgun þegar velflestir prestar landsins gengu hempuklæddir úr Alþingis- húsinu í Dómkirkjuna til að kveðja einn biskup og heilsa öðrum. Hinn vinsæli herra Sigurbjörn Einarsson læt- ur nú af embætti eftir tuttugu og tveggja ára farsælt starf. Við því tekur séra Pétur Sigurgeirsson, vigslubiskup Hólastiftis. Haustsólin glóði eins og hún vildi blessa allt kirkjunnar starf. Inni i kirkjunni söng dómkirkjukórinn „Veni, sancte spiritus (Gakk inn, heilagur andi), — halelúja.” Ljósa- krónur og kertastjakar tindruðu nýfægðir og kirkjubekkirnir voru skreyttir hvítum blómum. Það eina sem hægt var að kvarta yfir var það að Dómkirkjan er svo lítil að færri en vildu gátu notið hinnar há- tiðlegu athafnar. Sá þjónn sem nú tekur við hirðisstarfi Þegar kór og söfnu'xurhöfðu sungið sálm eftir Lúther baö herra Sigurbjörn Einarsson guð að blessa „þann þjón, semnúskal taka við hirðisstarfi”. Síðan flutti sr. Stefán Snævarr prófastur Eyjafjarðarprófastsdæmis pistil, en sr. Ólafur Skúlason dómprófastur guðspjall. Að þvi loknu fór söfnuðurinn með trúarjátninguna og sunginn var sálmurinn kunni eftir Hallgrím Pétursson: „Víst ertu Jesús, kóngur klár”. Það var herra Sigurbjörn Einarsson sem stjórnaði fyrri hluta guðsþjónustunnar, og þegar hér var komið, bað hann hina erlendu biskupa, sem allan timann voru vinstra megin við altarið, að lesa úr ritningunni. Þeir voru Bertil Wiberg frá Hróarskeldu, Kirsten Kyrre Bremer frá Niðarósi, Tore Furberg frá Visby og Mikko Juva frá Turrku. Voru þeir fagurlega skrýddir, en það kom á óvart, að finnski biskupsbúningurinn er nær alhvítur. Einn þeirra fór með ritningar- greinina, Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Annar las orð Páls postula, þegár hann kvaddi í siðasta sinn öldunga safnaðarins i Efesus. Þór getið ekki þjónað Guði og Mammoni Eftir aö sunginn hafði verið annar Hallgrímssálmur, bað Sigurbjörn biskup enn að nýju fyrir eftirmanni sinum. Kórinn flutti 150. sálm Daviðs (Lofið Guð í helgidómi hans) við lag sem Þorkell Sigurbjörnsson hefur mjög nýlega samiö. Var það kröftugt og áhrifamikiö. Og síðan steig Pétur biskup í stólinn. Hann lagði út af Mattheusarguöspjalli 6.24—34, fjallræðunni, þar sem Kristur segir: Enginn getur þjónað tveimur herrum . . . þér getið ekki þjónað Guði og Mammon. Og siðan koma hin frægu orð um fugla himinsins og liljur vallarins, sem hvorki sá né spinna. Brýndi hinn nýi biskup fyrir söfnuðinum að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og gera sér ekki óþarfa áhyggjur. Ágirndin leiðir til styrjalda, ,,en í guði er að finna leið sátta og friðar í heiminum”. Lffsbókin mikia Þá drap Pétur biskup á það hvað íslendingar hefðu ævinlega verið bókhneigðir. Það hefði þvi verið okkur mikið happ að „Iífsbókin mikla”, biblian, hefði verið svo vel þýdd, á okkar tungu. Hefðu íslendingar verið meðal fyrstu þjóða sem fengu biblíuna þýdda á móðurmál sitt. í þessu sambandi minnti hann á listaverk Einars Jónssonar, „Verndarengilinn”, þar sem engill með útbreidda vængi stendur hjá lesandi manni. Loks þakkaði Pétur biskup fyrir- rennara sinum gagnmerk og vizkurík störf og einnig biskupsfrúnni, Magneu Þorkelsdóttur. Herra Sigurbjörn Einarsson fyrir altarinu. Næst honum til vinstri stendur sr. Ólafur Skúlason dómprófastur og fyrir framan hann, á biskupskápu, með bók i hönd, er herra Pétur Sigurgeirsson. Til hliðar við þá sjást þrfr hinna eriendu biskupa. DB-myndir Einar Ólason. Svo virtist sem flestir prestar landsins væru viðstaddir athöfnina. Gengu þeir skrýddir f kirkju og yngstu prestar fremst. Á myndinni sjást m.a. þrfr ungir kvenprestar, sem nýskeð voru vfgðir. illlixt* Herra Sigurbjörn Einarsson býr sig undir að kveðja embætti það sem hann hefur svo farsællega gegnt f 22 ár. Við hlið hans sést herra Pétur Sigurgeirsson, sem nú tekur við störfum. Dómkórinn syngur sálma undir stjórn Marteins Friðrikssonar. JÚDÓFÉLAG REYKJAVÍKUR Tilkynnum œfingartíma í hinni japönsku glímu.______ Júcfló Drengir á mánudögum kl. 18—19. Framhaldsflokkar þriöjudaga og fimmtudaga kl. 19—20.30. Innritun jyrir byrjendur og framhaldsflokka mánudaga frá kl. 18—19. Þriöjudaga og fimmtudaga kl. 18—20. BYRJENDUR VELKOMNIR. Gufubað á staðnum. JÚDÓFÉLAG REYKJAVÍKUR, BRAUTARHOLT118, SÍM116288.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.