Dagblaðið - 28.09.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 28.09.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981. Qart ar ráfl fyrir hsagri norflauatan- átt um aNt land, skýjuflu og úrkomu á Auatur- og Norfluriandi an láttskýj- uflu á Suflur- og Suflvasturiandi. Kl. 6 var 1 Raykjavik austan 1, látt- skýjafl og 1; Gufuakálar austan 5, skýjafl og 6; Akurayri hasgviflri, skýjafl og 2 stig; Raufarhflfn norfl- austan 1, skýjafl og 3 stig; Daiatangi norflan 5, skýjafl og 4; Hflfn norfl- norflvastan 4, láttskýjafl og 3; Stór- hflffli austan 1, láttskýjafl og 6. í Þórshflfn var rigning og 11; Kaup- mannahöfn þokubakkar og 10; Osló skýjafl og 13; Stokkhólmur þoka og 15; London láttskýjafl og 8; Hamborg láttskýjafl og 8; Parfs skýjafl og 11; Madrid láttskýjafl og 10; Ussabon rigning og 13 og Naw York láttskýjafl og21. Andlát tí:; ' Gfsll Sighvatsson frá Sólbakka lézt 19. september 1981. Hann var fæddur 4. mai 1889 I Gerðum í Garði. Foreldrar hans voru Ingibjörg Gísladóttir og Sig- hvatur Gunnlaugsson, saman eign- uðsut þau fjögur börn en Gisli átti eina hálfsystur sem dó á unga aldri. Fyrri kona Gísla var Steinunn S. Steinsdótt- ir, eignuðust þau 4 börn. Eftir lát hennar kvæntist hann Helgu Steins- dóttur, þau eignuðsut einn son. Gisli stundaði sjósókn í mörg ár, hann lærði prentiðn, var formaður ýmissa félaga og fulltrúi á fiskiþingum um margra ára skeið. Gísli var jarðsunginn frá Út- skálakirkju laugardaginn 26. septem- ber. Óalfur Steinsson á Barkarstöðum lézt 10. september. Hann var fæddur 23. marz árið 1900 sonur Sólveigar Guðmundsdóttur og Steins Magnúss- sonar, þau eignuóust 5 börn. Ólafur var jarðsunginn iaugardaginn 26. september. Valgerður Andrésdóttir, Framnesvegi 5, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju i dag, 28. september, kl. 13.30. Ársæll Kristinn Kjartansson verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 29. september kl. 15. Þorleifur Bjarnason fyrrverandi náms- stjóri, Kolgerði 3 Akureyri, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðju- daginn 29. september kl. 14.45. Elisabet J. Brand, Barmahlíð 48 Reykjavík, andaðist 18. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Bjarni H. Sigurðsson bólstrari, Mel-i gerði 22 Kópavogi, andaðist í Borgar- spítalanum 25. september. Axel Björnsson bryti, Hverfisgötu 59 Reykjavík, lézt 24. september. Hafsteinn Bergþórsson, Marargötu 6 Reykjavík, lézt 25. sept. Guðbrandur J. Jónasson, Glaðheimum 8 Reykjavík, lézt 24. september. Kristfn Viktoria Gisladóttir verður jarðsett frá Útskálakirkju kl. 14. Dagnýr Bjarnleifsson skósmiður veðrur jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu kl. 13.30 þriðjudaginn 29. septem- ber. Tilkynningar Nýlega er komin út Saga Húsavfkur I. bindi. aöalhöfundur verksins, Karl Kristjánsson fyrrum alþingismaöur, lézt 1978, áöur en handrit hans var fullbúið til prentunar, en Kristján Karis- son og Ingimundur Jónsson hafa séð um útgáfu þessa bindis. Bókin er í köflum. Fyrsti kaflinn er mikil ritgerö eftir Sæmund Rögnvaldsson og heitir Húsavik fyrri tima, með undirfyrirsögninni: Verzlun, brennisteins- nám og kirkja. Húsatal nefnist langur þáttur, þar sem lýst er hverju húsi í kaupstaðnum. Yfirleitt er mikil persónusaga i bókinni, svo sem þættir af sveitarstjórnar- og bæjarstjórnarmönnum, læknum, prestum, sýslumönnum og bæjarstjórum. Alllangir þættir eru um Kaupfélag Þingeyinga og um Funda- félag Húsvíkinga. Ýmsir fleiri kaflar eru í bókinni. Hún er prýdd miklum fjölda mynda af fólki, mann- virkjum og staðháttum. Húsavíkurkaupstaður gefur bókina út. Hún er prentuð í prentverki Guðjóns Ó. Almenna bóka- félagiö annast drcifingu. Með þessu bindi fylgir yfirlit um efni II. bindis sem kemur síðar. Amerískir vísinda- styrkir í boöi J. E. Fogarty-stofnunin í Bandarikjunum býður ár- lega fram styrki handa crlendum vísindamönnum til rannsóknastarfa við visindastofnanir þar í landi. Styrkir þessir eru boönir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical science). Hver styrkur er veittur til 6 mánaða eða 1 árs. Á þessu ári veitti stofnunin eftirgreindum tveimur islenzkum vísindamönnum styrki til eins árs og eru þeir fyrstu íslendingarnir sem hljóta slíka styrki: Einar Árnason, PhD., Hffræðingur, hlaut styrk til rannsókna í stofnerfðafræði og þróunarfræði við Harvard-háskóla í Boston. Einar Stefánsson, Iæknir, hlaut styrk til rann- sókna á sviði augnlækngina við Duke-háskólann i North Carolina. Menntamálaráðuneytið auglýsir árlega eftir um- sóknum um styrki þessa og er skilafrestur til 20. október. Vísitala byggingarkostnaöar Hagstofan hefur reiknað vísitölu byggingar- kostnaðar eftir verðlagi í fyrra hluta sept. 1981 og reyndist hún vera 811,23 stig, sem lækkar í 811 stig (október 1975 = 100). Gildir þessi vísitala á tímabilinu október-desember 1981. Samsvarandi vísitala miðuö við eldri grunn er 16108 stig og gildir hún einnig á tímabilinu október-desember 1981, þ.e. til viðmiðunar við visitölur á eldri grunni (1. október 1955 = 100). Samsvarandi vísitölur reiknaðar eftir verðlagi i fyrrahluta júní 1981 og með gildistíma júli- september 1981 voru739stig og 16477 stig. Hækkun frájúnitilseptember 1981 er 9,7*70. 23. ársþing ungtemplara Dagana 12. og 13. september sl. héldu ísl. ung- templarar 23. ársþing sitt að Skógum undir Eyja- fjöllum. Þingiö sátu 20 fulltrúar. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var fjallaö um ýmis mál á þinginu, s.s. friðarmál og frammistöðu æskulýðssamtaka í forvarnarstarfi í vlmuefnamálum. Voru ályktanir um þessi mál m.a. samþykktar i þinglok. í ársskýrslu samtakanna kom fram að veruleg starfsemi varsl. ár. Má nefna í því sambandi aö á vegum samtakanna voru haldin námskeið með nemendum 7.-9. bekkja í grunnskólum Reykjavíkur og ná- grennis sl. vetur undir heitinu Veröld án vimu. Af framtíðarvcrkenum samtakanna má nefna þátttöku í alheimsmóti ungtemplara, sem haldiö verður í Bergen í Noregi næsta sumar. Slíkt mót verður síðan haldiö á Islandi 1984. Formaður samtakanna var endu»-kjörinn Árni Einarsson. Hóraðsbókasafn Kjósarsýslu Gagnfræðaskólanum í Mosfellssveit simi 66822, opið mánudaga til föstudaga frá kl. 16—20, sögu- stund fyrir börn á aldrinum 3—6 ára laugardaga frá kl. 10.30—11.30 Mmningar$p|dld JVIinningarkort Sambands dýraverndunarfélaga íslands fást á eftirtöldum stöðum: REYKJAVlK: Loftið Skólavörðustig 4. Verzlunin Bella Laugavegi 99. Bókaverzlun lngibjargar Einars dóttur Kleppsvegi 150, Flóamarkaður SDl, Laufás vegi 1, kjallara, Dýraspitalinn Víðidal. KÓPAVOGUR: Bókabúðin Veda Hamraborg. HAFNARFJÖRÐUR: Bókabúð Olivers Stcins Strandgötu 31. AKUREYRI. Bókabúð Jónasar Jóhannssonar Hafn arstræti 107. VESTMANNAEYJAR: Bókabúðin Heiðarvegi 9. SELFOSS: Engjavegur 79. UM HELGINA UM ENDURMINNINGAR 0G LANGL0KU Laugardagssyrpan auðveldaði mér tiltektir og leiðinda hreingerningar á ymdislegum sólardegi, sem auðvitað varð mun eftirsóknarverðari til úti- veri fyrst ég gat ekki látið slíkt eftir mér. I kjölfar hennar fylgdi frásögn gamals og heitins fjölskylduvinar, Ingólfs Gíslasonar læknis, sem ég ber lán til að muna eftir, þótt óljós sé minningin sú. Sjúkrasaga Guðna gamla, með sullinn í lifrinni, minnti mig á svo margt sem liðið er án þess að við höfum borið gæfu til þess að læra af því. í þá daga bar einstaklingurinn ábyrgð, fann fyrir henni og axlaði hana, því hann átti ekki annars kost. Ingólfur heitinn Gíslason var náinn vinur föðurafa mins og saga hans kom mér til þess að minnast tiltölu- lega nýlátinnar móðurömmu minnar, Hildar Jónsdótturljósmóður. Amma starfaði við svipaðar að- stæður — ein. Á hennar herðum hvídli öll ábyrgðin, ekki hluti hennar. Hún tók á móti 135 börnum og missti aldrei konu af barnsförum — og ein- ungis eitt barn. Hjá henni rifnaði aldrei kona, enda sagði hún mér að það væri óþarft; sagði mér nákvæm- lega hvers vegna og hvernig mætti varna því. Hún var nefnilega engin fæðingar- deild, hún amma, þar sem ábyrgðinni er dreift og samtryggingin er í háveg- um höfð. Hún stóð ein með tvö líf í höndunum hverju sinni, móður og barns. Hún hætti lífi sinu yfír illfær stórfljót og margir lifa einungis hennar vegna — en vanþakklæti eru heimsins laun. Ekkert þessara ljósu- barna minntist hennar að löngum lífsferli gengnum. Jónasi Jónassyni kann ég þakkir fyrir að skreppa með mig og aðra að Klaustri, því min móðurætt er úr Skaftafellssýslunum og að Klaustri bjuggu afi minn og amma — og þaðan vann hún flest sín líknarstörf. Það er sérkennilegur og angurvær blær yfir nöfnunum er þarna skutu upp kollinum: Systrastapi; Systra- vatn Hjónasteinn; Sönghellir — að ógleymdum eldprestinum okkar sem starfsbróðirinn, séra Sigurjón Einars- son, minntist fallega. Blærinn áðurnefndi er umfram allt sérkennilegur fyrir það að hann minnir á óumflýjanleika dapurra ör- laga. Svo fjarska margt í okkar sögu er blóði drifið á einn eða annan veg — og það leiðir hugann að kvik- myndinni um Snorra Sturluson. Frá barnsaldri hef ég aldrei getað afborið sögu okkar þótt ekki þyki slíkt gott til frásagnar; þessa dáðu sögu um blóði drifinn uppruna. Þar beið hið góða, mannúðlega og rétta ávallt ósigur fyrir grimmdinni og drápseðlinu. Hið illa hrósaði ávallt sigri þótt stundum væri hann skamm- ur. Það er mér raunar ráðgáta hvernig hægt er að gera svona stórbrotið efni þurrt og heimildamyndarlegt. Þegar upp er staðið, finnst mér lítið hafa lagzt fyrir góðan dreng, svo ég steli nú úr umsögn Ingólfs Arnarsonar, er hann frétti lát Hjörleifs. Myndin llnnst mér vera óskapleg langloka. Hefði nú ekki mátt segja minna og gera betur? Minningarkort Hjúkrunar- heimilis aldraðra í Köpavogi eru seld á skrifstofunni að Hamraborg I. sími 45550. og cinnig i Bókabúðinni Vedu og Blóniaskálanum við Nýbýlaveg. Afmæli 70 ára er í dag Bogl Matthiasson vél-. stjóri, Litlu-Hólum, Vestmannaeyjum. Hann er fæddur að Jaðri, Eyjum. For- eldrar hans voru Matthías Finnbogason og Sigríður Þorsteinsdóttir, eignuðsut þau átta börn. Árið 1939 kvæntist Bogi Rósu Bjarnadóttur frá Eskifirði, þau eignuðust þrjú börn. Bogi er vélstjóri hjá tsfélagi Vestmannaeyja, hefur hann starfaðþarí 50 ár. 90 ára er 1 dag Óskar Eyjólfsson frá Hvammi. Foreldrar hans voru hjónin Guðbjörg Jónsdóttir og Eyjólfur Guð- mundsson, eignuðust þau 10 börn og er Óskar sá eini af þeim systkinum sem eftir lifir. Óskar hefur dvalizt á Landa- kotsspítala síðastliðin tæp þrjú ár, hannerástofu217. til um Ijóðabækur. Fyrir hana hlaut hún m.a. bókmenntaverðlaun norrænna kvenna 1979. 1 bókinni fjallar Márta opinskátt um hjónaband sitt og rithöfundarins Henriks Tikkanens, drykkjusýki hans og áhrif hennar á börnin og allt fjölskyldulífið. Bókin hefur verið þýdd á mörg tungumál og eftir henni hafa veríð gerðar margar mismunandi leikgerðir fyrir leiksvið og sjónvarp. Ástarsaga aldarinnar nefnist bókin I islenskri þýðingu Kristínar Bjarna- dóttur leikkonu er út kom sl. vor, en Kristín hefur nú ásamt Kristbjörgu Kjeld gert leikgerð þá, sem frumsýnd verður í Þjóðleikhúsiu á naestunni og leikur hún einnig einleikshlutverkið. Nýjasta bók Mártu Tikkanen „Mörkret som ger gládjen djup" kom út sl. vor. Hún skiptist í tvennt: í fyrri hlutanum er brugðið upp myndum úr lífi ellefu bama móður um miðja siðustu öld, og einkum sambandi hennar við einn soninn (skáldið Josef Julius Wecksell). í siðari hlutanum fjallar Márta um samband sitt vifl sjúkan son sinn. 1 bókinni koma fram ýmsar hliðstæður i iifi þessara tveggja kvenna, þrá þeirra eftir að ná sambandi viö þann sem þær elska og vonbrigði er það mistekst. Eins og fyrr segir les Márta Tikkanen úr verkum sinum þriðjudaginn 29. september og hefst dagskráin kl. 20.30. Sumarmynda- keppni DB: Þau mistök urðu við vinnslu laugar- dagsblaðsins, þar sem greint var frá úr- slitum Sumarmyndakeppni DB 1981, að þess var ranglega getið á tveimur stöðum að Baldur Ólafsson hefði hlotið 2. verðlaun í keppninni um lit- myndir. Eins og rækilega var tekið fram á forsíðu og í inngangi í opnu var það Vigfús Sigurðsson sem hreppti 2. verðlaun fyrir Hringaná í hringnum. Baldur og Vigfús og aðrir lesendur eru beðnir margfaldrar velvirðingar á þessum mistökum. GENGIÐ GENGISSKRÁNING NR. 178 Ferflamanna- — 28. septemberkl. 09.15. gjaldeyrir Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 7.838 7.860 8.646 1 Steriingspund 13.854 13.893 15.282 1 Kanadadollar 6.514 6.533 7.188 1 Dönsk króna 1.0824 1.0654 1.1719 1 Norsk króna 1.3085 1.3122 1.4434 1 Sœnskkróna 1.3891 1.3930 1.5323 1 Rnnsktmark 1.7457 1.7506 1.9257 1 Franskur franki 1.3909 1.3949 1.5344 1 Belg. franki 0.2038 0.2044 0.2248 1 Svissn. franki 3.9190 3.9300 4.3230 1 Hollenzk florina 2.9882 2.9968 3.2963 1 V.-þýzkt mark 3.3244 3.3337 38871 1 itölsk líra 0.00868 0.00660 0.00728 1 Austurr. Sch. 0.4727 0.4741 0.5215 1 Portug. Escudo 0.1196 0.1199 0.1319 1 Spánskur peseti 0.0809 0.0811 0.0892 1 Japansktyen 0.03382 0.03391 0.03730 1 frskt Dund 12.110 12.144 13.358 SDR (sérstflk dráttarréttlndl) 01/09 8.8844 8.9096 Sfmsvari vegna gengisskráningar 22190. Bókmenntír Márta Tikkanen í Norræna húsinu Norræna húsiö á von á góðum gesti þar sem er finnlands-sænska Ijóðskáldiðog rithöfundurinn Márta Tikkanen. Hún er mörgum Islendingum að góðu kunn fyrir bækur sínar, einkum skáldsöguna „Mán kan inte váldtas” og ljóðabókina „Arhundradets kárlekssaga”. Márta mun lesa úr verkum sínum í Norræna húsinu þriðjudagskvöldið 29. september. Márta Tikkanen hefur lengi starfaö sem kennari og blaðamaður, hún er rektor Svenska arbetarinstitutet í Helsingfors (hliðstætt Námsflokkum Reykjavíkur), en fyrst og fremst er hún skáld. Fyrsta bók hennar skáldsagan „nu imorron” kom út 1970 og siðan fylgdu á eftir 2 skáldsögur; „Ingenmansland” 1972 og „Vem bryr sig om Doris Mihailov” 1974. En það var fyrst er skáldsagan „Mán kan inte váldtas" kom út 1975 að hún slð 1 gegn sem rithöfundur. Sú bók hefur verið þýdd á mörg tungumál og eftir henni hefur verið gerð kvikmynd, sem sýnd hefur verið víða um lönd. Árið 1978 sendi Márta frá sér ljóðabókina „Árhundradets kárlekssaga”, sem strax vakti geysilega athygli og hafa selst af henni fleiri eintök en dæmi cru

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.