Dagblaðið - 28.09.1981, Blaðsíða 18
18
I
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 28. SEPTEMBER 1981.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
UVERPOOL SIGRAR EKKI
ÞRÁH FYRIR YF1RBURDI
—jafntefli West Ham og Uverpool í Lundúnum og Ipswich komið í efsta sæti 1. deildar
Gifurleg úrkoma var á Bretlands-
eyjum aðfaranótt laugardagslns og
fram eftir degi svo vellir voru viða
mjög erfiðir, þegar sjöunda umferð
deildakeppninnar var háð. En sólin
náði að senda geisla sina gegnum
skýjaþykknið um það bil er leikirnir
hófust og þeir voru háðir i fegursta
veðri. Tveimur leikjum á Skotlandi
var þó frestað vegna vatnselgsins og
Skotar voru þvi á sama báti hvað það
snerti og Austfirðingar.
Aðalleikurinn á Englandi var á
Uþton Park í Austurbæ Lundúna-
borgar, þar sem efsta liðið í 1. deild,
West Ham. fékk Evrópumeistara
Liverpool í heimsókn.
Bráðskemmtilegur leikur, þar sem
Evrópumeistararnir gáfu lengstum
tóninn. En eins og áður á lciktíma-
bilinu gekk þeim illa að finna leiðina í
markið þrátt fyrir snilldarleik úti á
vellinum. Jafntefli 1—1 og
jöfnunarmark Liverpool var heppnis-
mark á 78.min. Phil Parkes, hinn
snjalli markvörður West Ham,
slasaðist í leiknum. Var draghaltur og
gat ekki spyrnt frá marki — John
Lyall, stjóri West Ham, var meira að
segja að hugsa um að taka hann út
af. Og á 78. mín. gaf Parkes Liver-
pool mark. Alan Kennedy lék upp
vinstri kantinn og gaf vel fyrir
markið. Parkes greip knöttinn en
missti hann til David Johnson, sem
þakkaði gott boð og skoraði, 1—1.
Þarna var Johnson heppinn því hann
hafði verið slakastur leikmanna
Liverpool.
Það kom vel í Ijós i leiknum að
West Ham — án landsliðsmannsins
Trevor Brooking — er enn ekki í
flokki með aibeztu liðum Englands.
Það var talsverður munur á getu
liðsins og Liverpool á laugardag. í
fyrri hálfleiknum var Liverpool mun
betra liðið. Ray Kennedy átti stang-
arskot og það var svo mjög gegn
gangi leiksins að West Ham náði
forustu á 28. mín. Þeir léku þá sam-
an Geoff Pike og Alan Devonshire.
Eftir nokkrar skiptingar þeirra á milli
gaf Devonshire fyrir mark Liverpool
til Pike, sem skoraði með
þrumufleyg. í síðari hálfleiknum
varð þungi sóknar Liverpool enn
meiri. Jöfnunarmarkið lá í loftinu en
það kom þó á heldur slysalegan hátt
fyrir Lundúnaliðið. Eftir markið tók
West Ham við sér. Tvisvar munaði
litlu að West Ham skoraði. Á 80.
mín. fékk liðið aukaspyrnu rétt utan
vítateigs. Bruce Robbelaar,
markvörður Liverpool, varði, en
missti knöttinn i horn. Eftir
hornspyrnuna skallaði fyrirliði West
Ham, Billy Bonds, rétt framhjá
marki Liverpool. Fjórum mín. síðar
komst miðherji WH, David Cross,
frír að marki Liverpool en
Grobbelaar varði. Lokakaflinn var
það bezta sem West Ham sýndi en
áður hafði veruleg taugaspenna
einkennt leik liðsins. Liðin voru
þannig skipuð. West Ham. Parkes,
Lampard, Stewart, Bonds, Martin,
Allen, Devonshire, Pike, Neighbour,
Cross og Goddard. Liverpool.
Grobbelaar, Neal, A. Kennedy,
Hansen, Thompson, R. Kennedy,
Souness, McDermott, Lee, Johnson
og Dalglish.
Þá eru það úrslitin á laugardag.
1. dcild
Arsenal-Man. Utd. 0—0
Aston Villa-Birmingham 0—0
Coventry-Southampton 4—2
Everton-WBA 1—0
Ipswich-Leeds 2—1
tvlan. City-Tottenham 0—1
Middlesbro-Stoke 3—2
Nottm. For.-Brighton 2—1
Swansea-Sunderland 2—0
West Ham-Liverpool 1 — 1
Wolves-Notts. County 3—2
2. deild
Barnsley-Cardiff 0—2
Blackburn-Leicester 0—2
Chelsea-Norwich 2—1
C. Palace-Shrewsbury 0—1
Derby-QPR 3—1
Grimsby-Sheff. Wed.
Luton-Watford
Newcastle-Orient
Oldham-Cambridge
Rotherham-Bolton
Wrexham-Charlton
3. dcild
Bristol Rov.-Lincoln
Carlisle-Oxford
Doncaster-Brentford
Fulham-Chester
Gillingham-Exeter
Huddersfield-Southend
Millwall-Burnley
Newport-Preston
Plymouth-Chesterfield
Portsmouth-Bristol City
Swindon-Reading
Walsall-Wimbledon
4. deild
Aldershot-Mansfield
Blackpool-Hull
Bournemouth-Rochdale
Bradf ord-Colchester
Bury-Darlington
Hartlepool-Halifax
Northampton-Hereford
Peterbro-Crewe
Port Vale-Stockport
Sheff. Utd.-Scunthorpe
Tranmere-Wigan
Torquay-York
Skozka úrvalsdeildin
Airdrie-Aberdeen
Celtic-Partick
Dundee Utd.-Ran—Ts
Morton-Dundee
St. Mirren-Hiberman
Celtic átti í basli með neðsta liðið,
Partick. Skozki landsliðsmark-
vörðurinn Allan Rough varði mark
Partick af miklum glæsibrag. I siðari
hálfleiknum tókst þó Charlie
Nicholas og Tommy Burns að koma
knettinum í markið hjá honum.
Ipswich á toppinn
„Ipswich verður ekki lengi á
toppnum ef Frans Thijssen verður
lengi frá,” sagði fréttamaður BBC
eftir að Ipswich hafði sigrað Leeds
2—1 á heimavelli og komizt við það í
efsta sætið. Leeds var einnig án Allan
Brazil og Russell Osman. Allir
meiddir. Ipswich hafði þó undirtökin
gegn slöku liði Leeds mest allan
leikinn. Tókst illa að nýta það og á
27. mín. náði Leeds forustu með
marki Peter Barnes. Áður höfðu
Miihren og O’Callaghan verið nálægt
að skora fyrir Ipswich. Það var ekki
fyrr en á 63. mín. að Terry Butcher,
miðverðinum hávaxna, tókst að
jafna með skalla eftir hornspyrnu. Á
76. mín. skoraði Eric Gates sigur-
markið, einnig með skalla. Ipswich-
liðið allt annað en sannfærandi í
leiknum þrátt fyrir sigurinn.
Swansea var einnig talsvert frá
sínu bezta á heimavelli en tókst þó að
hala þrjú stig í land enda lék Sunder-
land mjög illa. Markverðirnir þurftu
varla að verja skot í fyrri hálfleik. í
þeim síðari lagaðist leikur Swansea
talsvert. Allan Curtis skoraði á 56.
mín. eftir undirbúning Bob
Latchford og Leighton James. Siðara
markið skoraði James úr vítaspyrnu.
Swansea, sem leikur nú í fyrsta skipti
í 1. deild, hefur nú 15 stig eins og
West Ham en bæði liðin komust upp
í 1. deild í vor.
Heppnissigur Forest
Nottingham Forest er komið í
fjórða sætið og vann enn einn
heppnissigurinn á laugardag. Fékk þá
Brighton í heimsókn og Gordon
Smith náði forustu fyrir Brighton á
10. mín. Tvívegis í fyrri hálfleik varð
Peter Shilton að verja af snilid til að
koma í veg fyrir mörk Brighton. 1
sæðari hálfieiknum lagaðist leikur
Forest en liðið átti alls ekki skilið að
sigra. Kenny Burns jafnaði í 1—1 og
þótti það mark heldur vafasamt.
Línuvörður hafði veifað en skipti svo
um skoðun. Mark var dæmt þrátt
fyrir áköf mótmæli leikmanna
Brighton. Tveimur mín. fyrir leikslok
Kevin Keegan, fyrirliði enska landsliðsins og Southampton, skoraði tvfvegis f
Coventry á laugardag. Er nú markhæstur I 1. deild ásamt Paul Goddard, West
Ham, með sex mörk. DB-mynd Bjarnleifur.
skoraði Ian Wallace sigurmarkið með
skalla næstum á marklínunni.
Skemmtilegur leikur var í
Coventry. Kevin Keegan náði fljótt
forustu fyrir Southampton en Steve
Hunt jafnaði fyrir heimaliðið á 20.
mín. eftir að varið hafði verið frá
Steve Whitton. í síðari hálfleik komst
Coventry í 3—1 með tveimur
mörkum Gary Thompson. Keegan
minnkaði muninn í 3—2 úr vita-
spyrnu sem dæmd var á Hunt fyrir að
handleika knöttinn innan vitateigs.
Hunt bætti það upp með því að skora
fjórða mark Coventry.
Meistarar Aston Villa áttu mjög í
vök að verjast í fyrri hálfleik gegn ná-
grönnum sínum, Birmingham.
Jimmy Rimmer kom þó í veg fyrir
mörk. í síðari hálfleiknum náði Villa
hins vegar yfirtökunum án þess að
takast að knýja fram sigur. Gordon
Cowans var miðherji með Peter
Withe, svo mikil meiðsli eru hjá
meisturunum. Withe var klaufi að
tryggja Aston Villa ekki bæði stigin
jafnaði. Notts County komst aftur
yfir með marki Mark Goodwin, en
Eves og Peter Daniel svöruðu fyrir
Úlfana. Terry Cichrane náði forustu
fyrir Middlesbrough á 2. mín. Peter
Griffiths jafnaði en heimaliðið komst
aftur yfir í leiknum með marki Billy
Ashcroft. Stoke jafnaði, Lee
Chapman, en það nægði ekki. David
Shearer skoraði sigurmarkið.
Markhœstir
í l.deiid
Þeir Paul Goddard, West Ham og
Kevin Keegan eru nú markhæstir í 1.
deild með 6 mörk. Síðan koma
Tony Evans, Birmingham, lan
Wallace, Forest, Lee Chapman,
Stoke, og Bob Latchford, Swansea,
allir með fimm mörk.
Í 2. deild vann Sheff. Wed. góðan
sigur í Grimsby. Terry Curran
skoraði og Sheff. Wed. er efst með
16 stig. Luton vann stórsigur á ná-
grönnum sínum frá Watford, komst í
3—0 fljótt í leiknum. Moss skoraði
tvívegis úr vítaspyrnum, Stein hin
tvö mörkin. Kevin Hector skoraði
tvö af mörkum Derby gegn QPR og
Emlyn Hughes hefur dregið fram
skóna á ný. Lék með Rotherham í
2—0 sigrinum á Bolton. í 3. deild er
Reading efst með 15 stig og í 4. deild
er Bournemouth David Webb efst
með 16 stig. Bradford Roy
McFarlands í öðru sæti með 15 stig.
Staðan er nú þannig:
Emlyn Hughes, fyrrum fyririiöi
Englands og Liverpool, hefur dregið
fram knattspyrnuskóna á ný. Lék með
Rotherham á laugardag. Hann er
framkvæmdastjóri liðsins.
þegar hann fékk knöttinn frír sex
metra frá marki undir lokin.
Miðherjinn stóri hitti ekki knöttinn.
Áhorfendur í Birmingham, þessari
annarri stærstu borg Englands, voru
40 þúsund. Hins vegar aðeins 12.500
í Coventry.
Tottenham vann
á Maine Road
Man. City virðist ekki ætla að
gera miklar rósir þrátt fyrir stór orð
stjórans John Bond. Liðið tapaði á
heimavelli fyrir Tottenham. Mark
Falco skoraði sigurmark leiksins.
Hitt Manchesterliðið, Man. Utd.,
náði jafntefli í Lundúnum gegn
Arsenal. Ekkert mark skorað í
slökum leik. Leikmenn United hafa
þó eflaust verið ánægðir með eitt
stig. Liðið hefur ekki sigrað á
Highbury í 13 ár. Framan af var
Arsenal betra liðið og leikmenn
liðsins fengu góð færi, sem þeir mis-
notuðu. Voru svo heppnir að fá ekki
á sig mark í lokin. Gary Birtles hefði
átt að skora fyrir United og á
lokamínútunni átti hinn miðherji
liðsins, Frank Stapleton, skot í stöng.
George Best var meðal áhorfenda á
Highbury. Áritaði nafn sitt fyrir
marga en hvarf svo á braut löngu
áður en leiknum lauk. Best er nú 35
ára og sá orörómur gengur að hann
gerist nú í vikunni leikmaður á ný hjá
Man. Utd. Var þar lengi ein skærasta
stjarnan í miklu stjörnuliði Sir Matt
Busby. Þær fréttir berast líka frá
Manchester að Busby, sem er forseti
stjórnar Man. Utd., sé allt annað en
ánægður með nýja stjórann Ron
Atkinson og formanninn Edwards.
Um aðra leiki i 1. deild er það að
segja að Everton hlaut öll þrjú stigin
gegn WBA með marki fyrirliðans
Mick Lyons. Úlfarnir og Middles-
brough komust af botninum með
heimasigrum. Bæði sigruðu, Notts
County og Stoke, með oddamarkinu
af fimm og sigurmörkin skoruð rétt
fyrir leikslok. George Berry, mið-
vörður Úlfanna, sendi knöttinn i
eigið mark í byrjun. Mel Eves
Ipswich l.deild 7 5 2 0 15—7 17
West Ham 7 4 3 0 15—6 15
Swansea 7 5 0 2 15—10 15
Nottm. For. 7 4 2 1 11—7 14
Tottenham 7 4 0 3 10—10 12
Man. City 7 3 2 2 11—8 11
Everton 7 3 2 2 9—9 11
Coventry 7 3 1 3 14—13 10
Southampton 7 3 1.3 13—12 10
Brighton 7 2 3 2 9—8 9
Man. Utd. 7 2 3 2 6—5 9
Liverpool 7 2 3 2 6—6 9
Arsenal 7 2 3 2 4—4 9
Birmingham 7 2 2 3 10—10 8
Stoke 7 2 1 4 13—13 7
A. Villa 7 j 4 2 7—7 7
Notts. Co. 7 2 1 4 10—15 7
Middlesbro 7 2 1 4 7—13 7
Wolves 7 2 1 4 5—11 7
Sunderland 7 I 3 3 6—11 6
WBA 7 1 2 4 5—7 5
Leeds 7 1 2 4 6—16 5
Sheff. Wed 2. deild 7 5 11 9—2 16
Luton 7 5 0 2 15—10 15
Norwich 7 4 1 2 11 — 11 13
Watford 7 4 1 2 8—8 13
Oldham 6 3 3 0 10—4 12
Blackburn 7 4 0 3 8—7 12
Leicester 7 3 2 2 9—8 11
Barnsley 7 3 1 3 10—5 10
Chelsea 6 3 1 2 9—8 10
Grimsby 7 3 1 3 9—8 10
Rotherham 7 3 1 3 8—8 10
Derby 7 3 1 3 11—12 10
Shrewsbury 7 3 I 3 8—10 10
QPR 7 3 0 4 10—10 9
C. Palace 7 3 0 4 5—5 9
Newcastle 6 3 0 3 5—6 9
Cardiff 6 2 1 3 8—10 7
Charlton 6 2 1 3 6—8 7
Cambridge 7 2 0 5 7—9 6
Wrexham 6 1 1 4 4—8 4
Orient 6 1 1 4 3—7 4
Bolton 6 1 0 5 3—11 3
Skozka úrvaisdeildin Celtic 5 5 0 0 14—4 10
St. Mirren 5 3 1 1 8—7 7
Aberdeen 5 3 0 2 9—7 6
Morton 5 3 0 2 5—4 6
Dundee Utd. 4 2 0 2 10—6 4
Hibernian 5 1 2 2 5—5 4
Rangers 4 1 2 1 4—5 4
Dundee 5 2 0 3 9—11 4
Airdrie 5 1 1 3 8—15 3
Partick 5 0 0 5 2—10 0
-hsim.