Dagblaðið - 20.10.1981, Page 5

Dagblaðið - 20.10.1981, Page 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1981. 5 „íslenzk stjómvökl geta veht Amarfíugi leyfí á Frankfurt” —segir Gunnar Þorvaldsson f ramkvæmdastjóri — „Sama f lugráð og nú situr mælti með leyfi Iscargo til Amsterdamf lugs—við erum því bjartsýnir á úrslitin” „Við erum mjög bjartsýnir á að flugráð mæli með því að Arnarflug fái leyfi til að fljúga á Frankfurt,” sagði Gunnar Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri Arnarflugs í gær. Hann bætti við: „Iscargo fékk til dæmis meðmæli með veitingu leyfis til flugs til og frá Amsterdam frá flugráði sem er skipað sömu mönn- um og þá. Við höfum fulla ástæðu til bjartsýni um úrslit málsins.” Bjartsýnir Arnarflugsmenn kynntu sjónarmið sin fyrir blaðamönnum í nýjum húsakynnum fyrirtækisins að Lágmúla 7. Sjöttu hæð hússins keypti fyrirtækið af Félagi bóka- gerðarmanna. Hefur hún verið sniðin að þörfum Arnarflugs á smekklegan og að því er virðist hagkvæman hátt. „Með hliðsjón af milliríkjasamn- ingum teljum við að íslenzk flug- málayfirvöld geti veitt Arnarflugi hf. leyfi til Frankfurtflugs,” sagði Gunnar ennfremur. Hann kvaðst ekki vita til þess að umræður milli stjórnvalda landanna um slíkt leyfi hefðu farið fram. Neikvæð afstaða þýzkra flugmálayfirvalda lægi því ekki fyrir ef hún ætti á annað borð nokkurn rétt á sér. DB sagði i frétt í gær að samkvæmt sínum heimildum hefði þessi afstaða komið fram í óformlegum viðræðum. „Samstarf eða/og samruni eru meðal annars inni í myndinni í viðræðum Arnarflugs hf. og Iscargo hf. Þessar viðræður ganga hægt. Þær standa þó enn og ástæða er til að búast við niðurstöðu fyrr en síðar,” sagði Gunnar Þorvaldsson. Þeir Gunnar, Haukur Björnsson stjórnarformaður, Halldór Sigurðs- son sölustjóri, sem og Stefán Hall- dórsson og Magnús Oddsson, hátt- settir starfsmenn félagsins, höfnuðu algerlega þeim rökum sem fram hafa komið af hálfu Flugleiða hf.að leyfi til handa Arnarflugi tefldu rekstri Flugleiða í hættu og atvinnuöryggi margra starfsmanna. Arnarflugsmenn töldu þvert á móti að hér væri um að ræða vannýttan flugmarkað. Biti Flugleiða af kök- unni minnkaði alls ekki heldur stækkaði kakan öll og meira yrði tii skipta fyrir bæði flugfélögin. Lögðu þeir fram skýrslur og spár máli sínu til sönnunar. „Vegna verndunarsjónarmiða stjórnvalda allt frá sameiningu stóru flugfélaganna hefur Arnarflugi alltaf verið þröngur stakkur skorinn,” sagði Gunnar Þorvaldsson. „Hin pólitiska ákvörðun um sameininguna gat ekki til langframa, hvað þá til eilífðarnóns, þýtt algera einokun á flugi á fslandi,” sagði Gunnar. Hann kvað það margra manna mál að ekki hefði orðið stórbreyting til batnaðar á rekstrargrundvelli í flugi með hinni pólitísku aðgerð 1973. Hún hefði í raun alls ekki sannað ágæti sitt eða réttmæti. „Eilífðar- einokun” sé í raun fráleitt ástand. Helztu þættir í starfsemi Arnar- flugs hf. eru innanlandsflug, svo- kallað áhættuflug, svo sem leiguflug á sumrin, og áætlunarflug erlendis, sem auki traustleika rekstrarins. Arnarflug þjónar reglubundið 11 stöðum í innanlandsflugi. „í því er reynsla góð og vaxandi og bjartsýni ríkjandi um þapn hluta rekstrarins,” sagði Gunnar. „Þess ber þó að geta að öll aðstaða til innanlandsflugs og búnaður flugvalla hefur gífurleg áhrif á hagkvæmnina, afkomuna og þjónustuna almennt.” „Við höfum verulega gaman af því að takast á við innanlandsflugið,” sagði Gunnar. Hjá Arnarflugi vinna 50—90 manns eftir árstíðum og ann- ríki. í vaxandi mæli er reynt að auka traust starfsfólks á öruggu og varan- legustarfi. -BS. Þjóðlagaflokkurinn Dubliners. Myndin var tekin þegar hann var hér á ferð áríð 1978. Þá skemmtu Dubliners í Laugardalshöll fyrir fullu húsi. DB-mynd. DUBLINERS HALDA TVENNA HLJOM- LEIKA í REYKJAVÍK írski þjóðlagaflokkurinn Dubliners er að koma. Hann heldur tvenna hljómleika í Háskólabíói föstudags- kvöldið 30. og laugardagskvöldið 31. október. Það er Þorsteinn Viggósson sem flytur Dubliners inn. Þorsteinn stóð einmitt fyrir heimsókn bandaríska söngflokksins Platters fyrir nokkrum vikum. Dubliners eru aldeilis ekki að koma í fyrsta skipti til íslands. Þeir héldu hljómleika í Laugardalshöllinni á Listahátið 1978. Uppselt var á þá hljómleika. Hátt á fimmta þúsund manns mættu og skemmtu sér konung- lega, sungu, klöppuðu og stöppuðu í takt við írskar kráa- og drykkjuvísur Dubliners. Félagarnir í Dubliners koma hingað til lands 29. október. Kvöldið áður verða þeir með tónleika í Osló. í Gautaborg verða þeir sunnudaginn 25. október, kvöldið eftir i Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn 27. okt. Nánar verður sagt frá Dubliners í Dagblaðinu síðar. -AT- Flytja inn „pípara” til Akraness —til að f lýta fyrir tengingu aðveituæða íbænum Nú styttist óðum í að Akurnesingar fái heita vatnið og er aðveituæðin — hin lengsta á landinu — svo gott sem tilbúin. Er hún í allt um 75 kílómetrar að lengd. Hins vegar er ljóst að ekki nema um helmingur bæjarbúa verður í stakk búinn til að taka á móti varmanum loksins þegar honum verður hleypt á. Hafa heimamenn verið nokkuð seinir að taka við sér og eru annirnar slíkar hjá pípulagningamönnum staðarins að þeir sjá ekki fram úr verkefnunum næstu mánuði. Hefur hitaveitan tekið það til bragðs að reyna að „flytja inn” pípulagninga- menn utan frá til þess að reyna að flýta frekar fyrir framkvæmdum. Munu þeir starfa á vegum pípulagningameistar- anna í bænum en hitaveitan mun hins vegar sjá um uppihald þeirra. Ef að líkum lætur verður heita vatninu hleypt á bæinn í lok nóvember. Myndbandastríðið í Hamraborginni: „EKKERT NEMA UMSTANG 0G ÚTGJÖLD FYRIR OKKUR” — segir Sigurður Ólafsson hjá Videosón og telur ónýtt loftnetskerf i aðalorsökina fyrir óánægju íbúanna „Ástæðan fyrir því að við gáfumst upp á viðskiptum við íbúa í Hamra- borg í Kópavogi var fyrst og fremst sú að íbúarnir vildu ekki standa straum af kostnaði við breytingu á loftnetskerfinu — einkum og sér í Iagi þeir sem ekki voru hlynntir videoinu i upphafi. Loftnetskerfið var svo lélegt í flestum húsanna að þurft hefði að breyta því að stórum hluta eða jafnvel skipta alveg um það til að koma videosendingum óbrengl- uðum til skila,” sagði Sigurður Ólafsson hjá Videosón er Dagblaðið ræddi við hann í gær. Eftir heimildum sem Dagblaðið hefur aflað sér brauzt út talsverð óánægja á meðal hluta ibúa Hamra- borgar nú fyrir helgina með þá þjónustu sem Videosón veitti. Höfðu íbúarnir krafizt þess að afnotagjöldin yrðu felld niður í einn mánuð sökum lélegs myndavals og lélegra mynd- gæða. Féllst Videosón á þær óskir. Hins vegar sauð endanlega upp úr í samskiptum aðilanna fyrir helgina og komu þá menn frá fyrirtækinu og höðfu á brott með sér tækin sem notuð voru til útsendinga. „Það hefur ekkert verið að hafa upp úr þessu stappi í Hamraborginni nema umstang og gífurleg útgjöld fyrir okkur. Við höfum reynt allt sem í okkar valdi hefur staðið til að koma útsendingum í lag og gert eins mikið og hægt var.” Einkum mun óánægj- an hafa átt sér . -»ð hjá íbúum sem ekki voru hlynntir videoinu í önd- verðu og höfðu orðið fyrir truflunum á útsendingu íslenzka sjónvarpsins sem forráðamenn Videosón telja fyrst og fremst stafa af lélegu loft- netskerfi. Að sögn Sigurðar hafa tvær aðrar blokkir eða íbúðasamstæður gengið úr viðskiptum hjá fyrirtækinu. í öðru tilfellinu var það eingöngu vegna vanskila íbúanna sem ekki greiddu afnotagjöldin sem upp voru sett. Þetta er aðeins lítið brot af viðskipta- vinum Videosón og að sögn Sigurðar vissi hann ekki betur en fólk væri almennt ánægt með þá þjónustu sem fyrirtækið veitti. -SSv. ÆLKERAKRUSIRNAR IT VINSÆLU FRÁ ULI I Upplagöar tækrfærísgjafir GLIT HÖFÐABAKKA 9 - SIMI 85411 Þórhildur hlaut leikstjórastyrk Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sjóðnum. Styrkupphæð er kr. 9 Reykjavíkur og Gust hjá Þjóðleik- hlaut styrk menningarsjóðs Félags þúsund. Þórhildur hefur sett upp á húsinu. leikstjóra að þessu sinni. Þetta er í þriðja tug sýninga. f fyrra setti hún -JH. annað sinn sem úthlutað er úr iupp Ótemjuna . hjá Leikfélagi -SSv.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.