Dagblaðið - 20.10.1981, Síða 6

Dagblaðið - 20.10.1981, Síða 6
/ • DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent Leikkonan Melina Mercouri hélt upp á 56 ára afmælisdaginn sinn sama dag og hún var i annað sinn kosin á þing fyrir flokk Andreas Papandreou, Pasok, Sam-hellensku sósíalistahreyfinguna. Mercury var svift borgarréttindum sinum í Grikklandi fyrir gagnrýni sina á grisku herforingjastjórnina og var sjö ár i útlegð. Hún náði fyrst kosningu árið 1977 sem þingmaður fyrir borgina Pireus. Á myndinni sést hún fagna sigri ásamt stuðningsmönnum sinum og á borðanum að baki þeim stendur: Pasik, Melina Mercouri, frambjóðandi Sam-hellensku sósíalistahreyfingarinnar i Pireus. Mercouri hefur nú verið orðuð við ráðherraembætti i hinni nýju ríkisstjórn Papandreous. AGREININGUR UM AÐALRITARA SÞ — ríki þriðja heimsins vilja hann úr eigin röðum Mikill undirbúningur er nú í gangi fyrir tilnefningu nýs aðalritara Samein- uðu þjóðanna. Kurt Waldheim, 63 ára Austurrikismaður sem setið hefur í embættinu í 10 ár hefur boðið sig fram að nýju til næstu fimm ára. En aðalkeppinautur hans, utanríkisráð- hjerra Tanzaníu Salim Ahmed Sahlim, 39 ára gamall, er talinn líklegur til að verða arftaki hans. Waldheim nýtur eindregins stuðn- ings þriggja af fimm fastaríkjum Öryggisráðsins, Sovétríkjanna, Banda- ríkjanna og Bretlands, en Frakkland styður hins vegar Salim. Um afstöðu Kína er ekki vitað. Öryggisráðið, sem 15 ríki eiga aðild að, mun tilnefna aðal- ritarann síðar í þessum mánuði eða í byrjun þess næsta. Tilnefningin verður að hljóta meirihlutastuðning a.m.k. 9 ríkja í öryggisráðinu. Er búizt við að margar kosningar þurfi að fara fram áður en meirihluti fæst. Þegar er vitað að Salim nýtur stuðnings tveggja þriðju hluta aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna, sem eru 156 að tölu. Samtök óháðra ríkja, Einingarbandalag Afríkuríkja og Arababandalagið hafa samþykkt stuðningsyfirlýsingar við hann. Er það honum nokkur styrkur þótt tilnefningin verði ekki ákveðin á allsherjarþinginu, heldur í leynilegum kosningum í öryggisráðinu, en þar Kurt Waldheim. hafa fastaríkin neitunarvald. Tanz- aníumenn grunar að Bretar kunni að beita þessu valdi gegn tilnefningu Salim og vitað er að Bandaríkjamönnum þykir hann róttækur um of. Þótt formlega sé hér ekki um kosn- ingu að ræða heldur tilnefningu, hafa frambjóðendurnir sett á svið vísi að kosningabaráttu. Waldheim hefur heimsótt höfuðborgir fastaríkja Öygg- isráðsins og sótt aðalfundi margra ríkjabandalaga. En það er óvíst hvort það dugar honum til tilnefningar, því ríki þriðja heimsins í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku virðast ætla að sækja það fast að aðalritarinn verði úr þeirra eigin röðum og meðal þeirra hefur Salim yfirburðastuðning. Salim varð sendiherra Tanzaníu í Egyptalandi 22 áragamall. Síðan hefur hann verið sendiherra lands síns í Kína og á Kúbu og gegnt störfum í Jamaica, Guyana, Trinidad og viðar. Hann er nú sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum og forseti allsherjarþingsins. Salim þykir líklegur til að innleiða nýja starfs- hætti sem aðalritari ef hann nær því embætti. Að hans mati á aðalritarinn ekki sífellt að vera hlutlaus í þeim málum sem koma til kasta hans, eins og verið hefur eitt aðaleinkenni Wald- heims, heldur á hann að láta í ljós skoðanir sínar og sýna eigið frum- kvæði. Hann á ekki að vera eingöngu framkvæmdastjóri sem framjtvæmir hugmyndir og samþykktir annarra heldur leiðandi afl. Salim hefur sagt að aðalritarinn eigi að einbeita sér að því að slaka á spennunni milli austurs og vesturs og milli ríkja þjóða og fátækra, sem sagt mikilvægustu ágreiningsmál- unum. Aðrir sem taldir eru koma til greina, einkum ef neitunarvaldi verður beitt gegn Salim, eru Alejandro Orfila frá Argentínu, Shridath Ramphal frá Guy- ana og Carlos Ortiz de Rozas frá Argentínu. Auk fastaríkjanna fimm eiga nú eft- irtalin ríki sæti í Öryggisráðinu, en hvert þeirra er kosið til setu þar til tveggja ára: Mexíkó, Filippseyjar, Austur-Þýzkaland, Nígería, Túnis, ír- land, Japan, Panama, Spánn og Uganda. KOSIÐ Á SPÁNI í DAG Spænska stjórnin fær í dag nokkra reynslu af því hvort henni hefur tekizt að skapa sér vinsældir, er tvö af fá- tækustu héruðum landsins ganga til kosninga um sjálfstjórn. Búizt er við því að margir kjósenda sitji heima í báðum héruðum. í Galaicia keppa 1000 frambjóðendur um 71 sæti í fyrstu heimastjórn héraðsins. Þar hefur demókratískur miðflokkur verið við stjóm en hefur litla sigurmöguelika í þessum kosningum. í Andalúsíu hafa allir flokkar sjálf- stjórn á stefnuskrá sinni. Þetta þarf þó ekki endilega að benda til að allir séu ánægðir með þessa stefnu og geta kjósendur lýst óánægju sinni með stjórnartilfærslu til héraðs með því að sitja heima og neyta ekki atkvæðis síns. Smurbrauðstofan BJORNINN Njóísgötu 49 - Simi 15105 Papandreou brýtur blað í stjórnmálasögu Grikklands: Fyrsta sósíal- íska stjómin — mynduð af hagf ræðiprófessor sem herforingjastjórnin flæmdiúr.landi Andreas Papandreou, hinn 62 ára gamli leiðtogi Sam-hellensku sósíal- istahreyfingarinnar, hefur nú brotið blað í stjórnmálasögu Grikklands með þvi að verða fyrstur til að mynda sósíalíska stjórn í landinu frá upp- hafi. Hann stofnaði hreyfinguna fyrir sjö árum, í kjölfarið á falli her- foringjastjórnarinnar. Andreas er sonur George Papand- reou sem varð forsætisráðherra árið 1964 en var settur af ári siðar vegna ágreinings við Konstantín þáverandi Grikkjakonung um yfirráðin yfir varnarmálum landsins. Áður en kom til næstu almennu þingkosninga tók herinn völdin 1 landinu og handtók flesta andstæðinga sína og þar með Andreas Papandreou, sem verið hafði aðstoðarráðherra í stjórn föður síns. Hann var látinn laus ári síðar og fékk leyft til að fara til Bandaríkj- anna, til að taka við stöðu prófessors í hagfræði við Harvard háskóla, þar sem hann hafði áður stundað nám. Papandreou fluttist til Bandarikj- anna á stríðsárunum og gerðist þar ríkisborgari. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði árið 1943 og gerðist síðast háskólakennari, fyrst við Harvard og síðan við háskólann 1 Minnesota fram til ársins 1955 er hann var skip- aður háskólarektor í Kalifomíu. En fjórum árum síðar fékk hann boð frá Karamanlis þáverandi forsætisráð- herra Grikklands um að taka við stjórn rannsóknarstofnunar í hag- fræði í Aþenu. Andreas afsalaði sér þá bandarískum ríkisborgararétti og rektorsstöðunni og flutti til Grikk- lands aftur. Hann fygldi í fótspor föður síns og gerðist virkur í grískum stjórnmálum. Hann var meðlimur Frjálslynda miðflokksins, sem faðir hans stofnaði árið 1961. Á þeim sjö árum sem Sam-hell- enska sósíalistahreyfingin hefur starfað hefur hún stóraukið fylgi sitt og hefur nú um 47% atkvæða, en vegna kjördæmaskipulagsins fær hreyfingin 174 þingmenn af 300 og þar með yfirburða meirihluta á þingi. Nýi lýðræðisflokkurinn, sem áður fór með völd, er talinn fá 111 þing- sæti og kommúnistaflokkurinn lík- lega 15 þingsæti. Aðrir flokkar eru ekki á þingi. Andreas Papandreou. Nóbelsverðlaunahafínn íhagfræði: T0BIN GAGNRYNIR STEFNU REAGANS aðferðimar ósamrýmanlegar markmiðunum James Tobin. Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, James Tobin, spáði þvi í ræðu sem hann hélt við háskólann í New York, að bandarískt efnahagslif stefndi í stöðnun og tímabundna afturför. Tobin, sem er 63 ára hag- fræðiprófessor við Yale-háskóla í Bandaríkjunum, hefur lengi verið talinn í röð fremstu hagfræðinga i heiminum. Hann er talsmaður þeirrar stefnu að auka ríkisútgjöld og ríkisaf- skipti til að koma í veg fyrir efnahags- kreppu. Tobin sagði í ræðu sinni að efna- hagsstefna Reagans væri endurskipting á auði, völdum og tækifærum í þágu þeirra sem auðinn og völdin hafa og erfingja þeirra. Stefna Reagans myndi ekki ná því markmiði sem hún stefndi að, sem er að minnka verðbólguna og atvinnuleysið á sama tíma og framleiðslan, fjárfestingar og framleiðni á hvern einstakling yrði aukin. Þvert á móti væri efnahagslífið staðnað og afturför gæti átt sér stað á næstunni. Ég get ekki séð fram á neinn efnahagsvöxt eins og til var ætlazt og ekki helur minnkandi atvinnuleysi, sagði Tobin. Tobin tilheyrir þeim hópi hag- fræðinga sem aðhyllast kenningar J.M. Keynes og telur að ríkisvaldið eigi að grípa inn í til að koma á jafnvægi í efnahagslífinu og forðast atvinnuleysi. Hann hefur deilt hart á kenningar Miltons Friedman, sem hlaut nóbels- verðlaun árið 1976, og framkvæmd þeirra kenninga um lágmarks ríkisaf- skipti og aukinn markaðsbúskap bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann hefur verið hag- fræðiprófessor við Yale i rúm 20 ár og virkur í mannréttindahreyfingunni i Bandaríkjunum. Hann var efnahags- ráðgjafi í tíð Kennedys forseta. Þessi mynd er ekki eins gömul og ætla mætti við fyrstu sýn, en hún er tekin i Danmörku fyrir nokkrum dögum. Danir eru heldur ekki svo hrjáðir af orkukreppunni að þeir hafi þurft að gripa til þess ráðs að spenna hesta fyrir plóginn til að halda landbúnaðinum gangandi. Hér er um að ræða keppni i plægingu sem fram fór á vegum dansks hestamannafélags. Það fylgir sögunni að þetta sé að verða vinsælt sport meðal hestamanna þar í landi og hafi verið ákveðið að halda keppni um Danmerkurmeistaratitilinn annað hvert ár i framtíðinni. Skyldi þessi íþrótt geta náð vinsældum meðal hestamanna á íslandi?

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.