Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.10.1981, Qupperneq 10

Dagblaðið - 20.10.1981, Qupperneq 10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 20. OKTÓBER 1981. J | 75. skoðanakönnun Dagblaðsins: Hvaða stjómmálamenn finnst þér vera merkastir hér á landi um þessar mundir? Raða þeim í 1., 2. og 3. sæti Gunnar Thoroddsen talinn merkasti stjómmálamaðurinn Olaf ur Jóhannesson í öðru sæti Stjórnmálamonnirnir fengu „atkvæði" sem hér segir í 1., 2. og 3. sæti í könnun- inni: M.sæti Í2.sæti Í3. sbbíí aKs Gunnar Thoroddun 160 49 9 218 Ötafur Jóhannesson 82 44 16 142 Svavar Gastsson 15 19 20 54 Steingrímur Hermannsson 5 24 11 40 Albert Guðmundsson 12 8 8 28 Geir Hallgrimsson 9 9 10 28 Hjörieifur Guttormsson 4 6 13 23 Vilmundur Gyifason 1 9 7 17 Ragnar Amalds 2 5 8 15 Kjartan Jóhannsson 6 3 4 13 Friðjón Þórðarson 1 4 3 8 Matthías Bjamason 1 2 4 7 Pðlmi Jónsson 0 4 3 7 Aðrir fengu atkvæði sem hér segir alls: 5 „atkvæði" fengu: Halldór Ásgrimsson, Sverrir Hermannsson og Tómas Árnason. 4 atkvæði fengu: Benedikt Gröndal og Magnús H. Magnússon. 3 alkvæði fengu: Gylfi Þ. Gíslason og Jón Baldvin Hannibalsson. 2 atkvæði fengu: Eggert Haukdal, Friðrik Sophusson, Guðrún Helgadóttir, Hannibal Valdimarsson, Jón Helgason, Jón Sólnes, Karvel Pálmason, Lúðvík Jósepsson, Ólafur G. Einarsson Stefán Valgeirsson. I- atkvæði fengu: Árni Gunnarsson, Birgir Ísl. Gunnarsson, Eðvarð Sigurðs- son, Ellert B. Schram, Halldór E. Sigurðsson, Heigi Seljan, Ingvar Gíslason, Jóhanna Sigurðardóttir, Lárus Jónsson, Magnús Jónsson, Magnús Torfi Ólafs- son, Markúrs Örn Antonsson, Matthias Á. Mathiesen, Ólafur Ragnar Grímsson, Ragnhildur Helgadóttir, Steinþór Gestsson. nema Gunnar” Landsmenn telja Gunnar Thorodd- sen forsætisráðherra merkasta stjórn- málamanninn um þessar mundir, sam- kvæmt skoðanakönnun, sem Dag- blaðið hefurgert. 600 manna úrtak var spurt ; Hvaða stjórnmálamenn finnst þér vera merk- astir hér á landi um þessar mundir? Fólk var beðið að raða þeim I 1., 2. og 3. sæti. Úrtakið var hið sama og i þeim skoðanakönnunum, sem DB hefur birt úrslit úr siðustu vikur. Gunnar Thoroddsen hlaut iangflest atkvæðin i fyrsta sætið, eða 160. Það eru 26,7% af úrtakinu. Hann hlaut auk þess 49 atkvæði i annað sæti og 9 í þriðja sætið. Þannig nefndu alls 218 eöa 36,3% Gunnar i eitthvert þessara þriggjasæta. í öðru sæti varð Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra. Hann hlaut 82 at- kvæði i fyrsta sætið og 44 i annaö sæti, eða alls 126 í tvö fyrstu sætin. Auk þess nefndu 16 Ólaf í þriðja sætið. Hann fékk því samanlagt 142 atkvæöi, sem eru 23,6% af úrtakinu. Geir varfl sjötti Talsvert langt bil var i þriðja mann. Það sæti hlaut í könnuninni Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalags- ins. Hann nefndu 54 alls i eitthvert þessara þriggja sæta, eða 9 prósent. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, varð fjórði. Hann nefndu alls 40 eða 6,7% í eitthvert þessara þriggja sæta. Tuttugu og átta eða 4,7% nefndu Albert Guðmundsson alþingismann og jafnmargir nefndu Geif Hallgrímsson, formann Sjálfstæðisflokksins, í eitt- hvert þessara þriggja sæta. Tólf nefndu Albert í fyrsta sætið en níu Geir, svo að rétt er, að Albert teljist hafa orðið 5. í röðinni i könnun þessari en Geir 6. 7. varð Hjörleifur Guttormsson ráö- herra með 23 atkvæði. Vilmundur Gylfason alþingismaður varð 8 með 17 atkvæöi og Ragnar Arnalds 9. með 15. Síðan komu Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins, með 13, Friðjón Þórðarson ráðherra með 8 og Pálmi Jónsson ráðherra og Matthías Bjarnason alþingismaður með 7 hvor. Úrslitin eru annars birt í meðfylgj- andi töflu. Ólafur Jóh. varð efstur fyrir tveim árum Dagblaðið gerði svipaða könnun fyrir réttum tveimur árum. Þá var að vísu aðeins beðið um nafn eins manns og spurt: Hvaða stjórnmálamaður finnst þér bezt til forystu fallinn? Ólafur Jóhannesson hlaut þá langmest- an stuðning. Hann nefndu 79 af 300 manna úrtaki eða 26,3%. Geir Hall- grímsson varð þá í öðru sæti með 34 atkvæði eða 11,3%. Albert Guð- mundsson varð þriðji með 20 atkvæði, Lúðvík Jósepsson 4. með 13, Gunnar Thoroddsen varð 5. með 7, Svavar Gestsson og Steingrímur Hermannsson fengu 6 hvor. Benedikt Gröndal og Vilmundur Gylfason fengu 5 hvor og aðrirminna. -HH. „Litlausir, „Gunnar ber höfuð og herðar yfir þetta lið,” sagði karl í Grundarfirði þegar hann svaraði spurningunni í skoðanakönnuninni. „Þeir eru allir lit- lausir, nema Gunnar,” sagði karl í Grindavík. „Þótt ég sé ópólitískur og fylgi engum flokki, tel ég Gunnar Thoroddsen langmerkastan,” sagði karl í Norðurlandskjördæmi vestra. „Gunnar hefur staðið sig fjári vel,” sagði kona á Hvolsvelli. „Gunnar Thor hefur bjargað þessu við,” sagði karl á ísafirði. „Ólafur Jóh. hefur sýnt röggsemi,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Ólafur Jóh. er alltaf jafn-,,spes”,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. ,,Ég tek ekkert tillit til flokka, og þá verður þetta einn úr hverjum flokki, Gunnar, Ólafur og Hjörleifur,” sagði karl á Vesturlandi. „Ólafur Jóh. er án umhugsunar efstur á blaði hjá mér,” sagði kona á Austurlandi. „Allir látnir" Margir sögðu hins vegar, að nú skord leiðtoga. „Ég veit ekki til, að neinir stjórnmálamenn séu merkir,” sagði kona í Búðardal. „Enginn þeirra er neitt sérstakur,” sagði karl í Bolungarvík. „Þeir eru fáir merkir, fljótt á litið,” sagði kona á ísafirði. „Enginn í augnablikinu. Þeir eru allir látnir, þeir merku,” sagði kona á Laugarvatni. „Engir skörungar, síðan Ólafur Thors leið,” sagði karl i Kefla- vík. „Allt bölvaðar loftbólur,” sagði kona úti á landi. „Þeir eru lélegir miðað við aldamótakynslóðina,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. ,,Þeir eru allir látnir, sem eitthvað var varið í,” sagði kona í Kópavogi. -HH. Merkasti stjórnmálamaðurinn um þessar mundir er Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra, samkvæmt skoðanakönnun Dagblaðsins. Sá sem næstur kemst Gunnari er Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra. DB-mynd Gunnar Örn. Nokkuð saumað að Landhelgisgæzlunni íf járlagafrumvarpinu: ÞRJÚ VARÐSKIP REKIN í 10 MÁNUÐI, Ein í SEX — Fokkervélin og tvær þyrlureinnig írekstri - Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að heildarfjárveiting til Landhelgizgæzlunnar verði 54.691.100 krónur og hækkar fjár- veitingin um 13.502.300 krónur. Er það tæplega 33% hækkun milli ára sem er ívið minna en „reiknitala” frumvarpsins milli ára.. Af þessu verður ekki annað ráðið en enn eigi að draga úr landhelgis- gæzlu, ekki sízt þar sem í launalið, sem hækkar um 6.174.500 og verður 25.610.000, er gert ráð fyrir að fjölg- að verði í yfirstjórn um tvo menn. Á að ráða i stöðu birgðavarðar og stöðu iðnaðarmanns. Skýrir þetta 150.500 kr. af hækkun launaliðar sem að öðru leyti hækkar innan almennra launahækkana. Fjárlagafrumvarpið 1982 gerir ráð fyrir rekstri fjögurra skipa, samtais i 36 mánuði. Eru það Ægir, Óðinn og Týr í 10 mánuði hvert skip og Þór í 6 mánuði. Hjá fluggæzlu er gert ráð fyrir rekstri þriggja flugvéla; Fokkervél- inni TF-SYN og þyrlunum TF-Rán, sem sinna skal gæzlu- og björgunar- störfum, og TF-GRÓ sem sinnir ýmsum verkum frá varðskipum eða landi eftir aðstæðum. Á næsta ári er ekki króna áætluð í gjaldfærðan stofnkostnað sem þýðir að vart er gert ráð fyrir tækjakaupum af neinutagi. 1981 nam fjárveitingá þessum lið 132.500 krónum. Hins vegar er gert ráð fyrir yfir- færslu fráGæzlunni til B-hluta, þ.e. I Landhelgissjóð, samtals 5.448.000 kr., og er þar reiknað með 1.005.200 kr. hækkun. Þá er einnig áætlað að sértekjur hækki um 27.000 krónur og verði 87.000 krónur. -A.St. Hin nýja Hughes-þyrla Landhelgis- gæzlunnar kom nýlega tll landsins. Myndin var tekin af henni f kassa i skýli Gæzlunnar á dögunum. DB-mynd Kristján Örn.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.