Dagblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 31.10.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981. VARIZT ULFISAUÐARGÆRU —svar við skrif um Samhygðar Jóhann Guðmundsson skrifar: Mikill úlfaþytur greip um sig meðal Samhygðarfélaga, þegar ég um daginn fór nokkrum orðum um starf- semi féiagsins. Mér er borið á brýn þekkingar- leysi, þrátt fyrir látlausan kynningar- áróður Samhygðar í blöðum og út- varpi. Ég vona að hamingjan veiti Pétri Valgeirssyni meiri og betri yfirsýn yfir það sem er að gerast umhverfis hann, áður en hann opinberar van- þekkingu sína og yfirlæti á nýjan leik. Félagið Samhygð ritaði langt bréf sem birtist í DB nýlega. Umsjónar- maður Radda lesenda tjáði mér að mistökum væri um að kenna að svo langt bréf hefði birzt. Varðandi Sunnudagshugvekju sjónvarpsins, þá sagði séra Emil Björnsson, fréttastjóri, í símtali við mig, að aðild Samhygðar hefði verið mistök. Setning, sem Samhygð kom fram með í útvarpi og hljóðar svona: „En meðan hollusta okkar beinist fyrst og fremst að þjóðinni, fjölskyldunni, trúflokknum (kirkjunni) eða ákveðn- um kynþætti, getum við aldrei hjálpað meðbræðrum okkar,” hlýtur einnig að flokkast undir mistök. Þessi setning afhjúpar starfsemi Samhygðar. Orðskrúð, sem enginn skilur, á undan og eftir, breytir engu þar um. Mistök þeirra fyrirtækja, sem kostuðu auglýsingu Samhygðar í Morgunblaðinu eru augljós, nema því aðeins að þau gefi yfírlýsingu um stuðning við þá setningu, sem ég hef gert að umræðuefni. í henni er vegið að því, sem okkur öllum er kærast; þjóð, fjölskyldu og trú. Trú og hagnýt trú Ég samgleðst Ólafi Guðmunds- syni, sem segir: „Trú mín á lífið Nokkrir Samhygðarfélagar umhverfis styttu Snorra Sturlusonar f Reykholti. einblina ekki á eigin hagi, skoðanir og trú, en Jóhann Guðmundsson álitur félagið hefur margfaldazt.” Það er leitt að þú mátt ekki gleðjast yfir trú þinni meðal Samhygðarfélaga. Það er alveg bannað, eins og við vitum báðir. í Helgarpósti nýlega segir Ingi- björg G. Guðmundsdóttir: „Sam- hygð er ekki trúarbragðalegs né póli- tiskseðlis.” En.í Morgunblaðsgrein, sem fjallar um fund Samhygðar í Há- skólabiói, skrifar Ingibjörg: ,,B. Aiyappa vélaverkfræðingur frá Bombay á Indlandi talaði um mikilvægi hagnýtrar trúar i daglegu lífi og gerði greinarmun á slíkri trú, ofsatrú og barnalegri trú. Hann sagði að það væri hagkvæmt að gera hlutina af trú og sannfæringu og að Samhygð byði upp á aðferð til þess að byggja upp þessa hagnýtu trú.” Sem sagt er bannað að tala um trú en samtímis eru kenndar aðferðir til þess að byggja upp hagnýta trú. Lítil börn hætta þó oftast að bulla þegar þau vaxa úr grasi. Greinilegt er að Samhygð treystir á að fólk láti mata sig á hverju sem er. Það er vanmat á ungu fólki, menntun þess, viti og gagnrýni að það gleypi við þeim kenningavindum, sem svo rækilega gefa til kynna heilaþvott, eins og bent hefur verið á, en banni síðan einstaklingum umræður um trú sínainnan félagsins. Kirkjan og aðstreymi erlendra trúarbragða Aðstreymi erlendra trúarbragða og dultrúar, sbr. Samhygð, Innhverfa ihugun, Ananda Marga, votta Jehova, Baháía, indverska guðspeki hvers konar, o.fl., er óhugnanlegt. Þau hika ekki við að leggja hníf að brjósti íslenzkrar kirkju. En hún mun standa af sér kenningar trúarvillu svo framarlega sem hún reynist trú þeim Samhygð telur sig hvetja fólk til þess að vera úlf I sauðargæru. guði sem kallaði hana til starfa. íslendingar vænta þess að hún boði það fagnaðarerindi, að guð er kær- leikur. Guð einn á allt vald á himni og jörðu. Kannski getur Samhygð nokkra stund búið mönnum tálvonir, en hversu vel skyldi mönnum duga ham- ingja Samhygðar í veikindum; þegar slys verður; við dauðans dyr; við gröf ástvinar; i hvers konar erfiðleikum og áföllum? Það er þá sem hamingjuhjal Samhygðar verður hjóm. Þá er eina vonin bæn til Guðs, sem flestir innst inni trúa á; þess Guðs sem skapaði okkur, elskar okkur og gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft ltf. Megi íslenzk þjóð snúa sér til Hans, fela Honum vegu sína og engum öðrum. Þá mun henni vel farnast. Varizt úlfísauðargæru. 3 Manstu eftir einhverri stofnun eða verzlun þar sem þú hefur fengið fyrsta flokks þjónustu? Baldur Bjarnason leigubilstjóri: Nei, ég man ekki eftir neinum stað þar sem ég hef fengið fyrsta flokks þjónustu. Sigurður Ólafsson nemi: Já, einu sinni þegar ég verzlaði hjá málningarvöru- verzluninni Liturinn i Síðumúla. Sigriður Vilhjálmsdóttir: Eg hef yfir- leitt fengið sæmilega þjónustu alis staðar, en þó er engin sem skarar framúr. Sævar Ingimundarson nemi: Já, bezta þjónustan sem ég hef fengið er hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Þar er góður matur og þægileg rúm. Jón Jónsson strætisvagnabílstjóri: Fyrsta flokks þjónustu hér á landi? Þú ert aðgrínast. Helga Liv Óttarsdóttir nerni: Já, einu sinni í sportvöruverzluninni Vesturröst. Þar var mjög svo almennileg afgreiðslukona.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.