Dagblaðið - 31.10.1981, Síða 6

Dagblaðið - 31.10.1981, Síða 6
p|ci*‘u » folk DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1981. Sjálfstœðismenn í þungum þönkum Landsfundarfulltrúar sjálfstæðis- manna hafa undanfarna daga streymt til höfuðborgarinnar alls staðar að af landinu og eftirfarandi sögu fréttum við þar sem nokkrir ágætir menn af Húsavík sátu saman i flugvél á leið til Reykjavíkur. Guðmundur Halldórsson kaup- maður og Sigurður Gizurarson, sýslumaður Þingeyinga sátu saman í vélinni og varð nokkuð tíðrætt um einn farþegann sem sat í þungum þönkum og blandaði ekki geði við einn né neinn. Eftir að hafa virt fyrir sér manninn um stundarsakir kvað Guðmundur þessa visu: Þung er brúnin, þreytt er brá þolraun fyrir höndum er, Geirstýft báðum eyrum á, eigandinn það helgar sér. forsœf yigd,s Norska Dagblaðinu tókst að hylla Vigdísi á afar sérstæðan hátt sl. fimmtudag með stórri fyrirsögn, sem sést hér að ofan. Hefur blaðið senni- lega ætlað að gleðja hana með að sjá titil sinn á íslenzku, en láðst að bera fyrirsögnina undir íslenzkumenn. í greininni er jafnframt harmaðað ekki tókst að koma á einkafundi milli Vigdísar og Gro Harlem Brundtland, en sem betur fer leyfði blaðamaður Gro að halda fyrrverandi titli sínum á norsku. Segir í greininni að Vigdís og Gro hafi orðið að láta sér nægja að skjóta orðum hvor á aðra yfir svign- andi matarborð þar sem Gro var að flýta sér til Parísar til að taka þátt í viðræðum á vegum Palme-nefndar- innar. Blaðamaður notaði tækifærið til að minna á að Vigdís brynni af friðarvilja og léti ekkert tækifæri ónotað til að boða frið i ræðum sínum. Væri hún þannig eini forset- inn sem þyrði að viðurkenna það opinberlega að hann væri friðarsinni. Þeir þurfa tímann fyrir sér.... Mjólkursamsalan er ekki þekkt fyrir að vera fljót að átta sig á þeim hlutum sem gerast í henni veröld. Síðan 1976 hefur þó léttmjólkin góða verið á dagskrá þeirra Samsölu- manna og núna loks fimm árum siðar er hún komin í búðir — en einhverra hluta vegna var ekki tími til að hafa umbúðirnar tilbúnar. Ja, þeir þurfa aldeilis timann fyrir sér — eða þannig. . . . Óperetta, ekki ópera Garðar Cortes skólastjóri Söng- skólans og framkvæmdastjóri íslenzku óperunnar segir í samtali við Helgartímann sl. laugardag að fyrsta verkefni óperunnar verði óperan Sígaunabaróninn. Garðar segir; „Þetta verk, Sigaunabaróninn, eftir Strauss, er kómísk ópera eða óperetta eins og það er stundum nefnt.” Maður nokkur sem telur sig hafa nokkurt vit á óperum og óper- ettum fullyrðir við okkur að Garðar ætti að vita belur, Sígaunabaróninn er og hefur alltaf verið óperetta, sagði hann, ekki ópera. karlar og blökku- konan Viola Wills á plötu Rán á Skólavörðustíg hefur nýverið gefið út hljómplötu með hljómsveitinni Galdrakörlum ásamt blökkukonunni Violu Wills. Hljóm- platan hefur að geyma þrjú lög, á A hlið er hið sígilda lag Over the Rain- bow, i nýjum búningi hennar sjálfrar og Galdrakarla og á B hlið er lagið Shady eftir Violu og lagið Disco-Sam hressilegt danslag. Viola Wills hefur komið nokkrum sinnum hingað til lands og skemmt gestum í Þórskaffi. Hún er þekkt fyrir söng sinn víða um heim. Þá varð síðasta plata hennar mjög vinsæl og komst á alla helztu vinsældalista í Evrópu. Viola Wills hefur sungið með nokkrum þekktum hljómsveitum, þar á meðal Joe Cocker (Allman Brothersjog fleirum. Hljómsveitin Galdrakarlar hefur í nokkur ár spilað sem föst hljómsveit í Þórskaffi. í sumar ferðaðist hljóm- sveitin um landið ásamt Þórs- ka'.irett Hljómsveitarmeðlimir eru Vilbiálmur Guðjónsson, gitar og sa . lónn, Hlöðver Smári Haralds- 3on, hljót tborð, Pétur Hjálmarsson, t bassi, Ásgeir Steingrímsson, trompet, Sveinn Birgisson, trompet og Már Elísson, slagverk. -ELA. Viola Wills. Platan hennar hefur að geyma þrjú lög og það er Rán u Skóla vörðustig sem gefur hana út Guöbjörg Thoroddsen, ný leikkona á Akureyri: Skemmtilegt að kynnast nýju fólki og nýjum stað „Ég er mjög ánægð með að hafa fengið þetta hlutverk og einnig að hafa fcngið fastráðningu við leik- húsið,” sagði Guðbjörg Thoroddsen leikkona á Akureyri í spjalli við DB. Guðbjörg spreytir sig nú í fyrsta skipti í atvinnuleikhúsi í hlutverki Ragnheiðar i leikritinu Jómfrú Ragnheiður. Guðbjörg er meðal þeirra sjö sem útskrifuðust úr Leiklistarskóla íslands sl. vor. Hún er nýorðin 26 ára og hefur aldrei fyrr búið eða verið á Akureyri. En hvað kom henni til að fara þangað? ,,Ég sá auglýsingu frá leikhúsinu í fyrravetur þar sem aug- lýst var eftir leikurum og sótti um. Nei, ég hafði ekkert reynt við leik- húsin í Reykjavík. Mér fannst ágætt að spreyta mig þar sem nóg væri að gera. Hingað kom ég í ágúst og æfingar á Jómfrú Ragnheiði byrjuðu 1. september. Það hefur verið mjög skemmtilegt að kynnast nýju fólki og staðnum,” sagði Guðbjörg. Hún segist alltaf hafa haft áhuga fyrir leiklist og á fyrsta ári sínu í menntaskóla fór hún-í k'iöldskóla hjá SÁL. „Það var alltof erfitt að vera bæði í menntaskóla og í skóla að kvöldinu svo ég ákvað að láta leiklist- ina bíða og klára menntaskólann. Ég lauk prófi frá menntaskólanum og sótti um hjá Leiklistarskólanum en þá var mér sagt að engir nemendur yrðu teknir inn fyrr en að ári liðnu. Þetta ár notaði ég til að kenna á Hellissandi og var það skemmtileg reynsla.” — Hvernig hafa sýningar gengið á Jómfrú Ragnheiði? „Frumsýningin gekk alveg frábærlega, mikil hrifn- ing. Það hefur ekki verið fullt á hinar sýningar, enda er mér sagt að leikhús- áhugi hér á Akureyri sé ekki mikill. Hann mætti vera meiri að minnsta kosti,” svaraði Guðbjörg. Fyrir utan að leika í Jómfrú Ragn- heiði æfir hún að kappi í leikritinu Dýrin í Hálsaskógi sem frumsýnt verður á þessu ári en endanlega hefur dagurinn ekki verið valinn. -ELA. Túss og tropicana í mynd- verkum ungs myndlistar- GaMrakariar hafa lengi spilað fyrir gesti i Þórskaffi og þar einmitt hefur Viola Wills skemmt íslend- ingum er hún hefur komið hingað tillands. DB-mynd Sig. Þorri Galdra- Guðbjörg Thoroddsen i hlutverki Ragnheiðar og Hákon Lerfsson i hlutverki Daða. DB-mynd Þengill. manns „Það er ekki hægt að mótmæla því, — hjá mér togast á brauðstritið og listin eins og hjá fleirum,” sagði Einar Þór Lárusson, 28 ára gamall Reykvíkingur, sem í dag opnar sína fyrstu myndlistarsýningu hér á landi. Hann sýnir 20 myndverk, tússmyndir og blandaða tækni, í Gallerí 32 að Hverfisgötu 32. Áður hefur hann tekið þátt í samsýningum í Noregi en það var í hittiðfyrra þegar hann var við nám. Brauðstrit Einars Þórs er fólgið í því að stýra verksmiðju suður í Garði, lagmetisiðjunni á staðnum, sem framleiðir gómsæta fiskrétti handa sælkerum í fjarlægum löndum. Um helgar og á síðkvöldum fæst Einar Þór við myndverkið en verk hans eru tímafrek eins og gestir hans munu skynja þegar þeir skoða verk hans. „Myndirnar minar eru flestar túss- myndir en einnig hef ég notað appel- sínusafa, nánar til tekið Tropicana. Safann ber ég á með pensli á hefð- bundinn hátt en strauja siðan yfir. Við það dekkist liturinn, verður brúnleitur eða alveg svartur,” sagði listamaðurinn. Ég mála bæði i realisma og súrrealisma, ef við eigum að flokka það. Þetta eru svona hugdeiuu og gamlar endurminningar í bland.” Við opnun sýningar Einars Þórs kl. 14 í dag, mun hann ásamt fjórum félögum leika og syngja nokkur visnalög. Einar Þór Lárusson listamaður með meiru.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.