Dagblaðið - 11.11.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 11.11.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1981. 11 Ríkisspítalamir keyptu ekki gömlu húsgöjgnin af Framkvæmdastofnuninni —láta sín duga þar til úr rætist í peningamálunum segir Davíð Gunnarsson forstjóri „Við tókum þá afstöðu að kaupa ekkert af þeim utan tvö skrifborð. Við höfum gömul húsgögn og ósam- stæð, en látum þau duga meðan ekki eru til peningar fyrir nýjum eða til muna betri,” sagði Davið Gunnars- son, forstjóri Ríkisspítalanna, i viðtali við DB. Skrifstofur Ríkisspítalanna fluttu í húsakynni þau, sem Framkvæmda- stofnunin var í viö Rauðarárstíg 31. Sem kunnugt er, þótti við hæfi, að stofnunin fengi nýjan húsbúnað með nýjum húsakynnum á horni Rauðar- árstígs og Stórholts. Þjóðhagsstofnunin sem einnig flutti starfsemi og skrifstofur þangað naut ekki þeirrar rausnar fjár- málaráðuneytisins, að fá ný húsgögn um leið og flutt var. „Það munar ekki miklu á stærðum hæðanna, þessari, sem við fluttum í og þeirri, sem við vorum í áður, en þessi nýtist miklu betur”, sagði Davíð. Þá kvað hann ekki minnstu muna geymslukjallarinn, sem skrif- stofur Ríkisspítalanna fengju núna. Hann væri bylting í húsnæðismálum skrifstofunnar. Skjalageymsluvanda- málið hefði verið ógnvænlegt en væri nú viöunanlega leyst. Þá væri einnig pláss fyrir tölvu í kjallaranum. „Okkur finnst fjarlægðin frá Landspítalanum talsverð,” sagði Davíð, ,,en þegar litið er til þess hversu dreifðar hinar ýmsu sjúkra- stofnanir eru, þá verður seint fundinn staður í nálægð við þær allar,” Hann kvað þó mikla bót að þvi, að skrifstofur Ríkisspítalanna yrðu áfram i sama innanhússsíma- kerfi og verið hefði, þ.e. Land- spítalans. „Hvað sent öðru liður kreppir skór- inn þó mest þar sem er fjárskortur til þess að hefjast handa um K-bygging- una á Landsspitalalóðinni. Þar er fyrirhuguð háborg íslenzkrar læknis- fræði á sviði skurðlækninga og krabbameinslækninga. Það er sárt til þess að vita, hversu fjárskortur dregur þá framkvæmd, ekki aðeins fyrir Landspítalann heldur fyrir þjóðina alla”, sagði Davíð Gunnars- son, forstjóri. -BS. Aðstandendur bókarinnar um Kjarval á blaðamannafundi þar sem útgáfan var kynnt. t aftari röð frá vinstri eru Brynjólfur Bjarnason hjá Almenna bókafélaginu, Haraldur J. Hamar útgefandi bókarinnar, Mats Wibe Lund Ijósmyndari, Guðjón Eggertsson frá Auglýsingastofunni hf. og Jóhannes Kjarvai yngri. Fremstir sitja Aðalsteinn Ingólfsson og Matthias Johannessen sem sáu um texta bókarinnar. DB-mynd: Einar Ólason. Bökin Kjarval—málari lands og vætta er komin út: Spannar liðlega hálfa öld á listamannsferli Kjarvals — Aðalsteinn Ingólfsson og Matthías Jóhannessen rita texta bókarinnar „Vissulega hefði verið hagstæðara fjárhagslega að láta prenta bókina á ftalíu. En við vorum vissir um að farið yrði nærfæmari höndum um Kjarval hér en ytra svo að við létum vinna hana hér,” sagði Haraldur J. Hamar útgef- andi sem sendi í gær frá sér bók um Jóhannes S. Kjarval og list hans. Bókin var unnin hjá prentsmiðjunni Odda að öðru leyti en því að litmyndir voru litgreindar hjá Prentmyndastof- unni hf. Hún er fyrsta meiriháttar verkið sem unnið er í nýrri fjögurra lita prentvél Odda og lofar árangurinn ákaflegagóðu. „Við vorum á þeytingi milli prent- smiðjunnar og gallería til að bera saman litina. Fyrst í stað með öndina í hálsinum en síðar með bros á vör,” sagði Haraldur. Kjarvalsbókin kemur út bæði á íslenzku og á ensku. Útgáfufyrirtækið Iceland Review sér um erlendu útgáf- una og Almenna Bókafélagið um þá islenzku. Dreifingin verður á vegum bókaklúbbs forlagsins. Á íslenzku nefnist bókin Kjarval — Málari lands og vætta og enski titillinn er Kjarval — A Painter of Iceland. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur valdi myndir-i bókina. Hann skrifar einnig ritgerð um listamanninn. Þar leitast hann við að gera grein fyrir sér- stöðu Kjarvals í íslenzkri myndlist og í evrópsku samhengi. Þá eru í bókinni kaflar úr Kjarvalskveri Matthíasar Johannessen. Lifandi lýsingar á lista- manninum sem af mörgum eru taldar þær trúverðugustu sem eru til af dag- legu viðmóti og hugarheimi þessa sér- stæða listamanns, eins og segir í frétt fráútgefanda. Ekki hefur verið gefin út eftir- prentanabók í litum um Kjarval í þrjátíu ár fyrr en nú. Nýja bókin spannar liðlega hálf öld á listamanns- ferli hans og er einstök hvað það snertir. Margar myndanna í bókinni hafa ekki verið prentaðar áður. Þar af eru nokkrar sem aðeins hafa komið fyrir sjónir örfárra manna. Gefur það útgáfunni enn meira gildi en ella. í megindráttum hefur verið leitazt við að bregða upp heillegri mynd af þróunar- ferli listamannsins og þvi eru einnig í bókinni margar af þekktustu myndum Kjarvals. Það var Guðjón Eggertsson hjá Auglýsingaþjónustunni hf. sem sá um útlit bókarinnar. Litmyndirnar tók Mats Wibe Lund jr. Haukur Böðvars- son þýddi texta á ensku. — Kjarval — málari lands og vætta er 96 blaösíður að stærð með 63 litmyndum og 23 svarthvítum. Verð bókarinnar er milli 250og300krónur. -ÁT- „Kaþólsk” beitingar- vél sett í Flateyjarbát —vélin er hönnuð af kaþólskum munki. Prófanir hafa sýnt mjög jákvæðan árangur írsk beitingarvél var sett i vb. Sif IS 225 frá Flateyri fyrir stuttu. Vélar- samstæðan er frá rómversk kaþólskri reglu, Mary’s Followers of the cross. Þetta er fyrsta vélin, af þtssu tagi, sem sett er í islenzkan bát. Vélin mun beita 60 „magasínum”, sem sam- svarar 30 bölum. Á bátnum verður sex manna áhöfn, sem þýöir fjögurra manna fækkun fyrir utan fækkun beitingarmanna. Prófanir hafa sýnt jákvæðan árangur eða 90% beitingu. Ef báturinn siglir á 10 mílna hraða á klukkustund, beitir vélin jafn mikið og fimm menn beita á átta klukku- stundum, miðað við það að einn maður beiti einn bala á einni klukku- stund. Vélin beitir aöaliega sild, smokk og makril. Kevin Jakobsen, sem er danskur trésmiður fluttist til írlands og gerðist munkur. Hann hefur undanfarin átta ár þróað beitingarvél í bát, sem reglan á. Átta menn hafa unnið að þessu með honum. Þess má geta að þeir nota þessa trúarbragðareglu sér ekki tii framfæris. Þetta klaustur er mjög frjálst, menn geta gengið úr reglunni með viku fyrirvara. Reglan er ekki undir stjórn páfans. Gift fólk getur gerzt meðlimir, en þó ekki fastir. Það fólk býr utan við klaustrið, á heimilum slnum. Þess má geta aö hin nýja beitingarvél er íslenzk framleiðsla. -Krlstján Bolungarvik. trslu beitingavélin um borð f Sif ÍS 225. DB-mynd Kristján Friðþjófsson. Bolungarvík. HEIMSMEISTARAEINVÍGIÐ í MERANO VEKUR NÝJA LOTU HELGARSKÁKMÓTA Fyrsti meiriháttar menningarvið- burðurinn í nýja grunnskólahúsinu á Hellissandi er Helgarskákmót tíma- ritsins Skákar og Skáksambands íslands í samvinnu við Taflfélagið á staðnum og sveitarfélagið. Er þá að sjálfsögðu frátalin vígsla hússins og almennt skólahald. Helgarskákmótin náðu ótrúlegum vinsældum. Var hið 10. haldið í Grímsey í júnílok. Vegna áskorana víðs vegar af landinu, er nú verið að skipuleggja 5 helgarskákmót, og verður hið fyrsta háð á Hellissandi hinn 13.—15. nóvember. Margar kunnustu skákkempur okkar verða meðal þátttakenda. Má þar nefna Guðmund Sigurjónsson, Inga R. Jóhannsson, Helga Ólafsson og Jón L. Árnason. Annars er mótið öllum opið meðan rúm leyfir. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og loks verður háð hraðskákmót. Verðlaun eru vegleg að vanda, auk sérstakra verðlauna, sem Flugleiðir hf. veita í formi farseðla til áætlunarstaða erlendis. Þá verður einnig kennd þar unglinga og „old boys” skákkeppni. Keppendur búa í góðum húsakynn- um Loranstöðvarinnar á Gufuskál- um. Þarf ekki að orðlengja um það, — fyrsta mótið á Hellissandi verður háðum næstuhelgi hversu mikla athygli skákmótið vekur vestra og hversu það er mynd- arlegt framtak í ekki stærra byggðarlagi. Skákdómari verður eins og áður Jóhann Þórir Jónsson. Er það hald manna, að heimsmeistaramótið hafi nú vakið þann áhuga sem hrindir af stað nýrri hrinu helgarskákmóta. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.