Dagblaðið - 11.11.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 11.11.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1981. G Erlent Erlent Erlent Erlent D Hltler. Þingmenn vildu halda málverkum hans. Málverk Hitlers Fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú samþykkt að þau 6300 lista- verk sem bandaríski herinn tók í stríðs- skaðabætur i Þýzkalandi eftir seinni heimsstyrjöldina skuli send aftur til Þýzkalands, ef Þjóðverjar greiði flutningskostnaðinn. Undanskilin voru fjögur málverk eftir Adolf Hitler sjálfan og önnur þau listaverk sem gerð voru til dýrðar nasismanum. Fulltrúa- deildin varð að gefa samþykki sitt fyrir heimsendingu listaverkanna. Hitler var sem kunnugt er nemandi í listaskóla um hríð og þótti víst liðtækur málari áður en hann srjeri sér að stjómmálunum — semaldrei skyldi verið hafa. A-253 W-100 W-150 M-1230 AX-210 CA-901 LA-555 Eiginloikar: A-253 M-1230 W-100 W-150 CA-901 AX-210 LA-555 12/24 klst. Jó Já Já Já Já Já 12 Oagatal Já Já Já Já Já Já Já Skoiðklukka Já Já Já Já Já Já Nei Niður-teljari Já Já Já Já Nei Já Nei Klst.-morki Já Já Já Já Já Já Já Vokjari Sónn Sónn/Lag Sónn Sónn Sónn Sónn/Lag Sónn Ljós Já Já Já Já Já Já Já Rafhlöðuending 5-7 ár 2 ár 5 ár 5 ár 15 mán. 18 mán. 18 mán. Vatnshelt Já Já 100 m dýpi 100 m dýpi Já Já Já Höggholt Já Já Já Já Já Já Já Kassi Ryðfr. stál Ryðfr. stál Ryðfr. stál Ryðfr. stál Ryðfr. stál Ryðfr. stál Gullhúðað Annað - 12 lög innbyggð - - Innbyggð tölva 3 lög Vísaklukka - -UMBOÐIÐ, BAN KASTRÆTI8 SÍMI27510 Erlendar fréttir OLAFUR EINAR FRIÐRIKSSON Stjórnendur Kolumbiu Joe Engle og Richard Truly. GEIMSKUTLAN Á LOFT Á MORGUN Önnur ferð geimskutlunnar Kólumbíu, sem frestað var í síðustu viku, verður farin á morgun kl. 13.30 að íslenzkum tima. Ferðinni var frestað fyrir átta dögum, 31 sekúndu fyrir brottför, vegna bilunar sem kom í ljós í smurningskerfi vélarinnar. Ferð geimfaranna tveggja, Joe Engle og Richard Truly, mun taka fimm daga. Kolumbía er fyrsta geimfarið sem hægt er að nota oftar en einu sinni til geimferða. Að þessu sinni munu einkum verða innanborðs tæki til vísindarannsókna 'og tilraunir verða gerðar með fjarstýrðan griparm, sem gerir geimförunum kleift að ferma og afferma geimskutluna í geimnum. Griparmurinn á einnig að geta tekið þá hluti sem svífa umhverfis jörðu, ýmist til að flytja þá til jarðar til viðgerðar eða til að gera við þá á staðnum. Geimskutlunni er ætlað viðamikið hlutverk í varnarmálaáætlunum Bandaríkjanna en það hlutverk er hernaðarleyndarmál. Sovétmenn saka Svía um njósnir Hin opinbera sovézka fréttastofa TASS ásakaði Svía í gær um njósnir og virðist það vera svar Sovétmanna við sömu ásökunum Svía í þeirra garð eftir strand sovézka kafbátsins fyrir skömmu. í skeyti frá fréttamanni Tass i Stokkhólmi er vitnað í sænskt tima- rit, PAX, þar sem segir að leyni-, þjónusta sænska hersins starfi í nánu sambandi við Atlantshafsbandalagið við hleranir á leynilegum fjarskiptum innan Sovétríkjanna. f skeytinu segir að tímaritið sé gefið út af hópi sem nefndur sé Sænska friðar- og sam- starfsnefndin, og leggi áherslu á að opinber rannsókn fari fram á starf- semi leyniþjónustunnar. Sovétstjórnin hefur ekki svarað þeim ásökunum sænskra yfirvalda að kafbáturinn sem strandaði hafi verið að njósnum og verið útbúinn kjarnorkuvopnum, og hinir opinberu sovézku fjölmiðlar hafa ekki nefnt kafbátsmálið á nafn utan stutta til- kynningu um að hann hefði strandað. í tilvitnun TASS segir að hlustunarstöð hafi verið byggð á eynni Lovoe náiægt Stokkhólmi í byrjun sjöunda áratugarins.að undir- lagi Bandaríkjanna. Þeirri stöðu sé mögulegt að hlera fjarskipti langt innan Sovétríkjanna, ákvarða staðsetningu herbækistöðva og fjar- skiptastöðva og hafa eftirlit með flugi. Fréttastofan sagði að i tíma- ritinu væri talið að þessi sænska stöð væri tengd við njósnakerfi Nato. Þetta er í fyrsta sinn sem sovézkir fjölmiðlar saka Svíar um njósnir gagnvart Sovétríkjunum. Tímaritsgrein þessi kom í septmberhefti PAX en hafði áður komið út nokkrum mánuðum áður í dönsku tímariti. Til athugunar er að hefja málsókn gegn höfundi hennar fyrir brot á lögum um hernaðarleynd- armál. Nefndin sem stendur að út- gáfu tímaritsins hefur verið virk í baráttunni fyrir friði og afvopnun í næstum tvo áratugi. Opinberir sovézkir fjölmiðlar grípa oft til þess ráðs að vitna í aðra fjölmiðla á Vesturlöndum til að koma skoðunum sínum á framfæri, sérstaklega ef um er að ræða ásakanir eins og þessar, sem gætu valdið enn frekari spennu en þegar er milli ríkjanna. Fulltrúi Sviþjóðar á Öryggismála- ráðstefnunni í Madrid gaf út yfir- lýsingu þar í gær, þar sem hann endurtók ásakanir sænskra stjórn- valda á hendur Sovétmönnum um að kafbáturinn hafi verið að njósnum og með kjarnorkuvopn innanborðs, en sovézki fulltrúinn hélt fast við þá skýringu að hann hefði villzt inn í skerjagarðinn vegna bilunar í siglingatækjum. NÝTTFRA CASIO

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.