Dagblaðið - 11.11.1981, Blaðsíða 20
20
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1981.
Limrur
Þorsteins Valdimarssonar
komnar út að nýju
Út er komin endurprentun á Limrum
Þorsteins Valdimarssonar skálds. Þor-
steinn hefði orðið sextugur 31. október
síðastliðinn, hefði hann lifað.
Limrur hans komu út 1965 en hafa
nú verið ófáanlegar um langt skeið.
Þetta Ijóðform, eiginlega gamanvísa í
fimm linum, er upprunnið á Bretlands-
eyjum og náði þar miklum vinsældum.
En eins og segir í ágætum formála Þor-
steins að limrunum var aðeins ein vísa
af þessari gerð ort á íslenzku áður en
hann hófst handa. Sá sem gerði það var
..glettinn prestfugl”, Grímur Bessason,
og bjó hann við Lagarfljót á öndverðri
átjándu öld. Vísa hans var svona:
Undarlegur var andskotinn,
er hann fór í svínstötrin.
öllum saman stakk hann
ofan fyrir bakkann
helvítis hundurinn!
Eins og dæmið ber með sér má í
limru grínast, bulla, bölva, segja leynd-
armál og bannaðar hugsanir.
Þorsteinn orti um níutíu slíkar og hér
er ein, gripin af handahófi:
Hún Snorta er móðir að Snató,
en Snató er undan Plató.
Hann er skelfilegt svin,
en þó skammast hann sín
■ nið’.r í skott, ef við köllum hann Nató.
Kjartan Guðjónsson hefur mynd-
skreytt Limrurnar og er allur frágangur
og pappír hið fegursta. Aðeins 250
eintök voru prentuð að þessu sinni og
fást þau eingöngu í einni verzlun,
Bókinni á Skólavörðustíg 6, Reykjavík.
/Imu/ OtÍMbnu qi ll/ m/b S/< m/xMÍ/n/
Viðmatreiðum
Árið 1976 kom út ný matreiðslubók hjá
ísafold, sem hlaut nafnið Við mat-
reiðum. Höfundar voru húsmæðra-
kennararnir Anna Gísladóttir og
Bryndís Steinþórsdóttir. Bók þessi naut
mikiíla vinsælda, enda eina íslenzka
matreiðslubókin á markaðnum.
Nú hefur frumútgáfan verið endur-
skoðuð, aukin og endurbætt og kemur
nú út í nýrri útgáfu ísafoldar.
CharlesDarwin
og þróunsirkciuimgio
JohnChatxelbr
Frímuöír scftmnar
Ottdctk
Charles Darwin
og þróunar
kenningin
eftir John Chancellor
Bókaútgáfan örn og örlygur hefur
gefið út bókina Charlcs Darwín og
þróunarkenningin eftir John Chan-
cellor í islenskri þýðingu Steindórs
Steindórssonar frá Hlöðum. Bókin er í
bókaflokki um Frömuði sögunnar og
Frömuði landafunda, en áður hafa
komið út hjá Erni og Örlygi átta bækur
í þeim flokki. Hver og ein bók er þó
sjálfstæð.
Bókin um Charles Darwin er prýdd
fjölda mynda, bæði svart-hvítra og
litmynda, sem m.a. skýra kenningar
Darwins, en á sínum tíma. olli hann
miklu fjaðrafoki og reiði er hann setti
fram hina byltingarkenndu kenningu
sina um þróun lífsins í bókinni
„Uppruni tegundanna”. Hafa fáar
bækur sem út hafa komið valdið
öðrum eins deilum og þótti mörgum
sem Darwin gerði lítið úr guðshug-
myndinni með því að halda því fram að
mennimir væru komnir af öðum. Eru í
bókinni nokkrar teikningar sem gerðar
voru af Darwin á sínum tima, til þess
ætlaðar að gera lítið úr honum og
kenningum hans.
Höfundur bókarinnar John Chan-
cellor hefur eytt miklum tíma i rann-
sóknir á ævistarfi og kenningum
Darwins og þykir þessi bók hans
bregða einkar skýru og lifandi Ijósi á
hinn hægláta og hikandi náttúrufræð-
ing, sem á sínum tima olli straumhvörf-
um með kenningum sinum.
Charles Darwin og þróunar-
kenningin er sett og umbrotin í Prent-
stofu G. Benediktssonar, en prentuð og
bundin i Bretlandi.
Apache
— ný Morgan Kane bók
Út er komin 30. bókin í bókaflokknum
um Morgan Kane og heiti hún Apache.
Apache: Nafnið eitt nægði til að
skelfa hvíta menn í Arizona og New
Mexico. . . .
Louis Masterson
APACHE!
Apachet' Þetta átti við Magnu,
Nachez og þann hataðasta allra —
Geronimo. Þeir fóru sem draugar um
gresjuna og í fótspor þeirra fylgdi ótti
og sorg, brunnir búgarðar og illa
útleikin lik . . .
Apache: Gull og auðæfi fyrir sam-
viskulausa smyglara — enginn var
öruggur, meðan Geronimo fékk
vopn og brennivín . . .
Apache: Ástandið var svo slæmi að
yfirvöld sendu sinn besta mann til
Arizona — Morgan Kane — U.S.
marshal.......
Nú eru liðin 5 ár síðan fyrsta bókin
um Morgan Kane kom út hérlendis. Á
þessum árum hafa komið út 30 bækur i
númeraröð og að auki 3 stórar sem
komu út innbundnar og í kilju. Morgan
Kane bækurnar hafa aukið vinsældir
sína árlega og er nú einn vinsælasti
bókaflokkurinn hérlendis.
Falur á íslandi
eftir Toon og Joop
Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur
gefið út teiknimyndabókina Falur á
Islandi eftir Hollendingana Toon og
Joop í islenskri þýðingu Ólafs Garðars
sonar. Nefnist bókin á frummálinu FC
Knudde in Island. Áður hafa komið út
tvær bækur um þetta einstæða knatt-
spyrnufélag og ævintýri þess, en þeir
Falsmenn eru engir viðvaningar í knatt-
spyrnunni og láta sér fátt fyrir brjósti
brenna, eru jafnan sigursælir og hitta i
mark, stundum þó eftir ýmsum króka-
leiðum.
Á Islandi hitta Falsmenn þó fyrir
ofjarla sína og tapa leik á móti islenska
landsliðinu 0-180 og er þar víst um
markamet að ræða. En það verður að
taka fram að aðstæðurnar voru
auðvitað íslendingum í hag. Ekki er þó
leikur þessi einu raunirnar eða ævin-
týrin sem Falsmenn lenda í á íslandi —
þvert á móti drífur ýmislegt bæði
spaugilegt og alvarlegt á daga þeirra.
Bókin Falur á Islandi er sett og
filmuunnin í Prentstofu G. Benedikts-
sonar, en prentuð á Ítalíu.
Þjóðsögur
og þættir
úr Mýrdal
eftir Eyjólf frá Hvoli
Bókaútgáfn örn og örlygur hf. hefur
nú sent frá sér bókina Þjóðsögur og
þættir úr Mýrdal eftir Eyjólf
Guðmundsson frá Hvoli í Mýrdal, en
Þórður Tómasson safnvörður á
Skógum bjó bókina til prentunar.
Eyjólfur Guðmundsson var fæddur
31. ágúst árið 1870, en lést 16. október
1954. Hann var lengst af ævi sinnar
bóndi að Hvoli í Mýrdal, en gaf sig þó
mikið að fræðistörfum og skrifum og
allar þær bækur er hann sendi frá sér
hlutu einstaklega góðar viðtökur,
einkum þó bækurnar „Pabbi og
mamma” og „Afi og amma” sem
komu út á árunum 1941 og 1944. Þegar
Eyjólfur lést lá mikið magn óprent-
aðra handrita í skrifborði hans m.a.
mannlífsþættir úr Mýrdal, þjóðsögur
og ýmis fróðleikur yngri og eldri.
Þórður Tómasson tók saman safn úr
þessum handritum og birtist það í bók-
inni. Þórður Tómasson ritar einnig for-
mála bókarinnar og kemst þar m.a. svo
að orði:
„Mýrdælingar og íslendingar eiga
Eyjólfi á Hvoli mikla þakkarskuld að
gjalda fyrir þau firn af fróðleik um
horfna tíð, sem hann hefur haldið til
haga og með orðfæri er skipar honum
til rúms með bestu sagnamönnum og
rithöfundum þessarar aldar. Sú
alþýðumenning er bjó hann úr garði
var ekki fátæk né feyskin.
Bókin Þjóðsögur og þættir úr
Mýrdal er sett, umbrotin, filmuunnin
og prentuð í Prentstofu G. Benedikts-
sonar, en bundin hjá Arnarfelli hf.
Bókarkápu gerði Pétur Halldórsson.
Borgfirzk blanda
Nýlega er komin út hjá Hörpuútgáf-
unni á Akranesi fimmta og siðasta
bókin í safnritinu Borgfirzk blanda. Af
efni bókarinnar má nefna endurminn-
ingar Benedikts í Skuld, sem nú líta
dagsins ljós í fyrsta sinn. Þar er
brugðið upp fróðlegri og forvitnilegri
mynd af húsakynnum og mannlífi á
Akranesi um aldamótin síðustu og sagt
frá einstökum dugnaði og fórnarlund
við kröpp kjör og erfiðar aðstæður.
Einnig er stór syrpa af gamanmálum,
þar á meðal hinar frægu Pungavísur
Ólafs í Brautarholti og Þorláks
Kristjánssonar. Þá eru í Blöndunni auk
gamanmála og þjóðlifsþátta frásagnir
Björn Guðfinnsson
Breytingar
á framburói
ogstafsetningu
Smérit Kennaraháskóla islands og lóunnar
Tvær nýjar
bækur Kennara-
háskólans og
Iðunnar
Út eru komnar tvær nýjar bækur í
flokki Smárita Kennaraháskóla íslands
og Iðunnar, sjöunda og áttunda ritið í
þeim flokki. Ritin eru: Breytingar á
framburði og stafsetningu eftir Björn
Guðfinnsson, önnur útgáfa, og Úr
sögu kennaramenntunar á íslandi eftir
Lýð Björnsson sagnfræðing.
Breytingar á framburði og stafsetn-
ingu kom fyrst út árið 1947. í ritinu eru
tveir fyrirlestrar Björns Guðfinnsson-
ar: Samræming íslensks framburðar og
undirbúningur nýrrar stafsetningar og
Framburðarkennsla. Loks eru tillögur
Björns um samræmingu framburðar-
ins.
Björn Guðfinnsson rannsakaði á
sinni tið íslenskan framburð og birti
niðurstöður sínar i doktorsritinu
Mállýskur, 1946: Þessi bæklingur
Björns er á sömu rannsóknum byggður
og er þar meðal annars að finna yfirlit
um helstu mállýskur eða framburðar-
afbrigöi í landinu á þessum tíma. —
Indriði Gislason ritar formála að þess-
ari nýju útgáfu og segir þar meðal
annars: „Meginrök fyrir endurútgáfu
eru þessi: Hér er að finna stutt og skýrt
yfirlit um helstu flokka staðbundins
framburðar, eðli þeirra og útbreiðslu
eins og hún kom fram í rannsókn höf-
undar. Þá er og að nefna umfjöllun
af slysförum, endurminningar og fróð-
leikur af ýmsu tagi.
Bragi Þórðarson bókaútgefandi á
Akranesi hefur safnað efninu í jressar
fimm bækur og sjálfur skráð hluta af
því eftir frásögnum fólks og samtíma
heimildum. Auk hans eiga eftirtaldir
höfundar efni í bókinni:
Ásgeir Bjamason frá Knarramesi,
Benedikt Tómasson Akranesi, Björn
Jakobsson frá Varmalæk, Guðbrandur
Magnússon Álftá, Hallfreður
Guðmundsson fv. hafnsögumaður,
Júlíus Bjarnason Leirá, Júlíus Þórðar-
son Akranesi, Karl Benediktsson Akra-
nesi, Magnús Sveinsson frá Hvíts-
stöðum, Óskar Þórðarson frá Haga,
Páll Helgason frá Knarrarnesi, Petra
Pétursdóttir frá Skarði, Ragnar
Olgeirsson Oddsstöðum, Sigurður
Guðmundsson frá Kolsstöðum, Sig-
urður Jónsson frá Haukagili, Sigurður
Vigfússon Akranesi, Sveinbjörn Bein-
teinsson Draghálsi, Sveinn Sæmunds-
son frá Sigtúnum, Valgarður L. Jóns-
son frá Miðfelli, Þorsteinn Guðmunds-
son Skálpastöðum.
Borgfirzk blanda 5 er 248 bls. í stóru
broti. Fjöldi mynda er í bókinni.
Prentverk Akraness hf. hefur annazt
setningu, prentun og bókband. Kápu-
teikningu gerði Ragnar Lár.
Lýdur Björnsson
Úrsögu
kennaramenntunar
á íslandi
8
Smárit Kennaraháskúla islands og Iðunnar
hans um framburðarkennslu og tillögur
um samræmdan framburð, svo og hug-
myndir um breytingar á stafsetningar-
reglum. Rit þetta . . . hefur alltaf verið
lagt til grundvallar fræðslu um nútíma
framburð við Kennaraháskólann og
reyndar hvarvetna þar sem um þetta
efni er hirt. Er heldur ekki til að dreifa
öðrum betri ritum þar um . . . Vel færi
ef kverið yrði til að vekja skynsamlega
umræðu um þau atriði sem þar eru
tekin til athugunar.”
Þessari útgáfu fylgir skrá um helstu
rit og ritgerðir um þau efni sem um er
fjallað í bókinni og samdar hafa verið
frá þvi að hún kom út, auk þess sem
upprunaleg ritaskrá höfundar með
fyrstu útgáfu er endurprentuð. Bókin
er 92 blaðsíður. Oddi prentaði.
Úr sögu kennaramenntunar á íslandi
er að stofni til erindi sem Lýður Björns-
son flutti á vegum Kennarafélags
Kennaraháskóla íslands. Fjallar það
um sögu kennaramenntunar allt frá
fyrri öldum til samtimans. Bókin skipt-
ist í fjóra aðalhluta: Kennaramenntun
á fyrri öldum og hugmyndir um skóla-
mál; Kennaramenntun á Alþingi
1870—1907 og námið í Flensborg;
Kennaraskóli og kennaraháskóli;
Kennaramenntun við Háskóla íslands.
Þá er heimildaskrá og styðst höfundur
við prentaðar, óprentaðar og munnleg-
ar heimildir. — Rit þetta er tillag til is-
lenskrar skólasögu sem lítt hefur verið
fjallað um af fræðimönnum og er því
vikið að atriðum „varðandi skólasögu
liðinna alda sem til þessa hafa legið i
hálf- eða algeru þagnargildi en verð-
skulduðu athygli,” segir í formála höf-
undar. — Úr sögu kennaramenntunar á
íslandi er 63 blaðsíður. Oddi prentaði.