Dagblaðið - 11.11.1981, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1981.
27
CASIO BASIC-TÖLVA
Bankastræti 8 — Sími 27510
□ aasaasoBííBBB
Q3SI3EBEOBBBDO
3QCD3í3EiE«*fB)MOC3CS
(33C3eiEiL3EíaiS2fES®gSf3
E0Q0EIBI3BBO
Ti/sö/u O/dsmobile
Cutíass 442
árg. 1976, okinn 60.000 km, silfurgrár og
vinrauður, sjáifskiptur, vökvastýrl og vökva-
bromsur, rafmagnsrúöur, rafmagnslæsingar,
snúningsstólar cruso control, 350 cub., vél, T-
toppur, som sagt með öllu. Vorð 130.000.
BílasaJan Skerfan
Skerfunni 11
Simar 84848-35035.
Höfum fengið ísölu
, Þessa oinstaklega fallogu og vel moð fömu
sportbtfreið, Ford Mustang árg. 1979, siHurgrár
mað rauðum vfniltopp, sjáHskiptur með vökva-
stýri og vökvabromsum, útvarpi og
sogulbandi, á álfelgum, ekinn aðoins 34.000
km, einstaklega fallegur bfll. Vorð aðeins
135.000.
Bílasalan Skerfan
Skeifunni 11R.
S. 84848 - 35035
NÝiASTA TÆKNI0G VÍSINDI
—sjónvarp í kvðld kl. 20.35:
AÐ VERNDA STEIN-
KIRKJUROGSILFUR
OGGÖMULHERSKIP
Sýndar verða sjö stuttar brezkar
myndir og lýsa þær allar merkilegum
nýjungum á sviði efnafræði.
Sú fyrsta segir frá kirkjum á Bret-
landi. Þær eru margar gamlar og
skreyttar höggmyndum og útflúri úr
steini. Á síðustu árum hefur það
gerzt að sakir loftmengunar hefur
rigningin súrnað og leysir upp hinn
gamla stein. Til að bjarga þessu hafa.
menn fundið upp nýtt efni sem úðað
er á steininn. Efnið harðnar og
vinnur rigningin súra þá ekki á
honum lengur.
Næsta mynd lýsir nýjum aðferðum
til að fægja silfur. Allir kannast við
að það fellur á silfrið þegar loft fær
að leika um hann. Stafar það af því
að brennisteinn úr loftinu gengur í
Rigningin i Englandi er orðin svo súr
af völdum loftmengunar að hún eyðir
skreytingum á gömlum steinhúsum.
Til að hindra það verður að gripa til
varnaraðgerða.
samband við silfrið og myndar svarta
útfellingu. Þegar silfrið er fægt eyðist
nokkuð af því. Á nýjum borðbúnaði
kemur þetta lítt að sök. Verra er
þegar aldagamalt silfur með
viðkvæmum skreytingum á í hlut. Nú
hefur verið fundið upp tæki sem
veldur því að efnahvarfið gengur til
baka, þ.e.a.s.brennisteinninn verður
aftur loftkenndur, en silfrið helzt
óskert.
í þriðju mynd greinir frá skipi sem
legið hefur í sjó nálægt Portsmouth í
fjögur hundruð ár. Það heitir Mary
Rose og var aðalstolt brezka flotans á
16. öld. En Frakkar skutu það í kaf
og síðan hefur það verið á sjávar-
botni, þangað til núna að það verður
dregið á þurrt land og sett á safn.
En varðveizla þess er ýmsum
annmörkum háð. Þannig hefur síazt
klór í fallbyssurnar og þær þola ekki
að koma upp úr sjónum og í bert loft.
En menn hafa fundið ráð við því og
verður skýrt frá því og öðrum
furðum í þættinum um tækni og vís-
indi í kvöld.
-IHH.
Áskell Másson á vinnustað sfnum, tónlistardeild Rfkisútvarpsins. Lögin sem leikin verða eftir hann f dag eru af piötu sem út
kom i hittífyrra.
TÓNLIST EFTIR ÁSKEL MÁSS0N - útvarp kl. 17.00:
Tvö verk fyrir flautu
Á miðvikudögum eru venjulega
leikin verk eftir íslenzk tónskáld kl.
17.00. Að þessu sinni verða það tvö
stutt verk eftir Áskel Másson, „Laga-
safn” og „Itys”. Manuela Wiesler
flytur þau bæði, annað með aðstoð
Reynis Sigurðssonar á víbrafón.
ÞINGSJÁ - sjónvarp í kvöld kl. 21.55:
Ráðamenn þjóðarinn-
ar velta fjárlagaf rum-
varpinu fyrir sér
Áskell Másson er fæddur 21.
nóvember 1953 og í hópi efnilegustu
tónskálda okkar af yngri kynslóð.
Hann samdi tónlistina við nýju kvik-
myndina Útlagann og sl. vetur við
Sölumaður deyr í Þjóðleikhúsinu. Nú
hefur hann tekið að sér að búa til tón-
list við Sölku Völku sem væntanlega
verður frumsýnd i Iðnó eftir áramót.
Lagasafn (fyrir flautu og víbrafón)
var einnig upphaflega samið, a.m.k. að
son, 1974) en síðan hefur tónskáldið
breytt því og betrumbætt.
„Itys” samdi hann sérstaklega l'yrir
Manuelu Wiesler árið 1977. Itys var
drengur í grískum goðsögum sem varð
fyrir því óláni að móðir hans drap hann
til að hefna sín á föður hans sem hafði
skorið tunguna úr systur hennar fyrir
að vilja ekki vera hjákona hans. Eftir
það breyttist móðirin i næturgala, sem
æ siðan syngur harmaljóð eftir
hluta, fyrir leiksýningu í Iðnó (Selurinn drenginn sinn.
hefur mannsaugu eftir Birgi Sigurðs-
VIDEO
Video — Tæki — FÍimur
Leiga — Saia — Skipti
Kvikmyndamarkaðurinn — simi 15480.
Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin).
KVIKMYNDIR
-IHH.
Ragnar Arnalds mun segja að fjár-
lagafrumvarpið sé staðfesting styrkr-
ar efnahagsstefnu . . .
í kvöld mun Ingvi Hrafn Jónsson
taka fjárlagafrumvarpið til með-
ferðar. Það var lagt fram í byrjun
þings og vakti, eins og ævinlega,
snarpar deilur. Umfjöllun þess mun
standa í nokkrar vikur enn en stefnt
. . . en Matthfas Á. Mathiesen að það
sé stefnulaust plagg á brauðfótum
er að því að afgreiða það áður en
þingmenn fara í jólaleyfi.
Ingi Hrafn fær til viðræðu þá
Ragnar Arnalds fjármálaráðherra,
Kjartan Jóhannsson formann
Alþýðuflokksins og Matthias Á.
. . . og Kjartan Jóhannsson mun vera
alveg á sama máli. . .
Mathiesen fyrrverandi fjármálaráð-
herra. Hann leggur fyrir þá spurning-
una: Er fjárlagafrumvarpið stað-
festing styrkrar efnahagsstefnu eða
stefnulaust plagg á brauðfótum?
-IHH.
FX-702P
BASIC forritunarmól, GOTO, IF, FOR NEXT, GSB,..
öll algengustu reikniföll innbyggð.
Allt að 1680 forritunarskref og 226 minni.
Þægileg í notkun: DEL, INS,...
Möguloiki ó tengingu við kasettuminni'
og FP-10 prentara.
Minniskubbar (ROM) fáanlegir
ó næstunni.
Raf hlöðurnar endast í 240 klst.