Alþýðublaðið - 20.05.1969, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.05.1969, Blaðsíða 5
SAMNiNGARNIR í dag fagna landsmenn iþví að samningar Skuli !hafa náðst og endir þar cmeð bundinn á vinnudeilurnar, sem staðið !hafa yfir und- anfamar vikur og mánuði. Langvarandi vinnudeilur og framleiðslutruflanir, sem af þeirn leiða, eru ekki ernungis kostnaðarsam ar fyrir þjóðarbúið, heldur dregur slikt líka hug úr mönnum, veldur því að þeir líta með ugg til framtíðarinnar. Þess vegna fagna því tvímælalaust allir, að nú skuli hafa tekizt að semja og tryggja þar með vinnu - frið 1 landinu næstu tvö misserin. í sambomulaginu, sem undirritað var í gær, felst það að laun upp að 18 þúsund krónum hækka um 1200 fcrónur á mánuði, og ef vísitalan verður orðin hærri 1. ágúst en Hagstofan gerir nú ráð fyrir, haskka laun enn 1. 'september sem þeirri umfframhækk- un n'emur. Síðar á árinu mun kaup svo á nýjan leik tengjast vísitölunni. Þessi kauphækkun sem um var samið er að vísu ekki í samræmi við fyllstu 'kröf- ur launþegasamtakanna, en hún er þó til muna hærri en atvinnurebendur voru lengi vel tilbúnir til að greiða. Ekki verður ann- að sagt en að með þessu sé verulega gengið til móts við kröfur verkalýðssamtakanna, jafnvel þótt verðtrygging launa !sé enn skert eins og áður var. Ekki þýðingarminna atriði en kauphækk unin, sem um var samið, er það ákvæði samninganna að komið skuli á fót lífeyris- sjóðum þeirra stétta, sem ekki hafa notið þeirra réttinda áður. Þetta er gamalt bar- áttumál launþegasamtakanna, sem ekki hef ur fengizt fram fyrr en nú. Lífeyrissjóð- urinn erhins vegai’ svo þýðingarmikil rétt- arbót, að óhætt mun að segja, að þegar á heildina sé litið verði útkoman aff samning- unum fyrir launþegana slfk, að óvíst sé Alþýðublaðið 20. maí 1969 5 með öllu að þeim hefði verið það meir £ hag, að gömlu samningarnir væru fram- lengdir óbreyttir, eins og gerð var krafa um í upphafi. JJífeyrissjóðirnir eiga að koma til framkvæmda í þrepum á fjórum árum, en lífeyrisgreiðslur til aldraðra fé- laga í stéttarfélögunum koma til fram- kvæmda fyrr, og er það að þakka fyrir- greiðslu ríkxsstjórnarinnar, sem birti yfir- lýsingu í sambandi við samningsgerðina, þar sem því er heitið að útvega fé til þess- ara lífeyrissjóðsgreiðslna. í dagblöðunum í morgun eru birt við- töl við ýmsa forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar urn samningana, og i einu blað- anna segir Óskar Hallgrímsson, um stofn- un lífeyrissjóðanna: „Með þessum samn- ingum náðust fram atriði sem ég tel aö muni hafa stórkostleg áhrif 1 íslenzku þjóð- félagi, og á ég þar við lífeyrissjóðinn. Nú í dag er það að sjálfsögðu kaupgjaldið sem skiptir mestu fyrir hinn almenna launþega, en þegar frá líður býst ég við að ákvæðin um lífeyrissjóðinn Verði ekki minna virði en þegar atvinnuleýsistryggingasjóðurinn náðist fram á sínum tíma“. — K.B. Eggert G. Þorsteinsson, félagsmáfaráðherra: Sveitarfélögum fækkað úr 227 í 66? Rétt fyrir þinglok Alþingis, var litbýtt til alþingismanna skýrslu frá framkv.nefnd Sameiningarnefndar sveitarfélaga, en aðdragandi þessa máls er sá að hinn 27. maí 1966 skipaði félagsmálaráðuneytið nefnd níu manna lil að endurskoða skipt- ingu landsins í sveitarfélcig. í nefndinni áttu sæti fulltruar þingflokkanna, einn frá hverjum, þrír menn tilnefndir af Sambandi íslenzkra sveitarfélaga, einn tilnefnd- ur af Dómarafélagi Islands og ráðu- nyetisstjórinn í félagsmálaráðuneyt- inu, sein jafnframt var skipaður for- maður nefndarinnar. Endurskoðun þessi skýldi beinast að því að sameina sveitarfélögin, einkum hin smærri þeirra og stækka þau þannig. Jáfnframt skyldi nefnd- ir, athuga, hvort ekki væri rétt að breyta sýsluskipaninnj með það fyr- ir augum að taka upp stærri lög- bundin sambönd sveitarfélaga en sýslufclögin cru nú. Nefnd þessi, Sameiningarnefnd sveitarfélaga, hefur haldið fjóra fundi, en þriggja manna fram- : kvæmdanefnd innan hennar hefur haldið 38 fundi. í skýrslu þessari er gerð grein fyrir störfum nefndarinnár og við- horfum hennar til málsins. I skýrslunni lætur nefndin í té þrjú lagafrumvörp. í fyrsta lagi er birt frumvarp til laga um sameiningu sveitarfélaga. I frumvarpinu eru ýmis ákvæði, sem greitt gætu fytir sameiningu sveitarfélaga. Þar er mörkuð sú leið, sem nefndin hefur mælt með, leið svonefndrar frjálsrar samein- ingar. Nefndin hefur gert sér 'grein fyrir hugsanlegri nýsi(ipan sveitar- stjórnannndtema og hefur skipað núverandi sveitarfélögum, þeim sem til greina koma að sameina í svo- kölluð athugunarsvceði. Leggur nefndin til, að unnið verði að því, eftir leiðum, sem nánar er tilgreint í lagafrumvarpinu, að sveitarfélög innan hvcrs athugunarsvæðis, sam. einist í eitt sveitarfélag. í II. kafla skýrslunnar er sktá um þessi at- hugunarsvæði. Þau eru samtals 66. Ef skipan þessi hlyti samþykki, myndi sveitarfélögum á landinu fækka úr 227, sem þau eru nú, f 66. Nefndin var sainmáia um, að þróiin { þessa átt vceri til mi\iUa hóta, frá þv’t, scm nú er. „Lögfesting sliþrar shiptingar cr viðþvcemt stjórn mál," segir í sþýrsiu nefndarinnar, „sem Aiþingi og nþisstjórn verða að meta, hvort rctt sé að fram- þvcema. Nefndin telur því e\\i rétt að lcggja til, að slt\ lögfesting fari fram. Þó að lítill árangur sé enn sýnilegur af störfum nefndarinnar til þess að koma á sameiningu með frjálsu samkomulagi, telur nefndin þó enn ekki fullreynt urn, að árang- ur náist með þeim hætti.“ Af núverandi sveitarfélögum í landinu, sem samanlagt eru 227, hafa 10 hreppar færri en 50 íbúa, 41 hafa færri en 100 íbúa og 150 bafa undir 300 Ibúa. Af athugnar- svæðum hafa aðeins 8 undir 500 íbúa, 39 hafa 50Ö:—1500 íbúa, 10 hafa milli 1500 og 3000 íbúa og 9 hafa yfir 3000 íbúa, Af þessú sést, að hér væri um róttæká breytingu að ræða á þeirri skiþan sveitarstjórn- arumdæma, sem nú er í lándinu, e£ tekin væri uþp. ' Af þessum 66 athugunarsvæðum eru 17 núverandi. sveitarfélög 6- breytt. í 12 - þeirra eru i núveraridi sveitarfélög, 1 26 þeirra eru 3—5 núverandi sveitarfélög og í 11 þeirra eru 6 eða fleiri sveitarfélög. Af þeim 49 athugunarsvæðum, sem í eru 2 ,eða fleiri sveitarfélög, hafa viðkomandi sveitarstjórnir ver- ið kvaddar saman úl fundar i 32 svæðum. A þessum fundum hefur hvarvetna verið sarnþykkt að láta • fram fara athugun á sameiningu sveitarfélaganna. Akvörðun um myndun athugunnrsvæða í þessum tilvikum hefur þannig í raun verið tekin af sveifarstjórnunum sjálfum. I hinum svæðunum 17, þar sem fundir hafa ekki verið haldnir, ltef- ur stærð athugunarsvæðis verið ákveðin af framkvæmdanefndinni eða ritara hennar í samráði við hlutaðeigandi sveitarstjórnir og sýslumenn. I III. kafla skýrslunnar er sérstak- lega gert grein fýrir atliugun þeirri, sem fram hefur farið á sameiningu Isafjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps í Norður-Isafjarðarsýslu. Samstarfs- nefnd sveitarfélagnnna hefur fjallað um málið á 7 fundum. Nefndin 'hefur aflað ýmiss konar upplýsinga um aðstæður heima fyrir, og eru gögn þessi birt í skýrslunni. Eiga gögn þessi að gefa nokkra hugmynd um í hverju verkefnið er fólgið að vinna að sameiningu sveitarfélagaj einkum þar sem í hlut á kaupstaður og hreppsfélag. Loks er í skýrslunní greint frá athugun á sameiningu Húsavikur- kaupstaðar og Flateyjarhrepps og birt eru drög að frumvarpi um stækkun á lögsagnarumdæmi Húsa- víkurkaupstaðar. Er þar gert ráð) fyrir, að eyjan Flatey á Skjálfanda, sem nú er orðin íbúalaus, verði lögð til Húsavíkur. Verði frumvarp urn ’sameiningti. sveitarfélaga í II. kafla skýrslunnar að lögum, er ekki nauðsynlegt aS afla lagaheimildar í hvert skipti, þegar um væri að ræða sameiningu kaupstaðar og hrepps, eins og nú er, að óbreyttum lögum, óhjákvæmi- legt. Frumvörp samkvæmt 4. og 5. kafla laganna varðandi ísafjörð og' Húsavík eru þá óþörf. Ríkisstjórninni þótti rétt, að al- þingismenn fengju þessa skýrslu í hendur nú þegar til athugunar í sumar, svo þeir hefðu tækifæri til , að kynna sér efni hennar svo og lagafrumvarp, sem itún hefur aS geyma, miðað við að það hugsan- lega verði flutt í byrjun næsta þings. Eggert G. Þorsteinsson. LeiSabreytingum frestað Borgarstjórínn í Reykjavík npplýsti á bláðamánnafundi í gær, áð nú væri ákveðið að ,‘frés’ta gildlstöku 'Leiðabreytinga IStrætisvagna Reykjavíkur þang- að tfl síðla sumars eða hausts UpphaXU'ga var ráðgert, að þess ' ar breytjngar tækju gildi í júni- mánuðl. Listasafn í Öskjuhlfö? Reykjavík HEH. Alþýffublaðið spurði.’ borgar- stjóra á blaðamannafuhdirf gær, ihvoft óskif hefðiu kómið frani um það, að byggt yrði sáfnhús fyrir Listasafn rikisirts á sunn- anverðri Öskjhllðirtni. Kváð borg aústjóri þetta halfa borlð iácgóma, en engar ákvarðanir hefðu ver- ið’ teknar í því cfni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.