Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 04.06.1939, Blaðsíða 8

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 04.06.1939, Blaðsíða 8
SUNNUDAGUR Skratfínn og sköpunarsagan Það var harla gott. Þegar guð drottinn hafði skap- að himinn og jörð virti hann það fyrir sér og sá, að það var harla gott. En kölski var ekki á þvi; honum sveið það hversu fagur heimurinn væri. Hann tók það ráð í reiði sinni, að hann meig á móti sólinni og ætlaði að myrkva með því þennan dýrðar depil sköpun- arverksins. En ekki varð nú af þvi samt, því úr migu kölska mynd- aðist Mývatn á Norðurlandi; enda þykir það jafnan Ijótt stöðuvatn, og þó mývargurinn, er vatnið dregur án efa nafn af, enn verri, og er hann sannkallað kvalræði fyrir menn og málleysingja um- hverfis vatnið. Snemma beygist krókurinn, sem verða vill. Ekki var guð fyrr búinn að skapa manninn, en djöfullinn fékk öfund á honum og vildi reyna að gera honum mein. Kölski leggur þá krók á hala sinn, hittir guð al- máttugan og biður hann að gefa sér misjöfnurnar framan af öllum fingrum mannsins, svo að allir fingurnir verði jafn langir. Giið hét honum því, að hann mætti eignast misjöfnur þessar, ef fing- urnir yrðu ekki allir jafnlangir, þegar höndin er kreppt. En vara má sá sig að missa ekki fram- kögglana, ef ekki verða allir jafn- ir þegar í lófann koma. Þegar kölski sá, að hann mundi lítið græða á þessu loforði drott- ins, bað hann drottinn aftur um saurindi þau, sem maðurinn legði frá sér, þegar hann gengi á jörð. Drottinn leyfði honum það með þvi móti að maðurinn liti ekki aft- ur fyrir sig, þegar hann er búinn að ganga erinda sinna. En svo er sagt, að það verði flestum, að líta aftur. Þegar kölski sá, að hann mundi hvorugt fá af þessu bað hann guð um neglur þær, sem menn skera af sér, eða klippa. Guð hét hon- um þeim, ef öll nöglin væri skorin af í einu og ekki hlutuð í sundur á eftir, en væri hún skorin af í þrem hlutum, skyldi kölski ekkert af þeim hafa. Þessvegna sker hver maður af sér neglur í þrem eða fleiri hlutum; því annars hirðir kölski neglurnar, ef þær eru skorn ar af í einu lagi og ekki skipt sundur, og eykur sér saman úr þeim skæði, þangað til hann fær sér í skó, sem nokkrum sinnum hefur borið við. „Skrattinn fór að skapa niann". Djöfullinn vildi ekki verða minni en guð, fór til og ætlaði að skapa mann, en sú tilraun fórst honum ekki hönduglega; því í staðinn fyrir að skapa mann, varð kötturinn úr því, og þó vantaði á hann skinnið. Sánkti Pétur aumkvaðist þá yfir þessa sköpun og skapaði skinnið á köttinn, sem hér segir: „Skrattinn fór að skapa mann, skinnlaus köttur varð úr því; helgi Pétur hjálpa vann, húðina færði dýrið í". Enda er skinnið hið eina, sem þykir nýtandi af kettinum. Isnn. Einu sinni ætlaði djöfullinn að veiða fisk úr sjó. Þreifaði hann þá fyrir sér, og varð fýrir honum ísa. Hann tók undir eyruggana, og sér þar síðan svarta bletti á ís- unni; það eru fingraför djöfsa. ísan tók þá viðbragð mikið og rann úr klóm kölska og er þar svört rákin eftir á ísunni, sem klær hans strukust um báðu meg- in á hliðunum. (Jón Árnason: Isl. þjóðsögur) Hvernig lízt þér á að við tækj- um saman? Pollurinn er nógu stór fyrir okkur bæði. Nei, því miður, frú mín góð. Þessi herklæði eru ekki til sölu. Við höfum ekki náð úr þeim manninum, sem síðast mátaði þau. Brunaliðsforinginn: Verið ekki að glápa, strákar! þið Þér verðið að afsaka, herra flotaforingi, en konan mín tók hattinn minn í misgripum og ég varð að taka þennan hat.t í staðinn

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.