Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 30.09.1945, Blaðsíða 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 30.09.1945, Blaðsíða 3
STJNNUDAGUR 107 prófborðinu eftir sex ára nám í menntaskóla, og er nú að byrja það sérnám er hann hefur valið sér. Honum finnst lífið vcra að byrja, finnst hann vera sloppinn úr prisund út í sjálfræðið, en upp- götvar brátt að hann verður að halda áfram að strita á svipaðan hátt og fyrr. Þótt hann sé kominn í það sérnám er hann valdi sér, verður hann að halda áfram að læra hluti sem aðrir hafa ákveðið honum, greinar sem hann tíðum sér ekki neitt nytsamlegt eða skemmtilegt við. Framundan eru 5 til 7 ár full af námsstriti og prófum. Að baki þeim hillir loks undir sjálft ævistarfið, og um það er ekki alltaf auðvelt að vita hvernig það muni falla. Getur ekki farið svo að honum finnist lífs- braut sín minna á örlög Mósesar, sem mátti basla með ísraelsmenn 40 ár á eyðimörkinni og fékk svo ekki nema rétt að skyggnast inn í fyrirheitna landið fyrir dauða sinn. Er ekki von að stundum setji að honum leiða og vantrú á sjálfum sér og öllu sínu vafstri. Er honum ekki vorkunn þótt hon- um svíði þetta og hann óski sér aftur til óbrotins lífs, þar sem verkamaðurinn sér árangur starfs síns áður en hann er kominn á grafarbakkann. Og þar sem allt þetta fer sam- an: einmenni, söknuður, heimþrá og efasemdir um hvort allt þetta vafstur svari kostnaði, eins og stundum hefur gert hjá Hafnar- stúdentum, þá er ekkert undar- legt þótt ýmsir heltist úr lest- inni og komi heim jafn próflaus- ir og þeir fóru, eða verði að engu og hverfi í fjöldann, ekki alltaf af því að þeir séu minni menn en hinir, heldur sökum þess að þeir eru opnari og næmari fyrir á- hrifum síns eigin rótleysis. Þeir eru eins og þangið í kvæði Jó- hanns Sigurjónssonar, sem vitnað var til í upphafi þessa máls: Rcikult er rótlaust þangið, rekst það um víðan sjá, straumar og votir vindar velkja þvi til og frá. Fuglar íl'ugu yfir hafið með fögnuði og vængjagný, — hurfu út í himinblámann hratt eins og vindlétt ský. Þangið sem horfði á hópinn var hnípið allan þann dag. — Bylgjan sem bar það uppi var blóðug um sólarlag. Auðvitað er veilum í skapgerð mánna um að kenna, þegar þá dregur svo langt að þeir stara sig blinda í eimyrju hugrenninga sinna og lífsleiða og berast svo með straumnum eins og rótlaust þangið. En hinu má ekki gleyma að ýms.jr sleppa hjá skipbroti á þessum furðuströndum af því að þeir æða áfram gegnum lífið án þess nokkfcru sinni að nema stað- ar og litast um, og deyja jafnvpl án þess að fá nokkuru sinni séð út yfir ys og þys daglegs lífs. Ólíku auðugra er líf þeirra manna sem hafa þjáðst af bÖlsýni og leiða en borið gæfu til að snúa sínum óljósu tregakenndum inn á frjósamari slóðir. Þeir vaxa við þá glímu, öðlast aukinn þrþtt til að taka á vandamálum lífsins, hýort heldur þeir fara að eins og, skálþ- ið sem skrifar sig út úr örðug- leikum sínum (það seni maðúr skrifar um er aldrei veruléga hættulegt lengur), eða þeir hugsa sig fram úr þeim á annan hátt. Þeim gefur nýja útsýn yfir manm leg örlög, og kuldinn umhverfis þá breytist í yl. Fram úr sviða þögj ulla einverustunda geta sprottið lindir sem svala hug og hjarta. Þær geta orðið dýrmæt lífsreynsla og gert auðveldari þá erfiðu list að lifa hamingjusamlega. (Úr Fróni, tímariti íslenzkra stúd- enta í Kaupmannahöfn).

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.