Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 30.09.1945, Blaðsíða 6
Ivan Dudrik, lieitir hann þessi rússnsski piltur frá Orel-héraðinu. Hann
var 15 ára þegar naristar fluttu hann til fangabúðanna í Oswiecim. Hann
þoldi ekki meðferðina í fangabúðunum og varð geðveikur.
mikill á alla vegu og virðulegur.
Sýnt er, að hann kann verk sitt
vel, en ef til vill dytti ókunnug-
um í hug, að maður sá væri ekki
með öllu frábitinn heiimsins lysti-
semdum, eins og í Pétursbók
scgir.
Klukkan þrjú síðdegis hvín í
flaUtunni, kaffitími. Allir leggja
verkefni og verkfæri til hliðar.
„Ffíimínúturnar“ eru aðeins tutt-
ugu, um að gera að nota þær vel.
Margir fara heim í kaffi eða á
matstofu stöðvarinnar, aðeins steir
snar frá vinnustaðnum. Kvenfólkið
flykkjst inn í kaffisal og hefjast
þar fjörugar umræður, ballið í
gærkveldi var svo skemmtilegt,
Siggi var farinn að "vera með Lóló
og draumur voru kjólarnir sem
hann Wium fékk um daginn.
Karlarnir hafa annan kaffisal.
Eru þar oft fjörugar umræður,
engu síður en hjá kvenfólkinu,
þott áhugamálin séu oftast önnur.
Hér eru dægurmálin efst á dag-
skrá, prestskosningin, ótíðin, dýr-
tíðin o. s. frv. Stundum koma
gestir og leggja orð í belg,_eins og
t. d. í dag. Virðulegur öldungur,
hár vexti, hvítur fyrir hærum og
og með eltúskinnsandlit, kemur inn
til okkar, tekur ofan hattinn:
Góðan daginn, piltar, hér hef ég
Passíusálmana handa ykkur.
— Eg á þá nú, svarar smiður-
inn. En hann slapp ekki svo
„billega“ því prédikarinn gerði
snöggt gagnáhlaup á smiðinn: Þú
getuj: bara keypt þá af mér góði
minn og gefið þá einhverjum.
— Hefur þú Sölku-Völku, spyr
forhert rödd út í horni.
— Nei, hún er löngu uppseld,
góði minn, því miður.
Upphefur maðurinn nú prédikun
yfir okkur um Satan, hans véla-
brögð og þénara.. Var þetta hinn
bezti kaffitími og leið fyrr en
varði. Prédikarinn var tilneyddur
að hætta og smellti á amen eftir
efninu eins og séra SigValdi forð-
um. Kvaddi hann okkur með virkt-
um, en segir um leið: Hef ég nú
ekki sagt ykkur mikið,. piltar
mínir?
— Jú, við héldum það, en við-
búið að eitthvað af sæðinu hafi
fallið í grýttan jarðveg.
Kaffitímanum er lokið og menn
hverfa að störfum s' vum. Bátarn-
ir eru að koma að. — Er Týr að
fá ’ann, er spurt.
— Er Freyja áð fá’ann? Já, allir
með mokafla. Jæja, gott að nóg er
að gera.
Allt 1 einu birtist verkstjórinn
og tilkynnir, að unnið verði í
kvöld til klukkan 12.
Vinnunni er haldið áfram af
kappi. Timinn sniglast áfram, en
loks er þessi vinnudagur á enda,
en srgan endurtekur sig, á morg-
un, r.æstu daga, næstu vikur, þý.i
nú cr líf og fjer í verinu.