Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 30.09.1945, Page 4

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 30.09.1945, Page 4
108 SUNNUDAGTJxC i— ----------|--------;— UR LÍFI ALÞYÐUNNAR __________________________ „Mánudagur til mæðu“ segir máltækið, en það á ekki við mánu- daginn sem hér segir frá. Það er miður marz, havertíð. Ágætt sjó- veður hefur verið hokkra daga og hásetarnir hafa ekki ástæðu til að harma hlutinn sinn. í landi er afl- anum breytt í markaðsvöru á tvennan háttr fiskurimf er hausað- ur; islægður, þveginn og ísaður í skíp til útflutnings eða hraðfrysti- húsin taka hann til vinhslu. Verður hér sagt frá einum vinnu degi í hraðfrystihúsi sunnanlands. Klukkan átta árdegis stundvíslega héfst'vinnan. Er þá blásið í flautu og ygéllur við hátt. Hálfri stund fyrir vinnutíma fer starfsfólkið að tínast að: Eru þá vélstjórar einir áð starfi Og þeir er láta fisk á virihuborðin/ í hraðfrystistöðinni vinnur nokkuð á annað hundrað manns, ! er þar nokkurn veginn jáfnt áákipað körlum og konum, Ungum. blómárósum vildi ég sagt háfa. Að vísu eru örfáar á dálítið váfásömúm aldri, en óhætt er að maéla með þeim við þá er vilja staðfesta ráð sitt, því engir flysj- urigar eru þær né úr hófi glys- gjarnar. " Fólkið er. nú að flykkjast að. Þarna koma nokkrar vinstúlkur, glaðlegar á svip og í miklum sam- ræðum. Þær eru líklega að segja hver annarri frá ævintýrum sunnu dagsins — eða mánudagsnætur- ii. <) innar ef til vill. Og nú sleppa þær síðustu inn úr dyrunum „fyrir flaut“. Þær eru dálítið framúr- legar á svipinn, hafa kannski orðið seint fyrir í gærkvöld. En nú skulum við hverfa frá kvenfólkinu um stund og bregða okkur upp í miðhæð, þar fer að- gerðin fram. Hér eru geysistórar fiskkasir í einskonar básum. Nú er „tíminn kominn“ og vinn- an hefst. Flestir bverfa að sínúm ákveðnu störfum, en nokkrir taka á móti „dagskipan“ yfirverkstjór- ans. Hér er fiskurinn slægður og veginn, en ekki hausaður. Unnið er við nokkur borð og 5 menn við hvert, einn lætur fiskinn upp á borðið, aðrir fremja kviðristu á honum og enn aðrir „slíta“ inn- yflin úr þeim „gula“. Menn þessir eru ,aðgerðarskarfar“ nefndir. Var ekki trútt um, að sjómen litu niður á „landkrabbana“ og gilti einu þótt þeir fengju meira að gera en góðu hófi gengdi. Nú á tímum er aðgerðin leikur einn hjá því sem áður var. Við skulum nú líta inn til stúlknanna í flökuninni. Þær vinna í stórum sal, vistlegum, allt hvítmálað í hólf og gólf. í sal þessum eru 10 vinnuborð og vinna 7—8 stúlkur við hvert þeirra. Flutningsband miikið flytur fisk á öll borðin, en tekur úrganginn (beinin) til baka. uns þau renna afan 1 ginið á „elevator“ er skutl- ar þeim út r bíl. Er útbúnaður þessi allur hinn haglegasti, en of- langt mál yrði að lýsa honum ná- kvæmlega. Hér er nú líf og fjör. Kliður nokkur er í salnum þegar allt „maskineriet" er í gangi, blandað óm af mörgum kvenröddum, er ræða áhugamál sín, þó án þess að slá slöku við vinnuna. Sumar gefa sér tíma til viðræðna, en flaka af hinu mesta kappi. Er stundum nokkur metingur milli borðánna um afköstin og þá er nu ekki. gefið eftir. Flökun fer þannig fram, að rist er eftir bakuggum fiskjarins að endilöngu, báðummeginn, . flegið „hold af beini“ en þunnildið skilið eftir. Veltur á miklu að vel sé flakað, að sern minnst af fiski fylgi beinunum, að blóð og blettir sé vandlega fjarlægt o. s. frv. Sé fiskurinn stór eru flökin skor- in sundur í hæfilegar stærðir fyrir umbúðirnar. Hnífar þurfa að vera vel hvattir, þá verða skurðir allir fallegri. Nokkra æfingu þarf til að ná sæmilegum hraða við flökun, enda sjáum við fljótt hverj ar eru óvanar, handtökin eru óviss, skurðirnir hálf óhrjálegir og tals- vert af fiski fylgir hryggnum. Ein stúlka á borði vigtar og fíokkar flökin í þrennt: stó'r flok, miðlung og smá. Önnur pakkar. Er sá starfi í því fólgin að raða flökunum í mót, en að því loknu er mótið tekið af og búið um pakkann, í sterkum pappír. Nú skulum við segja, að pakkað sé stórum flökum, þá er notaður pappír merktur L. þ.e. large, (stór) fyrir miðlung er tekinn pappír merktur M. (medium)) en smáflök S. (small). Þá er prentað á hvern pakka vörumerki Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, teg-

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.