Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Eksemplar
Hovedpublikation:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 19.04.1964, Side 5

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 19.04.1964, Side 5
G.iarni Jónssnn frá Vogi Ritstjóri í Stálfjalli — Kunnugir hafa sagt mér að þú hafir verið meira en biaðastrákur — að þú hafir sjálfur gefið út blöð verið blaðamaður og ritstjóri og að þú hafir átt sökina og heið- urinn af því fræga blaði, Harðjaxli.. — Já, ég var sprautan í að koma Harðjaxli í gang. Raunar hafði ég gefið út blöð áður, en þau voru öðruvísi. — Nú hvenær var það? — Það var vestur í Stál- fjalli við Breiðafjörð, þá var ég fyrst „ritstjóri“. — Þú ætlar þó ekki að segja mér að það hafi verið gefin út blöð í Stálfjalli — illkleifum hömrum og ó- byggð! — Jú, einmitt. Það var 1917 vestur í Stálfjalli sem ég gerðist fyrst ritstjóri. ,,Námukjaftur“ — Hvern fjandan voi-uð þið að gera vestur í Stálfjalli? — Það var unnið þar við kolanám árin 1916, 1917 og 1918. Eg var þarna sumarið 1917. Hvar gátuð þið hafzt við í fjallinu? — Örlítið undirlendi er þarna sem við vorum, og munnmæli herma að þar hafi einhverju sinni verið býli. Við ^juggum þarna í timburskýli. Sumarið 1917 vorum við þarna 23 Islendingar, 3 sænskir verkamenn, sænskur verkstjóri og danskur verk- fræðingur. Umsjónarmaður var Guðmundur bryggjusmið- ur Elentínus Guðmundsson. Matselja var þarna með 2 börn sín og aðstoðarstúlku. AIls voru þarna yfir 30 manns. Þetta sumar var lítill samgangur við annað fólk. Það var ýmislegt glamrað til dægrastyttingar, en það var allt í léttum tóni, — og ein dægrastyttingin var að gefa út blað. Það var handskrifað og þar sem þarna vann einn prentari, Sveinn Ásmundsson, var það sjálfsagt að hann ,,prentaði“ það, og dæmdist því á hann að skrifa blaðið .... Já, ég skrifaði talsvert af þvi sem í því birtist og var „ritstjórinn". — Hvað hét þetta Stál- fjallsblað og um hvað var það ? — Blaðið hét Námukjaftur og efnið var allt í léttum tóni, sneiðar og grín innbyrð- is um lífið þarna, sem hafði ekkert gildi utan þessa stað- ar. Það var bæði í bundnu og óbundnu máli. Þarna voru tveir hagyrðingar, Nikulás Steingrímsson og Ingvar Lár- usson, sem ortu í það. Já, það komu nokkur blöð út af Námukjafti. „Gott var vatns- bólið . . . “ — Voruð þið ekki inni- lokaðir þarna — sambands- latisir við annað fólk? — Við höfðum róðrarbát en hann eyðilagðist í gjóthruni um sumarið. Þá var tekið til ráðs að gera flatbytnu svo hægt væri að ná sér í soðn- ingu, en nógur þyrkslingur var þarna rétt uppi við land- steina. Sveinn prentari og „Stóri-Kalli“ (annar Svíi hét „Litli-Kalli) smíðuðu flat- bytnuna. Svíarnir töluðu alls ekki íslenzku og því urðum við mjög hissa þegar „Stóri- Kalli“ sagði einn daginn með ágætum íslenzkum málhreimi: „Hér er fólk sem kann að byggja báta.“ Einu sinni fórum við 4—5 í blíðskaparveðri á bátnum vestur í Skor og skoðuðum staðinn. Þar sá ég smávegis rústir. Þar hafði eitt sinn verið búið, en það vissi ég ekki þá, hefði annars skoðað þetta betur, en mér þótti merkilegt að sjá þann stað þar sem Eggert Ólafsson hafði seinast fasta jörð undir fótum 30. maí 1768. Þegar manntalið var tekið 1703 voru í Skor (sem þá var eign Saurbæjarkirkju á Rauðasandi): Guðmundur Jónsson 55 ára, Sigríður Þor- valdsdóttir k.h. 64 ára, Þór- unn dóttir þeirra 20 ára og Þorbjörg 15 ára, Guðrún Hildibrandsdóttir, móðir bónda 81 árs, Ólafur Gunn- laugsson vinnupiltur 17 ára, Sigriður Þorláksdóttir vinnu- kona 44 ára og Halldór Þor- steinsson, Húnvetningur, hús- maður 56 ára. 1 Jarðabók Árna Magnússonar frá þessu ári segir að í Skor hafi fyrst byggzt þá fyrir 60 árum og hefur það þá verið um 1640. Ennfremur segir að í Skor sé þá í eyði ein sjóbúð af þrem- ur. Annarri sjóbúðinni fylgdi pottur sem Guðrún Eggerts- dóttir ríka frá Skarði átti — og tók leigu fyrir Eg hafði ekki vit þá til að Skúli Thoroddsen skoða þetta eins og ég myndi hafa gert síðar. Þarna er nokkurt undirlendi, aðeins þó fyrir lítið býli — en gott var vatnsbólið og fallegur var lækurinn sem rann niður Skorina. „Klifurdýr að vestan“ — Einn okkar í þessari ferð var með byssu og skaut skarf. Svo rerum við lengra vestur eftir og 'komum að há- um stökum kletti í sjónum, lögðum að honum og einn fer úr bátnum og byrjar að príla upp klettinn. Eg aðvaraði hann — en hann bara kumr- aði og hlóí Svo hvarf hann, og litlu síðar heyrðum við eitthvað detta í sjóinn og hugsuðum: — Nú, þar fór hann! En svo heyrðum við annan skell og síðan hvern af öðrum. Ekki gat hann alltaf verið að detta! Þetta voru skarfsungar sem hann henti niður til okkar. Við tíndum þarna upp 76 skarfsunga, sem hver um sig var þyngri en fullorðni skarfurinn sem hafði verið skotinn. Svo kom maðurinn niður — og gekk greiðlega — þetta var klifur- dýr að vestan, Kristinn Jó- hannesson, nú verkstjóri hjá Reykjavíkurhöfn Hann sagði að mjög matarlegt hefði verið þarna uppi af allskonar æti sem ungunum hafði verið fært. Skarfsungarnir álpuðust fyrir fílinn, sem spjó á þá og blindaði þá; svo fleygði Kristinn þeim niður. Hármeðalð — Var samt ekki daufleg vist þarna? — Það var furða hvað við gerðum okkur til dægrastytt- ingar, þó ekki væri það stór- kostlegt, og það voru ýmsar gráar glettur hafðar í frammi þarna. Einn sunnudag fórum við nokkrir upp á fja.ll. til Framhald á bls. 141. SUNNUDAGUR — 137

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.