Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 19.04.1964, Síða 10
Smáþjóð með stóra vör
Framhald af bls. 139.
hnífum. Hver fjölskylda tek-
ur sem hana lystir af aflan-
um, allt fer fram öfundar-
laust og í frumkommúniskum
anda.
Sjötugur
rítstjórí
Framhald af bls. 141.
— Við vorum þá að vinna
við uppfyllingarefni suður í
Öskjuhlíð og mér fannst
vinnufélagar mínir óstéttvísir
og fávísir um þjóðfélags-
mál og afstöðu sína og
full þörf á að ofurlítil
glæta kæmist inn í kollinn á
þeim. Sá var tilgangurinn.
Blaðið var handskrifað og ég
las það yfir þeim í kaffitím-
unum, Geislinn flutti bæði
skop og alvöru. Hann átti að
finna að ýmislegu og benda á
á sitthvað.
Já, Geislinn vakti umhugs-
un og umræður.
Eg las fleira yfir þeim í
kaffitímunum. í grjótnáminu
í Rauðarárholti 1927 las ég
yfir þeim Á refilstigum, eftir
Sinclaire, þá bók las ég þrisv-
ar yfir vinnufélögum mínum,
í fyrsta sinni í Viðey.
•
Hér látum við staðar num-
ið að sinni. Næst mun Hann-
es ræða við okkur um „leyni-
félagið" hans Ólafs Friðriks-
sonar og lífið í Reykjavík
kringum 1920.
Tveggja til
fimm ára:
Snorri vaknar upp við
vondan draum um miðja
nótt og heimtar að fá að
koma upp í rúmið til
mömmu.
— Og af hverju viltu það
drengur?
— Það eru hundar í rúm-
inu mínu, segir stráksi.
— Það er ekkert betra
hjá mér, segir mamma, hér
er allt fullt af rottum.
— Já, mamma, en hund-
arnir eru stærri.
Villu ekki höggva þetta
tré, pabbi. Það býr til svo
mikinn vind — en ef þú
heggur það þá kemur logn
og ég get farið út að ganga.
Blessað saltið
Líklega er saltvinnsla erf-
iðasta verkið sem Súiaindján-
ar taka sér fyrir hendur. Jas-
intur vaxa á stöðuvatni þar
í skóginum. Konurnar tína
blöðin af þessum jurtum og
leggja þau á vatnsbakkann
og láta sólina um að þurrka
þau. Þá er kveikt bál og log-
andi drumbum stungið inn í
blaðahrúgumar og morgun-
inn eftir er aðeins eftir lítil
öskuhrúga. Fólkið fer á fæt-
ur og karlmennirnir búa til
trektar úr mjúkum greinum.
Konurnar festa þeim upp og
um. Trektar þessar eru fyllt-
ar af jasintuösku og leirpott-
einskonar síu úr jurtatrefj-
leggja neðst í hverja trekt
ar settir undir þær. Síðan er
hellt í trektarnar vatni sem
skolar saltinu burt úr ösk-
unni. Lögurinn er soðinn í
margar klukkustundir og þeg-
ar hann er gufaður upp verð-
ur eftir á botninum ljósbrúnt
duft sem inniheldur kolsýrt
kalí og klói’kalí — svo sem
í tvær skeiðar
Allir Sújar ganga nú til og
bregða á tungu sér ögn af
þessu „salti". Og sletta í
góm af ánægju. Okkur myndi
finnast slíkt salt hræðilega
beiskt og það verður sett í
fæðu aðeins í mjög smáum
skömmtum. En stundum éta
sújar öskuna til að spara sér
erfiði.
Skógurinn sér þessu fólki
einnig fyrir sætindum. Þegar
Indjánarnir finna býkúbu
krækja þeir sér i hunang með
fingrunum og gleypa það á-
samt vaxi og lirfum og láta
sem þeir verði ekki varir við
hamagang villibýflugnanna.
Skemmtanalíf
Þegar rökkrið færist yfir
þorpið skemmtir unga fólkið
sér við söng. Sonur höfðingj-
ang kemur með hringlu, búna
til úr klaufum villisvína —
og er þetta eina hljóðfæri
Súja. Hann bindur hana við
hægra hné sitt og stappar
rösklega niður fæti — söngv-
ararnir stappa einnig niður
fótunum til að fara ekki úr
takt. Konurnar taka þátt í
þessari tónlist, þær grípa um
axlir hver annarrar og dansa
— eitt skref afturábak, eitt
skref áfram. Þannig er hald-
ið áfram þar til allir eru
orðnir þreyttir ....
Hin flatta neðrivör er for-
réttindi giftra manna. Um
leið og Sújaindjáni kvænist
er gert gat á vör hans og
þar komið fyrir lítilli tré-
kringlu, og síðan er skipt á
henni og stærri kringlu og
þannig koll af kolli. (Venju-
lega eru þær fimm til átta
sentímetrar í þvermál og tveir
sm. að þykkt). Skraut þelta
bera Indjánarnir alltaf, einn-
ig er þeir sofa. Við máltíðir
neyðast þeir til að skera eða
mylja fæðuna í smábita.
Þegar Sújaindjáni fer í
bað tekur hann kringluna
úr vörinni og steypir sér á
kaf og bregður þá höndum
fyrir andlit sér — hann
blygðast sín ákaflega ef menn
sjá hann án manndómstákns.
Eftir baðið setjast menn í
hengirúm, taka fram úr pússi
sínu litlar dollur úr skjald-
bökuskel, fullar af blóðrauðu
litarefni. Með visifingri maka
þeir þessum lit á þá hlið
vararkringlunnar sem upp
snýr, en hin neðri er hvítmál-
uð og á hana dregnir tveir
svartir hringir. Síðan lita
þeir vörina sjálfa umhverfis
kringluna.
Slöngusynir
Hver „velbúinn og fríður"
karlmaður málar einnig út-
Brídge
Framhald af bls 134.
í því hvernig heimsmeist-
arakeppnin fór, þótt það
væri ekki spilað í sjálfri
keppninni, heldur í rúbertu-
bridge nokkrum mánuðum
áður.
Eg var norður og makker
minn var Camillo Pabis-
Ticci. Eg var mjög hrifinn,
ekki aðeins af spilamennsk-
unni, sem er sjálfsögð eftir
sagnir andstæðinganna,
heldur einnig af hinni ör-
uggu framkomu makkers
þegar hann var að fram-
kvæma endaspilið.
Þegar Avarelli sagði mér
frá hinn óafturkallanlegu á-
kvörðun sinni að hætta ^ í
sveitinni, þá gat ég valið úr
stórum hópi ágætra spilara,
til þess að spila á væng
með Belladonna og D’Alelio
og þá mundi ég eftir þessu
spili og valdi Pabis-Ticci:
við höfðum unnið 23 punkta
rúbertu saman og það virt-
ist lofa góðu um að vinna
sjötta heimsmeistaratitiinn."
142 — SUNNUDAGUR
flatta eyrnasnepla sína hvíta,
en augnabrýr, augnalok og
nefrót eru rauðmáluð. Sújar
hafa megna fyrirlitningu á
smekkleysi nágranna sinna af
þjóðflokknum shuka-hamae
— þeir bera að visu einnig
neðrivararkringlur, en ómál-
aðar.
Núverandi höfðingi þessar-
ar smáu þjóðar, Pentoti, er
hinn eini meðal hennar sem á
þrjár konur. Hin elzta fylgir
honum í öllum ferðalögum,
miðkonan sér um vafnað allan
og fléttar hengirúm, sú
yngsta matreiðir.
Sújar eru ákaflega stoltir
af séikennilegum siðvenjum
sinum. Og það sakar heldur
ekki að geta þess, að þeir á-
líta að allir menn séu skap-
aðir af sólinni nema þeir
sjálfir — sjálfir eru þeir hin-
ir einu afkomendur slangna.
Okkar á milli
Hver er maðurinn?
Enn þakka ég kveðjur og
vinsemd lesenda og minni
þá jafnframt á. að vel væri
þegið að þeir sendu fleiri frá-
sagnir af minnisstæðum at-
burðum úr lífi sínu eða ann-
arra, svo og margháttaðan
fróðleik.
Skylt er að biðja lesendur
afsökunar á því að þeir
fengu síðasta tölublað, 11.
tölublað viku of seint,
en pressumenn geta for-
fallazt þegar verst gegn-
ir eins og aðrir menn. Þeir
sem safna blaðinu munu
sjá að dagsetningin var vit-
laus þar sem búið var að
steypa blýmótin og því var
blaðið dagsett viku áður en
lesendur fengu það, en við
þvi verðiir ekki gert.
Þá birtist nú önnur mynd
af manninum sem var í
verðlaunagetrauninni síðast,
þar sem hin var svo illa
prentuð að hún var nær ó-
þekkjanleg, og verður drætti
hagað í samræmi við það.