Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Eksemplar
Hovedpublikation:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.05.1964, Side 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 31.05.1964, Side 3
FRÁ STARFI BUNAÐAR- DEILDAR □ „Heildarframfarir í sauðfjárræktun hafa verið mjög miklar. Síð- an farið var að halda nákvæmar skýrslur um framleiðsluna, en það var árið 1 934, hefur kjötframleiðsla á fóðr- aða kind víða aukizt um meira en 50%. □ Þessa aukningu má þakka bættri fóðr- un, aukinni notkun lyfja og aukinni ræktun r* ' • •* rjarins . 50 PRÓSENT AUKNING Á 30 ÁRUM á kjötframleislu á hverja fóðraða kind Eðlilegast hefði verið að hér, næst á eftir frásögn Bjarna Helgasonar af jarð- vegsrannsöknum, hefðu kom- ið upplýsingar um ræktunar- tilraunir þær sem gerðar hafa verið á vegum Búnaðardeild- arinnar, tilraunir með gras- stofna, kartöfluafhrigði o. s. frv., en af ýmsum ástæðum verður vðtal við þann sem það starf hafur með höndum að bíða betri tíma. Vafalaust mun einhverja lesendur Þjóð- viljans ráma í það enn, að í fyrra gladdi dr. Sturla les- endur með því að hægt væri að rækta öræfin, — en til- aunareitur fast við Vatna- jökul hefur sprottið ágætlega Við Skulum því biðja dr. Halldór Pálsson að segja okk- ur um sauðkindina, en hún er hin eina skepna (skordýr þá ekki meðtalin) sem vis- indastofnun landbúnaðarins hefur sinnt til þessa. Dr. Halldór Pálsson fræðir okkur nú um hvað gert hefur verið í sauðfjárræktarmálum hér á landi. — Það var ekki fyrr en á fjórða áratug þessarar aldar, segir Halldór, að Alþingi og ríkisstjórn fór að s'kipta sér af tilraunum og rannsóknum á sviði búfjárræktar. Það er mjög mikil nauð- syn á rannsóknum til að und- irbyggja alla leiðbeiningar- starfsemi. Einstakur bóndi, þó hann sé hugsandi maður og snja.ll, hefur ekki efni á þvi að gera tilraunir. Það er þjóð- félaginu hagkvæmara að rann- sóknarstofnun annist tilraun- irnar svo hægt sé að leiðbeina bændum um hvað hagkvæm- ast sé að gera. Að vísu er reynsla bænda DR. HALLDÓR PÁLSSON BÚNAÐARMÁLASTJÓRI RÆÐIR TILRAUNIR OG LEIÐBEININGARSTÖRF ■ Dr. Halldór Pálsson er upprunninn norður í Blöndudal. Hann varð stúdent 1933. Búfræðikandidat frá háskólanum í Edinborg 1936. Stundaði framhaldsnám þar og í Cambridge í 2 ár. Varð doktor frá háskólanum í Edinborg 1938. Doktors- ritgerð hans fjallar um gæði kindakjöts. Hann gerðist ráðunautur Búnaðarfélags íslands í sauðfjárrækt 1937 og forstöðu- maður Búnaðardeildar Atvinnudeildar- innar 1942 og jafnframt sérfræðingur hennar í auðfjárrækt og gegndi því tarfi til 1962 að hann var ráðinn búnaðarmála- stjóri. SUNNUDAGUR — 207.

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.