Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Issue
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 07.02.1965, Page 3

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 07.02.1965, Page 3
Töframaburinn Um hádegisbiliS voru þrengsli mikil á markaðstorginu í Mílanó. í hinum mikla mannfjölda birtist allt 1 einu kynlega Mæddur maður. Börnin stríddu honum á síða fjólu- bláa frakkanum hans,' sem nærri dróst við götuna. Og feit kona, sem stóð og seldi egg tók sig til og fór að stríða honum líka. Hinn ókunni lét allar athuga- semdirnar eins og vind um eyru þjóta. Kurteislega sneri hann sér að eggjasölukonunni og spurði um verðið á eggjunum. Konan setti upp óhóflega hátt verð fyrir þau. Nokkrir kaupendur horfðu undr- andi á hana, en hinn ókunni lét sem ekkert væri. Hann virtist vera ánægður með upphæðina. Svo tók hann eitt egg upp úr körfu konunnar, horfði á það stundarkom — og braut það síðan á körfubrúninni. Allir viðstaddir ráku upp skellihlátur — en — ó- trúlegt. — Upp úr egginu hoppaði gullpeningur og datt niður í hendi hans. Hann setti hann í vasann. Keypti annað egg og valdi það með mikilli aðgætni. Nú fór fólkið að færa sig nær og áður en langt um leið hafði myndazt veggur af fólki umhverfis sölukerlinguna og mann- inn í síða, fjólubláa frakkanum. Og alveg rétt. Úr hverju einasta eggi, sem hann braut kom gullpeningur. Hvað var þetta eiginlega? Skyndilega spratt konan á fætur og breiddi marglita höfuðklútinn sinn yfir eggjakörfuna og hrópaði, að hvorki hinn ókunni né nokkur annar mætti kaupa egg frá henni. Með græðgi steypti hún sér síðan yfir körfuna og braut hvert eggið á fætur öðru, þangað til hún sat í þeirri stærstu eggjaköku sem um getur, en ekki einn einasti gullpen- ingur var sjáanlegur. Örvita af reiði yfirgaf aumingja konan markaðs- torgið, en illgirnislegur hlátur glumdi á eftir henni. Hinn ókunni elti hana og bað hana um að koma á skemmtun hjá sér sama kvöld, þá mundi hann setja öll eggin hennar saman aftur. Og þá upplýstist þaö hver maður- inn var: hipn mikli töframaður Bellachini. Það var að sjálfsögðu uppselt á sýningu hans um kvöldið. Bella- chini stóð á sviðinu og dró hvert eggiö á fætur öðru út úr tóminu og lagði þau öll í körfu, sem hann síðan rétti eggjasölukerlingunni. Og að lokum dró hann egg út úr nef- inu á henni, braut það og gaf henni gullpeninginn, sem féll út úr því. Pípan hans Sæmundar íróSa Sæmundur fróði átti pípu eina, sem hafði þá náttúru, að þegar í hana var blásið, þá komu einn eða fleiri púkar til þess, sem í hana blés, og spuröu, hvað þeir ættu að gera. Einu sinni haföi Sæmundur sMl- ið eftir pípuna í rúminu sínu undir höfðalaginu, þar sem hann var æ- tíð vanur að hafa hana á næturn- ar. Um kvöldið sagði hann þjón- ustustúlkunni að búa um sig eins og vant væri, en tók henni vara fyrir því, ef hún fyndi nokkuð ó- vanalegt í rúminu, þá mætti hún ekki snerta það, heldur láta það vera kyrrt á sínum stað. Stúlkan fór nú að búa um og varð heldur en ekki forvitin, þegar hún sá pípuna. Hún tók hana óð- ara, skoðaði hana í krók og kring, og seinast blés hún í hana. Kom þá undir eins til hennar púki einn og spurði: Hvað á ég að gera? Stúlkunni varð bilt við, en lét þó ekM á því bera. Svo stóö á að um morguninn hafði verið slátrað tíu sauðum hjá Sæmundi, og lágu allar gærurnar úti. Stúlkan segir þá púkanum að hann eigi að telja öll hárin á gær- unum og ef hann verði fljótari að því en hún að búa um rúmiö, þá megi hann eiga sig. PúMnn fór og kepptist við að telja og stúlkan hraðaði sér að búa um. Þegar hún var búin átti púk- inn eftir að telja á einum skæklin- um og varð hann þá af kaupinu. Sæmundur spurði svo stúlkuna, hvort hún hefði fundið nokkuð í rúminu. Hún sagði frá öllu eins og var og líkaði honum vel ráðkænska hennar. , Sleðarennsli Af hverju renna sleðar og skaut- ar svo létt yfir ísinn? Hafið þið nokkurntímann brotið heilann um þaö? Það hafið þið áreiðanlega. Hér fáið þið svariö: Þrýstingurinn á yfirborð íssins hefur það í för með sér að ísinn þiðnar og mynd- ar því þunna himnu milli íssins og hlutarins — og þessi þunna himna hefur sömu áhrif og feiti t.d. sápa. En um leið og þrýstingurinn hættir (þegar skautarnir eða sleð- in þjóta lengra) frýs vatnshimnan aftur. GÍTURÞÚ REIKNAÐ? Hérna sérðu pabba, mömmu og Pálur með röð af tölum. Hvert þeixra getur fengið út töluna 66 með þvl að leggja saman tvær tölur í sinni röð? ÓSKASTUND — 2

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.