Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Issue
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 03.10.1965, Page 5

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 03.10.1965, Page 5
GUÐFINNA ÞORSTEINSDÓTTIR (Ería): ÞÝTT LJÓÐ Kvöldstjörnustrandið (The wreck of Hesperus) „Kvöldstjarnan“, lítil skonnorfuskel, — veltist í vetrarsjó. Dóttir skipstjórans, dálítil snót, með honum á djúpið dró. — Blá voru augu hennar og hrein, sem árroðinn ávöl kinn, barmurinn hvítur sem hagþyrnikjarr, er breiðir út blóma sinn. Stormurinn skall með offorsi á, lamdi hið litlá far. Það rykkti í festar sem ramfældur jór og stjórnlaust í storminum var. „Kom, dóttir mín litla! Óttast ei, — verst er ef þér verður kalt. — Því oft hef ég séð hann svartan fyrr og svamlað í gegnum það allt.“ Til varnar mót nepjunni er nísti í gegn hann um hana úlpu vatt, skar kaðal frá brotinni reiða-röng og barnið við sigluna batt. „Nú heyri ég kirkjuklukkum hringt. — Ó, pabbi, hvað þýðir það?“ „Víst þokubjalla á blindskers nöf, við ströndina á hættustað.“ „Nú fallbyssudrunurnar get ég greiní. — Ó, pabbi, hvað þýðir það?“ „Víst skip í hættu, er hafið tryllt nú rekur rifjunum að.“ — „Ó, pabbi minn! seg hvað þýðir það, að leiftrandi ljós ég sá?“ En frá honum aldrei fékk hún svar, hljóðum, helfreðnum ná. Og hratt gegnum öskrandi hríð um nótt, með nepju er nísti, skar, — sem vofu í náhjúp nauðstatt flak að „Normannarifinu“ bar. Sem ömurlegt flak, með brotsjó við bóg, hana rak um hið reiða haf. — Af þiljunum hafðc holskefla fært áhöfn sem ísströngla í kaf. Hún kenndi þar grunns, er kemban vall ullhvít flúðum af; og blindskerin hornum sem bálreið naut þar boruðu í hana á kaf. Er birti í austri af bleikri strönd, sjómaður undrandi sá bundna við siglutré svolitla snót, er sveiflaðist til og frá. Sælöðrið hafði héiað um barm og hrímað í augum sem tár, hann sá að með bylgjunum hófst og hné hið þangbrúna, þykka hár. Longfellow. SUNNUDAOUR — 245

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.