Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Issue
Main publication:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 03.10.1965, Page 7

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 03.10.1965, Page 7
1 S» tm Ml M —k. B8H8 H8 SSÍ y \ Reykjalilíð við MýVatn. — Ljósm. Ari Kárason. ■ Það er víst ekki á hverjum degi sem ey- firzk húsmóðir hefur dagaskipti við drottin sinn, en það eru fá ár frá því húsmæður fengu. orlof — og njóta þess þó fæstar. ■ Eyfirzk húsfreyja segir hér frá deginum þegar hún hafði dagaskipti við drottin. Það er fimmtudagur 13. á- gúst. Hjá okkur er það að- eine venjulegur, virkur dag- ur. Við höfum sem sagt hugs- að okkur að hafa dagaskipti við drottin okkar eins og stundum er sagt og fara í ferðalag í dag. Grípa þá kannski heldur eitthvað í heyskap á sunnudaginn — slíks er stundum þörf. Ég vakna árla dags — raunar ekki svo mikil hætta á að ég sofi yfir mig — klæð- ist og geng út í dyrnar. Veðr- ið er gott', þótt ekki þyki mér það ákjósanlegt ferða- veður. Þokan lafir niður að f jallsrótum, þéttur úði og ör- lítill norðanandvari. Vissulega er morgunninn kyrrlátur og friðsæll. Vegna þess að evona mikið stendur til, á ég fri frá etörfum í fjósinu, og nú geng ég inn aftur og tek að undir- búa ferðina — smyrja brauð, hila kaffi og þessháttar, því að við ætlum að hfifa með okkur nesti. Þessu næst er að taka fram þann fatnað, sem nota á, síðan er að vekja börnin og segja þeim hvað til stendur. Við höfum talið hyggilegast að hafa fyrirvar- ann ekki langan, hvað þau snerti. Auðvitað sperra þau upp augun og gapa af ein- skærri undrun, og svo fara allir að búa sig. Þegar bíll- inn kemur, sem á að flytja okkur, en það er um níuleyt- ið, standa allir ferðbúnir úti á hlaði, svo að unnt er að byrja ferðiná þegar i stað. Við höfum hugsað okkur að leggja leið okkar austur á bóginn, helzt í Mývatnssveit, og nú er ekið sem leið ligg- ur. Á Vaðlaheiði er þokan af- ardimm, en svo birtir smátt og smátt, og í Ljósavatns- skarði er komið glaða sólskin. Og það fylgir okkur, það sem eftir er dagsins. Fyrst er numið staðar við Goðafoss og þar er tekin anzi skemmtileg mynd af bökum okkar þar sem við stöndum og horfum með miklum fjálgleik á þenn- an stóra og myndarlega foss. Þá er naumast hægt að stilla sig um að fara.ofurlitla stund í berjamó þarna í móunum norðan við fossinn. Þar vaxa bláber. En ekki má tefja lengi og mun dagurinn ekki reynast of langur. Vegurinn austur yfir Fljótsheiði er beinn og breið- ur og brátt erum við komin austur 1 Reykjadal. Er hann grösugur og hlýlegur með blómlegum býlum og lágum kjarri vöxnum heiðum beggja vegna. Hinum rómuðu, kjam- góðu þingeysku heiðum. Sér- lega þykir mér staðarlegt að iíta heim að Laugum, mennta- setri Þingeyinga. Næsti áfangastaður er aust- ur við Laxá, skammt frá Helluvaði, en þar áðum við og tókum okkur bita af nest- inu. Laxá er fegursta. va,tns-. fall sem ég hef séð, hún renn- ur á hrauni og eru bakkarnir hvarvetna vaxnir grasi og kjarri. Raunar var hún hið fegursta sem fyrir augun bar , í ferðinni og er þó náttúru- fegurð mikil og margbreyti- leg austur þar. Áformað er að aka hringinn í kringum Mývatn, en á þeirri leið er ýmislegt að sjá. Gengið var á svokallaðan Höfða, þangað er aðeins gangstígur og var hann allur þakinn vindlinga- stubbum og bar þannig menn-- ingunni fagurlega vitni. Einn- ig gengunj við upp á hól nokkurn sem holur var að innan og geigvænlegt að líta niður í opið. Útsýni er gott þarna út á vatnið með græn- ar eyjar og bláar víkur og voga sem blikuðu í sólskininu. Á stöku stað voru nokkrar kýr á beit á vatnsbakkanum, þó ekki margar, enda er þarna víða meira grjót en gróður. Svo eru það Dimmu- borgir, en þar eyddum við talsverðum tíma, þar er lands- lag hið furðulegasta. Teknar voru þar myndir bæði af fólki og landslagi. Enn er kominn tími til að fá sér einhverja hressingu og aftur er áð á fögrum stað skammt frá veg- inum. Nú er degi tekið að halla og brátt þarf að hugsa til heimferðar. Fyrst ætlum við þó upp á Námafjall en þang- að er hægt að aka í bíl. Rétt hjá fjallinu er borhola, sem án afláts spýr gufu og heitu vatni með svo ferlegum há- vaða að nærri liggur að mað- ur verði þeirri stundu fegn- astur að komast úr námnnda við hana. Framhald á 249. síðu. SUNNUDAGUR — 247

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.