Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 03.10.1965, Side 12
GETRAUNIN
Allar gegnum æbar
þeirra óttinn veröur
„Þegar mín er brostin brá
og búið Grím að heygja
Þorstcinn líka fallinn frá,
ferhendurnar deyja“.
Tíminn hefur leitt í ljós að
höfundar framanskráðrar
vísu var óþarflega svartsýnn;
ferhendurnar lifa góðu lífi
enn í dag, og ekkert bendir
til þess að þær muni líða
undir lok, nema síður sé.
En skyldi vera eins háttað
með rímurnar?
Margir eru þeirrar skoðun-
ar að dagar rímnakveðskap-
ar hafi fyrir löngu verið tald-
ir. Og sá er þetta ritar hail-
aðist einna helzt að þeirri
skoðun. Samt verður því ekki
neitað að enn í dag eru menn
— og það síður en svo stirðn-
uð gamalmenni — sem yrkja
rímur. Þótt ' ekki sé mikið
gert að slíku, er tiltölulega
stutt síðan gefið var út safn
nýrra rímna.
Því hefur verið haldið
fram að þörfin fyrir slíka
söguljóðaskemmtun hafi horf-
ið þegar kvöldvökurnar lögð-
ust niður í sínu gamla formi.
1 stað þeirra hafi komið daeg-
urljóð, dansleikir, sjónleikir
kvikmyndir og sjónvarp. Ætla
mætti að þeir sem slíku halda
fram hefðu lög að mæla. En
— ..í húsi föður míns eru
margar vistarverur“ segir í
gamalli alþekktri bók. Og
óskir mannsins um dægra-
dvöl og • viðfangsefni eru
sannarlega margar og marg-
víslegar.
Tilefni þess að vakið er
máls á þessu nú, er það, að
í svörum sínum við síðustu
getraun Sunnudags voru þó-
Hver er hann. Yrkir hann
sálma eða rímur? Ncfnið citt-
hvað eftir hann.
nolckrir sem vitnuðu í rímur
máll sínu til 6önnunar. Rím-
ur, sem sá er þetta ritar
hafði satt að segja gleymt
að væru til. Og þá vaknaði
spurningin: Skyldu rímur
vera almennt mikið Iesn-
ar ennþá?
Til þess að rifja upp fyrir
mörgum lesendum gamal-
kunnugt efni og góðar stund-
ir, og kynna öðrum kveðskap
er þeim hefur e.t.v. verið ó-
kunnur áður, verður næsta
getraun sótj á svið þessarar
gömlu bókmenntagreinar.
Hver orti, og í hvaða rímu
er þetta Ijóð?
Þegar manna þanka vilja
þrautir pína
sumir hug og höndum týna.
AUar gegnum æðar þeirra
óttinn vcður,
oft um það sem aldrci skeður.
Harðast undan hopa þeir
með hjartaslætti
áfalli, sem aldrei mætti.
Fælnir tíðum firrast þeir
með flónsku ljóta
það sem miða má til bóta.
Nokkrir hyggja að hægja
sinni heilla bögun
emjandi við kvein og klögun.
Hverjum manni harma sína
hrjáðir þylja,
sem hinir fæstrr heyra vilja.
öllu búast illu vlð og
ærast kvíða,
þessir hafa þungt að líða.
Hinir sem ei hjartað láta
hræðsla buga
meingjörðunum móti duga.
Og þótt standi umgirtir
af ofsóknonum
sigur hafa væna von um.
Þótt að kringum þcssa nái
þrautir girða,
láta þeir ei móðinn myrða.
Vopnum þó menn veifi ei
»um vora daga
margt vill samt til meina
draga.
Övættir sem annars vilja
auðnu týna
alla hvcssa odda sína.
Fjaörir eru firða sverð
á flestum þinguin
og fylkingar af forordningum.
Þegar kcmputn þessutn slær
sem þrumu saman
mörgum þykir minnka gaman.
Ef að þessi ósköp vilja
á oss leita
f jöðrum verður bezt að beita.
Hvort nú betur liögum fer
en hinna forðum,
hafa skal ég ckki að orðum.
GÁTAN
Ráðning síðustu gátu: Orf sem bezti smiður gerði það -maður
með ljá. búið til hafði? drápgjörnum meður
í dag skulum við ráða Af tré var hann gerður, dýrahundum.
þessa: það tjáðu mér bækur. Þó sluppu dýrin
Flett var upp lási þaðan í burtu,
Hvert er það fanga að fangahúsi, en jagararnir
forstórt herbergi, voru þá dýrin úf komust eigi.
læsing það hafði drifin af krafti Segðu mér, maður,
af litfögru vatni, inn í þá stofu, hvað svoddan þýðir,
upp var því lokið sem opna var búið, þá muntu hljóta
með lykli fáséðum, grimmur veiði- hylli manna.
: . ? ■ »