Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Qupperneq 7
*
W.C. Burchett:
Ein af brúnum sem höfundur lýsir í frásögn sinni. Þessi er auösjáanlega af beztu gerð, en ekki
verstu: einn ávalur trjábolur.
Eg vaknaði við að snortið
var létt við öxl mini, og fylgd-
armaður minn með koparbrúna
andlitið brosti yfir mér, um
leið og hann lagði fingur á
varir sér til merkis um að
hafa lágt. Um leið og ég vóg
mig niður úr hengirúminu,
þar sem ég hafði legið heilan
dag og langt fram á nótt, tók
um hálf tylft brosandi skæru-
liða í hönd mér; ég hafði eng-
an þeirra séð fyrr. Litli leið-
sögumaðurinn minn af M’Nong
ættflokknum tók rúmið mitt
eins og hann hafði gert svo
oft áður, tróð því í sekk, sneri
sér svo að mér og rétti fram
hendurnar. Við þrýstum hvor
öðrum að okkur, það komu
tár í augu hans. Við höfðum
ferðazt saman svo vikum
skipti, lengstaf gangandi,
stundum á hestum, mætt sam-
an hættum og erfiðleikum,
þar sem verkefni hans var
að leiðbeina mér á þenna
stað, þar sem aðrir tóku
við mér. Hinir nýkomnu,
með riffla í höndum, bentu
mér hvar ég ætti að vera í
röðinni í þeirra litla hópi, og
ég veifaði í síðasta sinn til
hins smávaxna vinar míns af
M‘Nong-ættflokknum, þar sem
hann stóð enn undir trénu,
sem hann hafði fyrir stundu
leyst rúmið mitt niður úr; svo
hvarf hann mér sýnum í blek-
svarta hitabeltisnóttina.
Ekkert orð hafði verið mæit
og stafaði það minna af
mælt og stafaði það minna af
því að við ættum erfitt með að
skilja hvorir aðra en hinu, að
við vorum nú komnir á land-
svæði andstæðingsins, næsta
stöð hans innan kilómetra
fjarlægðar þaðan sem ég hafði
sofið — og við urðum að fara
enn nær henni áður en við
kæmumst til samherjanna.
M’Nong leiðsögumaðurinn
minn hafði rissað örlítið kort
á jörðina til þess að brýna
fyrir mér að fara gætilega.
Til að byrja með hélt ég í
riffilinn sem hékk á öxl
mannsins fyrir framan mig, en
brátt vöndust augun svo
myrkrinu að ég greindi hvít-
an þríhyrning, sem var bak-
poki hans og gat því fylgt
honum eftir til að villast ekki
út af þessum þrönga og krók-
ótta stíg. Við gengum eins
hratt og hin brokþurru lauf
undir gúmmískónum okkar
leyfðu. Eftir um klukkustund-
ar göngu settumst við á trjá-
bol og merki voru gefin um
að hafa mjög hljótt. Við vor-
um nú rétt hjá stöð andstæð-
inganna. Nokkrum mínútum
síðar kom sjöundi skæruliðinn
í ljós og gaf til kynna að öllu
væri óhætt. við gátum nú
haldið áfram og gengum í
tvær klukkustundir. Eins og
venjulega veittist mér erfiðast
þegar ég þurfti að fara eftir
trjábolum sem notaðir voru
sem brýr.
L oks var numið staðar og
bakpokunum varpað á jörðina.
Aftur var brosað, tekizt í
hendur og orðin Nam Bo
heyrðust. Kveikt var í vindl-
ingum og allir létu líða úr
sér. Við vorum nú komnir á
yfirráðasvæði samherja. Mér
var þetta merkileg stund tyr-
ir þá sök að nú var ég kom-
inn í hinn raunverulega suð-
urhluta landsins, í Nam Bo
(Indó-Kína).* og nálgaðist nú
þann stað sem væri hámark
ferðarinnar — úthverfi Sai-
gonborgar, þar sem ég kæmist
í snertingu við sjólfa kvikuna
í þessu stríði, á þrepskildi höf-
uðborgarinnar. Þegar hingað
var komið hindruðu tungu-
málaerfiðleikar einir samræð-
ur, ég kunni of fá orð í viet-
nemesku og þeir nf fá í
frönsku.
]\Lðan við hvíldumst tók ég
eftir því áð tveir skæruliðar
tóku hnífa sína og hjuggu nið-
Framhald á bls. 2,97.
* Vietnambúar ræða um
land sitt í þrem aðalhlutum:
Bac Bo, eða það sem Frakkar
nefndu Tonking, þ. e. norður-
hlutann, Trung Bo eða Annam,
miðhluta landsins — sem nú
er skorinn í sundur með
markalínunni um 17. breiddar-
bauginn — og Nam Bo eða
Kokkin Kína í syðsta hlutan-
um. Tav Nguven — Vestur-
fjöllin — bar sem ég hafði
verið margar undanfarandi ' ik-
ur, eru í Trung Ba.
VI ET
N AM
Skæruliðar á næturgöngu með lampana sem höfundur segir frá,
og gerðir eru úr frönskum ilmvatnsflöskum og bandarískum
skothylkjum.
i
i
I
SUNNUDAGUR 295