Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Tölublað
Aðalrit:

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Blaðsíða 8

Sunnudagur  fylgirit Þjóðviljans - 31.10.1965, Blaðsíða 8
Drengurinn og lambið hanns Það voru tvö ár síðan dreng- urinn á bænum hafði lifað þau merltilegu tímamót að eignast sauðkind, sá eignarréttur var óvéfengjanlegur, og átti ekkert skilt við það að eigna sér eða þykjast. Hann var ellefu ára þegar þetta skeði, og nú var fjölgunarvon hjá gimbrinni hans hvítu sem hét Mjöll, og slíkt var enginn smá viðburð- ur, því heyrt hafði hann talr að um ær sem ættu tvö, þrjú og jafnvel upp í fimm lömb, hver veit hvað skeður? Hugur hans var löngum bundinn við þessa von um mikla fjáreign, á sama hátt og hugur og starf fullorðna fólksins snérist um sauðahjörðina og hagann, og flest störf þess voru bundin við sauðféð á einhvern hátt, þarfir þess og arðinn af því. Þe't/3 verður skiljanlegra ef me~ huísa til þess sem þeir haf" t eða lesið um frum- stæt í'ændafólk og hjarðir þess’ "æði utanlands og innan. En bótt hjarðbúskapinn skorti bæði þægindi og öryggi, veitti hann meira öldurót í hugum bændanna en ræktunarbúskap- urinn, bæði til sorgar og gleði. Hann veitti mikla gleði og mikinn arð þegar vel lét í 6ri, því þá fjölgaði fénaðinum og afurðir voru miklar og góð- ar, þá var bændafólkið bjart- sýnt og framtíðin lofaði góðu. En oft var þess stutt að bíða að öldur óhappanna risu. Vilii- dýr hjuggu skarð í hjörðina eða drepsóttir herjuðu á hana. En þó var þungbærast þegar harðindi og fóðurskortur felldu fénaðinn, svo að fátt eða ekk- ert stóð uppi. Þá var dapurt í bæ hjarðbóndans, og hungrið gægðist þar um gættir. Þessi bitra reynsla varð til þess að bændur fóru að leitast við að 'yggja afkomu sína með meiri fóðurbirgðum og vísindamenn að leita ráða við sjúkdómun- um, og þetta varð til þess að fjárbúskapurinn var ekki leng- ur happdrætti, heldur atvinnu- vegur með öryggi og vaxandi þægindum og velmegun. En drengurinn á bænum hafði litla hugmynd um þró- unarsögu, þótt hún hefði gerzt á næstu grösum. Hitt var hon- um ljóst að sauðkindin hafði heillað huga hans, og í henni fannst honum falin sín eina von um ánægjuleg störf og velmegun í framtíðinni. Hann hafði oft gortað af því við jafnaldra sína hvað Mjöll væri álitleg ættmóðir, og að af- kvæmi hennar mundu verða stór og glæsileg hjörð. Þetta var fyrsta vorið sem hann hafði einn á hendi að hugsa um lambféð um sauð- burðinn í víðáttumiklu fjall- lendi, og þótt þetta væri erf- itt verk, þótti honum það skemmtilegt. En á bak við hversdagslega þjónustu við heimaærnar og lömb þeirra vakti eftirvæntingin mikla um þann dag sem hann fyndi Mjöll borna. En einmitt sá da_gur varð til þess að fyrstu öldurnar til sorgar og gleði risu í sál þessa litla hjarð- manns. Snemma morguns í góðu veðri lagði drengurinn af stað heiman frá bænum, með hund- inn sinn og smalaprikið. Hann var léttklæddur og það kom sér vel því hann átti langa göngu framundan. Hann hélt beint upp í kvíabóiið og upp í fjallið, á bólinu var troðið og bitið eftir fénað, og fjár- og kúagötur voru þar djúpar. En þegar kom upp á Efra- ból urðu göturnar strjálli og grynnri og minna troðið, þá gat lika borið við að kónguló hafði gert sér vef yfir götuna, mikið og fallegt verk sem hlaut að hafa tekið langan tíma að vefa, en þurfti aðeins örskotsstund til að eyðileggja. En það forðaðist drengurinn að gera, því hann hafði verið varaður við að vinna spell- virki á bústöðum fugla og skordýra. Ofan við Efraból varð fjallshlíðin brattari og þar tók við stór og grösug torfa sem náði alla leið upp á fjallsbrún, hún hét Breiða- torfa. En því var hún kölluð torfa að hún takmarkaðist á alla vegu af háum rofabökk- um, og þannig var ölll fjalls- hhðin þakin torfum. Næst Breiðutorfu handan vig Bæj- arlæk og Bæjarfoss var Nasa- torfa há, brött og breið, en sunnan við hana þrjár lit'.ar torfur, Dagmálatorfur með mjög háum rofum. Norðan við Breiðutorfu voru Smátorfur, og var ein þeirra stærst, en nyrzt var Axlartorfa uppi á fjalls- öxlinni, og fór hún árlega minnkandi svo að viðbúið var að regni og stormum tækist innan skamms að leggja hana að velli. Þessar torfur báru þess vitni að þarna hafði áður verið samfellt graslendi, en vatn og veður rifið það í sund- ur, því milli torfanna var gróð- urlítil grjóturð. En nú liggur við að við séum búin að týna drengnum í þessu masi. Hann er nú að hirða um eina ána nýboma uppi á miðri Breiðu- torfu, síðan lagði hann leið sfna inn Smátorfur og lauk þar erindum. Á Axlartorfuna þurfti hann ekki að líta því hún var með háum rofabökk- um á alla vegu svo að engin skepna komst upp í hana og var hún því grösug og ótroð- in. Þegar Smátorfum sleppti gekk drengurinn götutroðning sem hét Sniðgata, hún lá ská- hallt upp á fjallið og var sæmilega greiðfær hestum. Þá flaug honum í hug að líía niður í botninn á Drápsgili, nafnið segir sína sögu. par hefur farizt fé, þótt ekki séu til um það neinar sagnir. Það var aðeins steinsnar neðan við götuna. Þetta var gríðarstórt dalverpi sem smálækir seitl- uðu um og runnu í gilið, en dalverpið var að mestu um- lukt hömrum og klungrum, einkum ofan til, hann fór fram á hamrabrúnina og gægðist niður í dalverpið og þá sá hann Mjöll sína þar liggjandi á einum grasgeiranum og lít- ið svart lamb við hlið hennar. Á augabragði fylltist hann fögnuði, en hann komst ekki til Mjallar nema að fara góð- an spöl niður með dalverpinu þar stikiaði hann yfir urðirn- ar og var eftir nokkra stuad kominn til Mjallar. öll athygii hans beindist að lambinu. það var hrútur, en þegar hann fór að skoða það nánar brá honum héldur í brún því það gat ekki gengið nema á hnjánum, fæt- ur þess voru svo bæklaðir og köglar snúnir, að hann var á samri stundu sannfærður um að lamibið gæti aldrei stigið heilum fæti á jörð. Hann brá þó til marks á lambinu og lagði það hjá móðurinni, en iagðist sjálfur á grasbalann og tók að hugleiða þetta mikla óhapp. Þótt lambið væri svart gerði það ekkert til því hjá sauöfjárþjóðinni er ékki deilt um litarhátt, en hann hafði aidrei séð svona vanskapaða skepnu. Fyrst velti hann því fyrir sér hvað þessu mundi valda. Allir sem þekktu Mjöll vissu hvað hún var fagurlim- uð, og hrútarnir voru úrvals kindur. Honum flaug í hug að þetta stafaði frá huldufé, þvi ekkert var trúlegra en að í þessum hömrum byggi huldu- fólk með hjarðir sínar. Hann hafði oft hvilt sig í þessu dal- verpi og horft upp í hamrana, og í fljótu bragði var þar ekk- ert að sjá, en ef lengi var horft þá var hægt að greina bæjar- hús í langri röð og kirkju með tumi syðst. En það var ótrúlegt að huldufólkið á þess- um bæjum færi að leggja á hann þennan skaða og skap- raun, þótt ekki efaði hann mátt þess, en það var nærri óbærileg tilhugsun að allir sæju að hún Mjöll, sem hann alltaf hafði verið stoltur af, og aðrir strákar höfðu öfund- að hann af að eiga, hefði i eftirdragi lamb sem ekki gæti fylgt henni nema skríðandi. Aldrei hafði hann gert þessu huldufó’ki neitt mein, og þó — hann mundi nú eftir því að í fyrra vor var hann og annar strákur staddir þarna uppi á brúninni og þeir voru að leika sér að því að velta stórum steinum fram af brúninni, og láta þá velta niður í dalverpið með grjóthruni og hávaða og síðan splundrast á klöppunum fyrir neðan. Þetta hafði hann heyrt að gæti skaðað huldu- fólkið og fénað þess. En hér var um fleira að hugsa sem drengnum reyndist torskilið. Auðvitað hafði Guð skapað öll lömbin sem hann hafði merkt og hugað að í vor, þau voru nú orðin nærri hundrað, og öll voru þau hraust og rétt sköpuð og frá á fæti. Hví skapaði hann þá þetta larnb, sem hann átti sjálfur, svona bæklað og vanmáttugt. Og enn í’.'eiri vandamál þyrptust að drengnum. Átti hann að segja þessi tíðindi heima? Það var nokkurt vafamál. Jafnaldrar hans myndu spotta hann og minna hann á fjárhópinn væna sem átti að fylgja ættmóður- inni Mjöll, þeir mundu ekki draga í efa að þetta yrði stór hópur, en ekki yrði vandi að þekkja það frá öðru fé, því allt væri það með bæklaðar fætur og brölti áfram á hnján- um og kjúkunum á eftir ætt- móðurinni og fleira þessu líkt myndu þeir segja, og hlæja dátt. Niðurstaðan varð því sú að hann ætlaði að bera óhapp sitt einn fyrst um sinn. Máske dæi litli svarti vesalingurinn hans fljótlega, og líklega væri það skársti endirinn á þessu ó- happi. Þegar drengurinn hafði hvílt sig góða stund stóð hann á fætur og hélt ferð sinni áfram, en gleði hans yfir starfinu var horfin, og gott var að sauð- burðinum var senn lokið, og þá hætti hann þessum göngum^ hann átti ekki eftir nema 2 til 3 ferðir og hann ætlaði ekki að Þ’ta til Mjallar í þeim ferð- um. En ef einhver spyrði hann nú um Mjöll, hvað ætlaði hann þá að segja? Þar var honurn nokkur vandi á höndum, sem hann vissi ekki hvernig ætti að bregðast við. Sauðburðinum var lokið og nú liðu tvær vikur án þess að hugsað væri um féð. En nú átti að smala til þess að marka lömbin og rýja ærnar. Það var mikill dagur og al/llr sem gátu áttu að taka þátt í þeirri smölun meira eða minna. Þrír áttu að reka féð fram fjalls- hlíðina, einn niður við ána,- annar í miðjum hlíðum, og sá þriðji uppi við fjallsbrún. Sá í miðið mundi stugga við kind- um sem væru í dalverpinu of- an við Drápsgil, það vildi drengurinn ekki gera, hann valdi sér neðstu götuna með ánni. Þetta gekk ekki hljóð- lega, jarmur köll og hundgá Eftir Bergstein Kristjánsson 296 SUNNUDAGUR

x

Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagur fylgirit Þjóðviljans
https://timarit.is/publication/261

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.