Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.10.1976, Síða 4

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál - 01.10.1976, Síða 4
Verðlaunasamkeppni um varnaðarorð gegn reykingum Takmark efnir til samkeppni um stuttar. markvissar málsgreinar sem séu hæfar sem auglýsinga- texti eða almenn „vigorð" í barátt- unni gegn reykingum og tyrir rétti þeirra sem reykja ekki. Gæti t d faiist í þeim aðvörun um skaðsemi reykinga. hvatning til baráttu gegn reykingum, hvatning til að hætta að reykja eða byrja ekki að reykja eða áminning til reyk- ingamanna um rétt annarra til að anda að sér lofti, ómegnuðu af tóbaksreyk. Hver þátttakandi má senda í mesta lagi þrjár tillögur. Rétt til þátttöku hafa allir nemendur á grunnskólastigi. hvar sem er á landinu Krabbameinsfélag Reykjavíkur veitir þrenn verðlaun fyrir hnittn- ustu tillögurnar að mati sérstakrar dómnefndar. Verðlaunin eru þessi 1 verðlaun Segulbandstæki (kassettutæki), Philips Verð kr 27 260. 2 verðlaun Vasatölva, Sinclair 300. Verð kr. 15.100. 3. verðlaun: Utvarpstæki, Philips Verð kr. 8 910 Tillögur ber að senda til TAK- MARKS, Suðurgötu 24, Reykjavík fyrir 15. nóv. n.k. Tillögurnar skal merkja með dulnefni, en nafn og heimilisfang sendanda, ásamt fæðingarári, skóla og bekk, fylgi i lokuðu umslagi sem merkja skal með sama dulnefni Áhrif á ungbörn Oft hefur verið bent á hættulegar afleiðingar þess að móðir reyki meðan hún gengur með barn. En nýjustu rannsóknir frá Bretlandi og ísrael sýna að reykingar foreldra í návist barna á fyrsta ári geta einnig haft mikil áhrif á heilsu ungbarnanna Konnuð var tíðni lungnabólgu og lungnakvefs hjá árs- gomlum börnum Frá heimilum þar sem hvorugt foreldranna reykti fengu 7,6 af hverjum hundrað börnum þessa sjúkdóma, ef annað foreldranna reykti var talan 10,4 en ef báðir foreldrar reyktu höfðu 15,3 börn af hverjum hundrað fengið lungnakvef eða lungnabólgu eða helmingi fleiri en frá heimilum sem ekki var reykt á Hvað segir Ingmar Stenmark? Hinn kornungi sænski skíðamaður, Ingmar Stenmark, er meðal frægustu og fræknustu íþróttamanna sem nú eru upp: Ingmar vann heimsbikar skíða- manna í ár og var kjörinn íþróttamaður ársins á Norðurlöndum Nýlega birtist viðtal við Ingmar í félagsblaði hans, „Fjállvinden" um þjálfun hans o.fl. í því sambandi hefur blaðið eftir honum eftirfarandi ummæli: „Það er afskaplega mikilvægt fyrir þjálfun líkamans að borða rétta fæðu Ég hef horft upp á, að ungir skíðamenn lifi aðallega á pylsum og frónskum kartöflum, en það veitir alveg ófull- nægjandi næringu Gleymið þessu ekki í þjálfuninm Að sjálfsögðu reyki ég alls ekki, og áfengi hef ég aldrei bragðað." Ast er... ... aö hætta að reykja til þess að geta lifað lengur saman Hættuvaldur í umferðinni Stórreykingamenn eru í helmingi meiri hættu í umferðinni heldur en aðrir samkvæmt rannsókn Vermont-háskól- ans í Burlington í Bandaríkjunum Ástæðan er sú að svo mikill kol- sýrlingur er i blóðinu að viðbragðs- flýtirinn minnkar Auk þessa eru minni líkur á að stórreykingamenn lifi af um- ferðarslys, en það stafar af öndunar- erfiðleikum þeirra Reykingar eyða C-vítamíni Alkunna er að C-vitamín eykur mót- stöðuafl manna gegn ýmsum sjúk- dómum og kvillum í víðtækri athugun sem gerð var í Kanada kom fram að reykingamenn höfðu 30% minna C- vítamín í blóðinu en aðrir og hjá þeim sem reyktu meira en 20 sígarettur á dag var munurinn enn meiri eða 40%. Öskubakkinn safngripur? Sumir hafa dregið í efa að hægt sé að breyta lifsvenjum fólks á þann veg að tóbaksreykingar verði taldar óraun- hæfar og gamaldags Norskur pró- fessor, Haakon Natvig, hefur i þessu sambandi bent á það að fyrir nokkrum áratugum hafi hrákadallar verið á öllum vinnustöðum. á skrifstofum, í verslunum og í skólastofum Nú séu hrákadallar aðeins á minjasofnum og það veki almenna athygli ef einhver hræki úti á götu. Þannig verður einnig með reykingar, segir prófessorinn Sennilega verður óskubakkinn orðinn safngripur um aldamótin! i.......................: NOKKUÐ NÝTT? • Ef þlð, lesendur góðlr, hafið * ; nýjar fréttir af baráttunni gegn ; t reykingum eða hugmyndir um ! ; hvað gera skuli, hringið þá eða ; ; skrifið til Takmarks. ; :.......................i

x

Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Takmark - Lítið fréttabréf um heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/276

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.