Veðráttan - 02.12.1957, Page 18
Ársyfirlit
VEÐRÁTTAN
1957
ÁRSSKÝRSLA.
Breytingar á starfsliði og vinnutilhögun.
Reykjavíkurflugvöllur: 1 ársbyrjun var heimilað að fjölga aðstoðarmönnum um einn,
en áður höfðu unnið þar sex aðstoðarmenn. Einn aðstoðarmaður hætti í árslok 1956 og
Ragnheiður Guðmundsdóttir, sem iengi hafði verið fjarverandi vegna veikinda, hætti
snemma á árinu. Þrír nýir aðstoðarmenn voru þvi ráðnir, Guðrún Halla Guðmundsdóttir
í janúar, Jón Ásbjörnsson í febrúar og Gísli Sigurbjörnsson í apríl. Gísli hafði áður unnið
á Keflavíkurflugvelli. Guðjón Ólafsson vann á Reykjavíkurflugvelli í sumarfrium aðstoð-
armanna. Tveir loftskeytamenn hættu á árinu. Jón Mýrdal í maí og Matthías Björns-
son í ágúst.
Keflavíkurflugvöllur: Sigurður Jónasson var ráðinn aðstoðarmaður í stað Gísla Sigur-
björnssonar. Veðurfræðinemarnir Eyjólfur Þorbjörnsson og Þór Jakobsson unnu í sumar-
frium aðstoðarmanna. Hlynur Sigtryggsson kom frá Svíþjóð í janúar og tók þá aftur við
störfum deildarstjóra.
VeÖurfarsdeild: Þórir Sigurðsson, veðurfræðinemi, vann 3% mánuð í deildinni. Líney
Skúladóttir var ráðin til aðstoðarstarfa í 3 mánuði vegna tækniaðstoðar.
JarðeÖlisfrœÖideild: Störf deildarinnar jukust mjög á árinu vegna jarðeðlisfræðiárs-
ins. Einn aðstoðarmaður var því ráðinn um stundarsakir, var það Dagur Tryggvason, sem
byrjaði í marz. Þorsteinn Sæmundsson, stúdent, vann einnig í deildinni sumarmánuðina.
Skrifstofan: Selma Jóhannsdóttir tók við símavörzlu í janúar, og Edda V. Eiríksdóttir
var við símavörzlu í fríum og forföllum.
Útgáfustarfsemi, útvarp veðurfregna o. fl.
Prentuð voru mánaðaryfirlit Veðráttunnar frá apríl 1952 til desember 1954 og ársyfir-
lit fyrir árið 1952. Unnin var undirbúningsvinna að útgáfu árganganna 1955—’57. Gefnar
voru út jarðskjálftaskýrslur fyrir árið 1956. Einnig voru gefnar út leiðbeiningar um veður-
athuganir og skýrslufærslu handa þeim athugunarmönnum, sem ekki senda veðurskeyti.
Þ. 1. febrúar hófst útvarp veðurfregna til sjómanna kl. 430 og 1630, og er þá veðurfregn-
um til sjómanna útvarpað fjórum sinnum á sólarhring. Útvarpað er á íslenzku og ensku í
loftskeytalykli. Byrjað var að gera flugvallarspár fyrir flugvellina á Akureyri og Egilsstöð-
um í nóvember. Veðurspár fyrir Austurdjúp voru gerðar frá 8. ágúst til 7. október.
I desember var spásvæðinu Suðausturmiðum skipt í tvennt með línu, sem hugsast dreg-
in frá Vestra-Horni að 63° N og 13° V. Er eystra svæðið nefnt Austfjarðamið en hitt Suð-
austurmið.
Veðurstöðvar.
Atliugunarmenn: Steinn L Sveinsson, oddviti á Hrauni á Skaga, lézt í desember. Hann
hafði gert veðurathuganir frá árinu 1942 og alla tíð verið mjög góður athugunarmaður,
einkum voru tíðarfarsyfirlit hans sérlega athyglisverð og vel samin. Guðrún Kristmunds-
dóttir, húsfreyja, tók við starfinu að manni sínum látnum.
Á þessu ári eru liðin 50 ár síðan Sigurður Kristjánsson, bóndi á Grímsstöðum, tók að
gera veðurathuganir, og mun hann hafa starfað manna lengst að reglulegum veðurathug-
unum hér á landi. Vitað er um tvo menn aðra, sem gert hafa athuganir með mælitækjum
í meira en 40 ár, eru það Árni Thorlacíus i Stykkishólmi, sem athugaði reglulega árin
1845—1889 og Gísli Þorvarðarson í Papey, sem gerði athuganir frá aldamótum til ársins
1948. Næstur þessum mönnum mun Jón Jónsson á Nefbjarnarstöðum koma, en athuganir
hans ná yfir tímabilið frá 1907 til 1946.
Af núverandi athugunarmönnum eru þeir Jón Lúðvíksson á Teigarhorni, sem hóf at-
huganir 1921 og Ólaíur Sveinsson á Lambavatni, sem byrjaði 1922, næstir Sigurði að starfs-
aldri. Á þessu ári áttu þeir Hólmgeir Jensson á Þórustöðum, Snæbjörn J. Thoroddsen í
Kvígindisdal og Klemenz Kr. Kristjánsson á Sámsstöðum 30 ára starfsafmæli. Veðurstofan
kann öllum þessum mönnum þakkir fyrir störf þeirra.
Ráðhildur Guðjónsdóttir tók við sjávarhita- og úrkomumælingum í Grindavík í janúar
af Gunnari Sigurgeirssyni.
Guðni Jónsson hóf athuganir á Horni í Hornafirði í febrúar, en þá höfðu athuganir þar
legið niðri í nokkra mánuði.
Athuganir í Stóra-Botni féllu niður frá miðjum apríl að telja.
Pálína Vigfúsdóttir tók við veðurathugunarstörfum í Flatey af Eyjólfi E. Guðmunds-
syni í september.
Nýjar stöövar: 1 maí var byrjað að gera athuganir í Heiðmörk, en þar er aðeins gerð
ein athugun á dag kl. 8 að morgni. Athugunarmaður er Sigurjón Ólafsson.
Árni Árnason hóf sólskinsmælingar á Höskuldarnesi við Raufarhöfn í júní.
(114)