Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 02.12.1957, Qupperneq 20

Veðráttan - 02.12.1957, Qupperneq 20
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1957 Flestar skýrslur veðurfarsdeildar eru nú unnar í skýrsluvélum. (Sjá ársyfirlit Veðrátt- unnar 1953, bls. 61). Taldi Hovmöller þá vinnuaðferð mjög hagkvæma og bendir í skýrslu sinni til Sameinuðu þjóðanna á, að Veðurstofa íslands hafi byrjað á notkun skýrsluvéla á undan flestum veðurstofum í Evrópu. Meðan Hovmöller dvaldi hér á landi voru haldnir fundir með fulltrúum frá Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans, Raforkumálastjórn, Skógrækt ríkisins, Búnaðardeild Atvinnu- deildar Háskólans, Farmanna- og fiskimannasambandi Islands og Landssambandi ís- lenzkra útvegsmanna og ennfremur frá skrifstofu bæjarverkfræðings Reykjavíkurbæjar. Á þessum fundum var rætt um það gagn, sem þessar stofnanir kynnu að geta haft af nánari upplýsingum um veðurfar og víðtækari veðurfarsrannsóknum, og benti Hovmöller á ýmis atriði, sem reynzt gætu mikilsverð, svo sem athuganir og rannsóknir á veðurfari á fiskimiðum umhverfis landið. Hovmöller flutti nokkra fyrirlestra um talnavísindi (statistik), sem notuð eru við nú- tíma veðurfarsrannsóknir, fyrir veðurfræðinga Veðurstofunnar. Einnig hélt hann fyrir- lestur á vegum Hins íslenzka náttúrufræðifélags, og var það erindi, sem fjallaði um þróun loftslagsfræðinnar, siðar flutt I erindaflokki útvarpsins um nútímavísindi, i marz 1958. JarðeðlisfræðiáriS. Þ. 1. júlí byrjaði hið svonefnda alþjóðlega jarðeðlisfræðiár, en áformað er, að það standi yfir til ársloka 1958. Ákveðið var að gera stórfelldar og samstilltar rannsóknir á hinum ýmsu sviðum jarðeðlisfræðinnar og þá ekki sízt veðurfræðinnar á þessu tímabili. Mikið undirbúningsstarf hafði verið unnið i þessu skyni á alþjóðavettvangi. Ýmsar íslenzkar stofnanir tóku að sér að leggja sinn skerf til þessara rannsókna, og var Veðurstofunni falið eftirfarandi: 1. Að vanda sérstaklega almennar veðurathuganir f jórum sinnum á dag á veðurstöðv- unum Galtarvita, Raufarhöfn, Hólum í Hornafirði og Keflavíkurflugvelli, háloftaathuganir á Keflavíkurflugvelli og athuganir á nokkrum íslenzkum skipum. 2. Að gera mælingar á þeirri geislaorku, sem berst til jarðar frá sólinni, og mæla ozon í loftinu. Geislamælingarnar eru gerðar með Eppley-mæli, sem staðsettur er á byggingu gamla Reykjavikurvitans á vatnsgeyminum í Reykjavík. Auk þessara mælinga á geisla- orku var tekið að mæla fjölda sólskinsstunda á Reykhólum, Höskuldarnesi við Raufar- höfn og Hólum í Hornafirði. Ozon-mælingarnar eru gerðar við Sjómannaskólann í Reykjavík. Alþjóðaozonnefndin lætur í té tæki til þessara mælinga. 3. Að starfrækja norðurljósamyndavél, sem tekur myndir af himinhvolfinu, þegar stjörnubjart er. Þessi myndavél er staðsett á Rjúpnahæð við Reykjavík. Auk þessa athuga veðurathugunarmenn á allmörgum veðurstöðvum norðurljós um leið og þeir gera veður- athuganir, og senda sérstakar skýrslur um norðurljósaathuganir. 4. Að vanda sérstaklega jarðskjálftamælingar og mæla sifelldar jarðbylgjur (mikró- seisma) í Reykjavík, Akureyri og Vík í Mýrdal. 5. Að senda ofangreindar athuganir og mælingar til Alþjóðaveðurfræðistofnunarinn- ar og annarra stofnana, sem hafa tekið að sér að safna slíkum upplýsingum hvaðanæva að úr heiminum, og sjá um dreifingu þeirra til þeirra aðila, sem vilja nota þær til vís- indalegra athugana. Ozon-mælingar. Um miðjan júli hófust á ný mælingar á ozon (03) í gufuhvolfinu, en þær mælingar höfðu legið niðri frá júlilokum 1955. Mælt er, hve mikið ozon er í gufuhvolfinu, og er reiknað, hve þykkt lag það mundi mynda, ef það væri allt komið að yfirborði jarðar við einnar loftþyngdar (1013.2 mb) þrýsting og 0°C hita og ekki blandað öðrum lofttegundum. Við mælingamar er notaður litrófs-ljósmælir (spectrophotometer) og borinn saman styrk- leiki sólarljóss af tveimur mismunandi bylgjulengdum. önnur þeirra absorberast mikið í ozoni, en hin lítið. Absorbsjónsstuðull ozons við þær bylgjulengdir, sem notaðar eru til mælinganna og við það hitastig, sem ríkir í háloftunum, þar sem mest er af ozoni, þarf að vera þekktur, til þess að þessar mælingar séu réttar. Er nú reiknað með öðrum og væntanlega réttari stuðli, en gert var á árunum 1952—1955. Veldur þetta því, að tölurnar um ozon-magn eru nú um 35% hærri en þá var, og til að fá raunhæfan samanburð, þá þarf að bæta 35% við þær tölur um ozon-magn, sem birtar voru í ársyfirlitum Veðrátt- unnar 1952—1955. Leiðréttingar. Febrúar, Apríl, Maí, Júní, bls. 10. Hallormsstaður: Sólskin þ. 2. 2.3 (23). bls. 29. Rafmagnsst. And.: Hagi % 100 (98). bls. 37. Rafmagnsst. Reykjavik: FJöldi daga, snjók. 1 (,,). bls. 45. Kvígindisdalur: Hagi — (100). Viðauki. Janúar, bls. 6. Eyrarbakki: Loftvægi 90.6. (116)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.