Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1958, Blaðsíða 1

Veðráttan - 02.12.1958, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1958 ABSYFIKLIT SAMIÐ Á VEOIJnSTOFIINNI Tíðarfarsyfirlit. Tíöarfar var lengst af óhagstætt fyrri hluta ársins, en yfirleitt hagstætt síðari hlutann. Loftvægi var 2.9 mb yfir meðallagi, frá 2.1 mb á Dalatanga og i Vestmannaeyjum að 3.3 mb í Stykkishólmi og á Galtarvita. Hæsta loftvægi ársins mældist 1044.7 mb 7. marz kl. 8—9 á Galtarvita, en lægsta 952.1 mb 5. janúar kl. 11 á sama stað. Meöalhiti ársins var 0.6° yfir meðallagi. Vik hita frá meðallagi var mjög svipað um allt land. Febrúar var kaldasti mánuður ársins, en september hlýjastur nema á Suð- vesturlandi, þar var hlýrra í júlí. 1 útsveitum var árssveifla hitans 10°—13°, en í upp- sveitum 14°—17°. Sjávarhiti við strendur landsins var i réttu meðallagi. Úrkoma var tæplega y10 minni en í meðalári. Mest var ársúrkoman í Vik í Mýrdal, 1830 mm, og er það % af meðalúrkomu á þeim stað. Á sjö stöðvum af þeim, sem meðal- töl hafa, náði úrkoman meðallagi, en á 17 stöðvum var hún innan við meðallag. Minnst mældist úrkoman á Mýri í Bárðardal, 343 mm, en minnst miðað við það, sem venja er til, á Dalatanga, % af meðalúrkomu. Mesta sólarhringsúrkoma mældist 18. nóvember í Stóra-Botni, 184.6 mm, og sama morgun mældust 165.3 mm á Rafmagnsstöðinni í Andakíl og 116.0 mm á Ljósafossi. I tvö önnur skipti mældust meira en 90 mm, og alls mældust 50.0 mm eða meira á einum sólarhring 26 sinnum á ýmsum stöðvum á landinu. Úrkomu- dagar voru víðast fleiri en í meðalári nema á Suðvestur- og Vesturlandi. Stormar. Stormdagar voru yfirleitt færri en í meðalári. Sólskin mældist 1442 klst. í Reykjavík, og er það 207 klst. lengur en í meðalári. Á Reykhólum mældust 1231 klst., á Höskuldarnesi 1011 klst., á Hallormsstað 1127 klst. og á Hólum í Hornafirði 1300 klst. Á Akureyri mældust 954 klst. mánuðina janúar-október. Veturinn (des. 1957—marz 1958) var lengst af óhagstæður. Hiti var 0.9° undir meðal- lagi, og var kaldast að tiltölu á Suðurlandsundirlendinu og í innsveitum norðaustan lands. Hiti var 1°—6° undir meðallagi í 66 daga, í meðallagi 12 daga og 1°—7° yfir því 43 daga. Úrkoma var % af meðalúrkomu, hún var innan við meðallag nema á Norðurlandi. Vorið (april—maí) var hagstætt framan af, en óhagstætt er á leið. Hiti var 0.3° yfir meðallagi. Yfirleitt var heldur hlýrra að tiltölu á Vestur- og Norðvesturiandi en í öðrum landshlutum. Hiti var í meðallagi í 5 daga, 23 daga var 1°—5° kaldara en venja er til, og 33 daga var 1°—6° hlýrra en í meðalári. Úrkoma mældist % af meðallagi, og var hún minnst að tiltölu á Austurlandi. Sumarið (júní—sept.) var yfirleitt hagstætt nema ágústmánuður norðan lands. Hiti var 0.7° yfir meðallagi. Alls staðar var hlýrra en í meðalári, en hlýjast að tiltölu um suð- vestanvert landið. Hiti var 1°—3° undir meðallagi i 47 daga, í meðallagi i 14 daga og 1°—6° yfir meðallagi í 61 dag. Úrkoman var rösklega % af meðalúrkomu. Sólskin mæld- ist 21 stund lengur en venja er til í Reykjavík, en á Akureyri voru sóiskinsstundir í réttu meðallagi. Heyfengur varð víðast sæmilegur, og uppskera úr görðum var yfirieitt góð. Haustið (okt.—nóv.) var hagstætt. Hiti var 3.0° yfir meðallagi, og hefur ekkert haust verið jafn milt síðan 1945. Víðast var 2%°—3% ° hlýrra en í meðalári. Á Norðausturlandi var þó enn hlýrra að tiltölu, þar var hiti alit að 4%° yfir meðallagi. 1 sjö daga var hiti 1°—2° undir meðallagi, og 2 daga var hann i meðailagi, en alla aðra daga var hlýrra en venja er til. 1 41 dag var hiti 1°-—4° yfir meðallagi og 11 daga 5°—9° yfir því. Úrkoma var % meiri en í meðalári. Á Austf jörðum var úrkoman minni en venja er til, en sums staðar á Vesturlandi mældist meira en tvöföld meðalúrkoma. Hagar voru mjög góðir og snjór lítill. (97)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.