Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1958, Síða 25

Veðráttan - 02.12.1958, Síða 25
1958 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit ÁRSSKÝRSLA. Lög um Veðurstofu Islands. Hinn 27. marz tóku ný lög (nr. 17/27. marz 1958) um Veðurstofu Islands gildi, og sam- tímis féllu úr gildi eldri lög um stofnunina (nr. 15/15. júní 1926 og nr. 37/23. júní 1932), sem voru orðin úrelt að ýmsu leyti. Þótti því tímabært að setja stofnuninni ný heildarlög. Breytingar á starfsliði og vinnutilhögun. Reykjavíkurflugvöllur: Katrin Karlsdóttir, aðstoðarmaður, hætti í febrúar, en vann vegna sumarleyfa mánuðina júní-september. Ottó Tynes tók við af henni, og hóf hann starf sitt í ársbyrjun. Páll Bergþórsson hafði frí frá störfum í þrjá mánuði og vann þá á norsku veðurstofunni. Keflavíkurflugvöllur: Hreinn Erlendsson hætti í april og Jón Fanndal Þórðarson í júní, en þeir voru báðir aðstoðarmenn. 1 stað þeirra komu Haraldur Sæmundsson, sem byrjaði í febrúar og Elías Ágústsson, sem byrjaði i marz. Eyjólfur Þorbjörnsson, veður- fræðinemi, vann aðstoðarstörf í sumarfríum. Ólafur Einar Ólafsson, veðurfræðingur, fékk fri frá störfum í þrjá mánuði til að ljúka námi, og tók hann embættispróf í veður- fræði við háskólann í Osló í desember. 1 júnimánuði tóku islenzkir starfsmenn í hálofta- stöðinni á Keflavíkurflugvelli að sér varðstjórn við fjórar háloftaathuganir á sólarhring, en höfðu áður einungis séð um tvær athuganir á dag og Bandarikjamenn um tvær. Áhaldadeild og veöurfarsdeild: Þórir Sigurðsson, veðurfræðinemi, vann einn mánuð í áhaldadeild. Veðurfræðinemarnir Eiríkur Sigurðsson og Egill Sigurðsson unnu í báð- um deildunum um stundarsakir. Jaröeölisfrœöideild: Dagur Tryggvason vann aðstoðarstörf vegna jarðeðlisfræðiárs- ins allt árið. Skrifstofan: Selma Jóhannsdóttir, sem gegnt hafði símavörzlu, hætti í september, en við tók Edda Eyfeld. Hún hafði unnið á skrifstofunni vegna forfalla frá því í marz. Veðurstöðvar. Athugunarmenn og flutningar á atliugunarstööum: Jón Lúðvíksson á Teigarhorni andaðist 26. september. Hann hafði starfað flestum mönnum lengur að veðurathugun- um, eins og frá er sagt i ársyfirliti Veðráttunnar 1957, og var mjög samvizkusamur í starfi sinu. Kristján, sonur hans, heldur veðurathugunum áfram á Teigarhorni. 1 lok júní hætti Jón Þórðarson veðurathugunum og vitavörzlu á Siglunesi, en við tók Erlendur Magnússon. Athugunarstaðurinn var þá fluttur frá vitanum niður á nesið. Steinþór Jónsson hóf úrkomumælingar í Stóra-Botni í júlí, en mælingar þar höfðu þá legið niðri um hrið. Halldór Víglundsson flutti frá Hornbjargsvita í júlí, og við starfinu þar tók Kjart- an Jakobsson. 1 ágústmónuði flutti Vilhjálmur Helgason frá Dalatanga, en í stað hans kom Hall- dór Víglundsson. Garðar Stefánsson á Egilsstöðum fékk fri frá störfum frá 1. október, og önnuðust aðrir starfsmenn flugmálastjórnar, lengst af Hrafnkell Sveinsson, athuganir i fjarveru hans. 1 júlí var athugunarstaðurinn fluttur úr Egilsstaðaþorpi á flugvöllinn. Sigþrúður Jóhannesdóttir tók til bráðabirgða við veðurathugunum i Vík í nóvember vegna veikinda Jóns Bjarnasonar. 1 lok ársins hætti Hólmgeir Jensson athugunum á Þórustöðum vegna heilsubilunar. Hann hafði þá gert veðurathuganir þar og á Flateyri frá árinu 1927 af mikilli kostgæfni. Jón Jónsson, sem um nokkurra ára skeið hafði annazt úrkomumælingar á Þórustöðum, tók við athugunarstarfinu. Guðrún Kristmundsdóttir á Hrauni á Skaga hætti einnig veðurathugunum um ára- mótin, en við tók sonur hennar, Rögnvaldur Steinsson. Ný stöö: Athuganir hófust í Gróðrarstöðinni í Vaglaskógi í nóvember. Athugunar- maður er ísleifur Sumarliðason, skógarvörður. Þar mun verða athugað kl. 8, 14 og 21 og mánaðarskýrsla send Veðurstofunni. Fyrst um sinn er þó ekki kleift að gera full- komnar athuganir þar á hverjum degi. (121)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.