Veðráttan - 02.12.1958, Side 27
1958
VEÐRÁTTAN
Ársyfirlit
og rannsakað hve mikið er í úrkomunni af brennisteini (S), klóri (Cl), köfnunarefni (N)
i ákveðnum efnasamböndum, natríum (Na), kalíum (K), magníum (Mg) og calcíum (Ca).
Ennfremur er athuguð rafleiðini úrkomunnar ■/., sýrustig pH og magn súrra kolsýru-
jóna (HC03-).
Samtímis var komið fyrir útbúnaði til að dæla mældu magni andrúmslofts gegnum
efnablöndu, sem heldur eftir ákveðnum efnum úr loftinu. Við efnarannsókn á blöndunni
er síðan ákveðið innihald loftsins af þessum efnum, sem eru S, Cl, NH3-N, Na, K, Mg og Ca.
Rannsókn þessi er gerð í náinni samvinnu við veðurfræðistofnun háskólans í Stokk-
hólmi og efnafræðistofnun landbúnaðarháskólans í Uppsölum, en þar fer efnagreining-
in fram.
Starfsmenn Landsímans á Rjúpnahæð annast gæzlu söfnunartækjanna ásamt starfs-
mönnum áhaldadeildar Veðurstofunnar.
Tækniaðstoð.
Samkvæmt tillögu dr. Ángström (sbr. ársyfirlit 1956, bls. 63) veittu Sameinuðu þjóð-
irnar Veðurstofunni tækniaðstoð á árinu 1958 í því skyni, að komið yrði upp smíðavinnu-
stofu og rannsóknarstofu fyrir áhaldadeild stofnunarinnar. Dvaldi enskur sérfræðingur,
G. A. Clift, hér dagana 2.—11. september til að kynna sér aðstæður, gera tillögur um fyrir-
komulag og undirbúa nauðsynleg áhaldakaup. Fyrir hendi var fjárveiting frá Samein-
uðu þjóðunum til áhaldakaupa, og gert var ráð fyrir frekari fjárveitingu síðar í samræmi
við tillögur dr. Ángström. Pöntuð voru ýmis mikilvæg áhöld, að verðmæti rúmlega
4000 dollara, í smíðavinnustofu, en ekki komu þau hingað á árinu.
Alþjóðasamstarf.
Dagana 24. febrúar til 8. marz var haldin ráðstefna í Genf á vegum Alþjóðaveður-
fræðistofnunarinnar og Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Fundarefni var tiihögun á fjar-
skiptakerfi til að koma veðurupplýsingum til flugvéla og stöðva á milli á Evrópusvæð-
inu. Helztu samþykktir ráðstefnunnar voru þessar:
1. Að breyta fyrirkomulagi til að koma veðurupplýsingum til flugvéla.
2. Að koma upp sérstöku símakerfi fyrir veðurupplýsingar vegna flugs, en símanet
það, sem áður flutti mestan hluta veðurupplýsinga um Vestur-Evrópu, skyldi framvegis
einungis flytja venjuleg veðurskeyti.
3. Að breyta morse-útvarpi veðurfregna í fjarritaútvarp, og skyldi sú breyting vera
komin til framkvæmda eigi síðar en í árslok 1960.
4. Að setja á stofn nefnd til að athuga skipti á veðurfregnum milli Evrópu og Norður-
Ameríku og gera tillögur til úrbóta á núverandi ástandi.
5. Þá var samþykkt ályktun um skipulag á söfnun og dreifingu veðurskeyta frá
flugvélum.
Hlynur Sigtryggsson, deildarstjóri, sat þessa ráðstefnu fyrir hönd Veðurstofunnar, en
Póst- og símamálastjórnin sendi einnig fulltrúa á ráðstefnuna.
Dagana 19.—25. júní var lialdinn veðurfræðingafundur í Bergen í tilefni af 40 ára
afmæli hins svonefnda Bergensskóla. Voru þar flutt mörg erindi um veðurfræðileg við-
fangsefni. Fundinn sóttu aðallega veðurfræðingar frá Norðurlöndum og Bandaríkjum
N-Ameríku. Veðurstofustjóri sat þennan fund.
Mæling á geislavirkum efnum í úrkomu og andrúmslofti.
Hinn 6. janúar hófst söfnun úrkomusýnishorna á Reykjavíkurflugvelli fyrir Eðlisfræði-
stofnun Háskóla Islands. 1 lok apríl var sérstakur úrkomumælir settur upp á Rjúpnahæð
við Reykjavík til þessarar söfnunar, og var starfsemin þá flutt þangað. Mælirinn er tæmd-
ur fyrsta dag hvers mánaðar og úrkoman, sem safnazt hefur frá fyrsta degi mánaðarins á
undan, send til Eðlisfræðistofnunarinnar, sem mælir hve mikið er í henni af þ-geislandi
efnum. Samkomulag hefur orðið um, að niðurstöður mælinganna birtist i Veðráttunni.
Verður notuð mælieiningin picocurie, en picocurie er jafnt og 10-12 curie, þ. e. einn billjón-
asti hluti úr curie. Curie er það magn geislavirkra efna, sem sendir frá sér 3.7 1010 beta-
agnir á sekúndu.
1 október voru sett upp tæki á Rjúpnahæð til athugunar á geislavirkum efnum í and-
rúmsloftinu. Mældu loftmagni er dælt í gegnum sérstaka pappírssíu, sem heldur eftir ryk-
ögnum úr loftinu, en geislavirk efni í andrúmslofti eru nær eingöngu í rykögnum. Sían
(123)