Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1964, Blaðsíða 1

Veðráttan - 02.12.1964, Blaðsíða 1
VEBHÁTTAJÍ 1964 Arsyfirl.it samir A vedvrstofvnni Tí ðar f arsy f irlit ÁrferÖi var lengst af hagstætt. Loftvægi var 0.3 mb yfir meðallagi áranna 1931—1960. Hæst stóð loftvog 1043.9 mb á Hól- um í Hornafirði 12. janúar kl. 23, en lægst 960.8 mb í Vestmannaeyjum 29. desember kl. 17. Hiti var 0.5° yfir meðallagi áranna 1931—1960. Hlýjast var vestanlands frá Faxaflóa norð- ur að Isafjarðardjúpi, hiti 0.4°—0.8° yfir meðallagi, en annars staðar var hiti yfirleitt frá meðallagi að % ° yfir þvi. Árssveifla hitans var mest 14°—16° í innsveitum norðaustan til á landinu og 13°—14° á Suðurlandsundirlendi og í uppsveitum norðvestanlands. Minnst var árssveiflan við austurströndina um 9°. Desember var kaldasti mánuður ársins. Sjávarhiti var 0.6° yfir meðallagi frá Stykkishólmi að Kjörvogi, en 0.4° undir því frá Raufarhöfn að Grindavík. Úrkoma var 96% af meðallagi áranna 1931—1960 á öllu landinu. Á Vestfjörðum og við norðurströndina var hún víðast frá meðaílagi að % umfram meðallag. Sums staðar sunnan- lands var úrkoma um y1() meiri en i meðalári, víðast var hún þó innan við meðallag, en hvergi minni en % af meðalúrkomu. Ársúrkoma var mest á Kvískerjum 3674 mm, en minnst 321 mm á Skriðuklaustri. Mesta sólarhringsúrkoma á árinu var 127.3 mm og mældist á Kol- viðarhóli þ. 18. desember. Á Kvískerjum mældust 125.9 mm sama dag, og f jóra aðra daga fór sólarhringsúrkoma þar yfir 100 mm. í 70 skipti mældist úrkoma á einum sólarhring 50—95 mm á ýmsum stöðvum, þar af 13 sinnum á Kvískerjum. Sólskin mældist 1305 klst. í Reykjavík, og er það 56 klst. umfram meðallag áranna 1931— 1960. Á Reykhólum mældust 1165 klst. og á Akureyri 1034 klst., sem er 72 klst. meira en í meðalárferði á þeim stað. Á Höskuldarnesi mældust 1128 klst., Hallormsstað 1067 klst. og á Hólum í Hornafirði 1270 klst. Veturinn (desember 1963—marz 1964) var hagstæður og með eindæmum hlýr. Hiti var 2.9° yfir meðallagi. 1 Stykkishólmi var hitinn 2.7°, og hefur enginn vetur þar orðið hlýrri allt frá því að mælingar hófust 1845. Veturinn 1928—1929 var ámóta hlýtt um allt land, og eru þessir tveir vetur þeir langhlýjustu það sem af er öldinni. Meðaltal á 4 stöðvum (Rvk., Sth., Ak. og Fghm.) var 2.9° veturinn 1963—1964 og 2.7° 1928—1929, en þá þrjá vetur, sem næstir koma, var hiti á sömu stöðvum 1.4°—1.5°. Svalast var að tiltölu við sjó austanlands, um 2° yfir meðallagi, en hlýjast á Vesturlandi, hiti víðast 3°-—3%° yfir meðallagi. Hiti var 1°—5° yfir meðallagi í 65 daga og 6°—8° yfir þvi í 28 daga. 27 daga var hiti frá meðallagi að 5° undir því, og 2 daga var 6°—8° kaldara en í meðalári. Úrkoma var í rösku meðallagi. Sunnan til á landinu og norður á Vestfirði var hún yfirleitt meiri en í meðalári, og á stöku stað meira en 30% umfram meðallag, en á Norðausturlandi var hún yfirleitt innan við 50% af meðal- úrkomu. Vorið (apríl—maí) var hagstætt. Hiti var 1.0° yfir meðallagi. Hlýjast var við Faxaflóa og Breiðafjörð, inn af Húnaflóa og í uppsveitum á Norðausturlandi, víðast 1°—1%° yfir meðai- lagi, en kaldast norðan til á Vestfjörðum %° yfir meðallagi. 1 35 daga var 1°—4° hlýrra en í meðalári, en 26 daga var hitinn frá meðallagi að 4° undir því. Úrkoma var 11% umfram meðallag á landinu i heild, en mjög breytileg eftir landshlutum. Hún var mjög mikil norð- austanlands, allt upp í fjórfalda meðalúrkomu. Suðvestanlands var hins vegar þurrt, víða 50—70% af meðalúrkomu. Sumarið (júní—september) var sæmilega hagstætt þrátt fyrir erfiða kafla. Hiti var 1.1° undir meðallagi. 1 uppsveitum var yfirleitt um 1 %° kaldara en í meðalári, en langkaldast var á Grímsstöðum 2.4° undir meðallagi. Við strendurnar var hitinn 0.5°-—1.3° undir meðal- lagi. Enginn dagur var meira en 3° yfir meðallagi, en 29 dagar voru 1°—3° yfir því, 91 dagur var frá meðallagi að 5° undir þvi, og 2 daga var 6° kaldara en í meðalári. Úrkoman var 84% af meðalúrkomu. Hún var minnst að tiltölu suðaustanlands 36—75%, en mest á nokkrum stöðvum norðaustanlands, um 20% umfram meðallag. 1 Reykjavík voru sólskinsstundir 65 umfram meðallag, og á Akureyri voru þær 24 umfram meðallag. Heyfengur varð mikill, en uppskera úr görðum víða rýr. Haustið (október—nóvember) var hagstætt. Hiti var 0.1° yfir meðallagi. Um meginhluta landsins var 0.1°—0.5° hlýrra en venja er til, en nyrzt á landinu var kaldara en í meðalári, og kaldast á Hornbjargsvita og í Grímsey 1.2°—1.4° undir meðallagi. 1 29 daga var 1°—5° hlýrra en í meðalári, og 1 dag fór hitinn 7° yfir meðallag. 27 daga var hiti frá meðallagi að 5° undir því, og 4 daga var 6°-—9° kaldara en í meðalári. Úrkoma var 9% umfram meðallag. Um allt vestanvert landið og á Suðurlandi var úrkoma meiri en í meðalári á flestum stöðvum, mest um 50% yfir meðallagi, en á Austurlandi var tiltölulega þurrt, og þurrast á Dalatanga, 44% af meðalúrkomu. (97)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.