Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1964, Blaðsíða 32

Veðráttan - 02.12.1964, Blaðsíða 32
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1964 Gefnar voru út jarðskjálftaskýrslur fyrir árin 1960, 1961 og 1962. Útvarp veðurfregna var óbreytt frá því, sem tilgreint er í ársyfirliti 1961. Spár voru gerðar fyrir Austurdjúp síðari hluta ársins, og hófust þær 28. júlí. Mánaðartöflur Veðráttuimar. Fjórar nýjar stöðvar bættust í aðaltöflur Veðráttunnar á árinu: Jaðar, Dratthala- staðir, Akurhóll og Vopnafjörður. Á Jaðri er síritandi hitamælir, og meðalhiti mánaðar- ins reiknaður sem meðaltal 5 álestra á hitarit á sólarhring og 3 mælinga á kvikasilfur- mæli. Hitastuðlar hinna stöðvanna eru sem hér greinir: Cj = tm —* (tg + t^o) (^ioo ú0)* Jan. Febr. Marz Apr. Mai Júní Júli Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. Akurhóll . . 05 20 35 25 -10 -15 -10 15 35 35 15 00 Dratthalastaðir . . . , . 05 20 30 20 00 -10 00 15 40 35 10 05 Vopnafjörður .... . . 05 20 30 20 00 -10 -10 10 25 30 10 05 Frá nóvembermánuði að telja er meðalhiti á Hæli reiknaður sem beint meðaltal af 8 mælingum á sólarhring, og eru 4 þeirra teknar af hitariti. Ýmislegt. Úrkomumœlingar í nágrenni Reykjavíkur: 1 byrjun apríl voru 4 einfaldir regn- mælar af gerðinni ,,Pluvius“ settir upp meðfram Reykjanesbraut, og var mælt í þeim eftir flestar rigningar fram í nóvember. Mælarnir voru allir rétt við veginn, hinn fyrsti skammt fyrir sunnan Straum, annar í Kúagerði, þriðji nálægt Landakoti, og sá fjórði á Vogastapa þar sem gamli vegurinn liggur hæst. Niðurstöðurnar eru birtar á bls. 119. Úrkomumwlingar í Heiömörk: Um mánaðamótin júni—júlí voru settir upp 9 ,,Plu- vius“-mælar i Heiðmörk, og mældu starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur í þeim fram í október. Stundum leið þó langt á milli þess, að vitjað var um mælana, og nokkuð var einnig um að óvitar eða skemmdarvargar trufluðu mælingarnar. Niðurstöður fyrir júlímánuð og timabilið 29. september til 7. október eru birtar á bls. 119, en þessi tvö tima- bil voru mælingar sæmilega samfelldar og ótruflaðar. Vatnafræöingafundur: Dagana 10.—15. ágúst var haldinn fundur norrænna vatna- fræðinga í Reykjavík. Fundurinn var haldinn á vegum Raforkumálaskrifstofunnar, en starfsmenn Veðurstofunnar aðstoðuðu við undirbúning og við ritun fundargerðar, og auk þess fluttu tveir veðurfræðingar erindi á fundinum. Veöurfræöingafundur: Adda Bára Sigfúsdóttir sat fund norrænna veðurfræðinga, sem haldinn var í Osló 24.—27. ágúst. Flosi Sigurðsson og Páll Bergþórsson sóttu nómskeið sem haldið var í Reykjavík um reiknivinnu í rafeindavélum. Ingólfur Aðalsteinsson sótti 5 vikna námskeið, sem sænska Veðurstofan hélt fyrir veðurfræðinga, sem útskrifazt hafa úr skóla hennar. Ársyfirlit 1963, bls. 97. 122. LeiSréttingar. Corrections. Orkoma: Mest sólarhringsúrkoma á árinu var 91.3 mm á Kvískerjum 19. sept- ember. (Ekki 90.4 á Andakílsárvirkjun). Albjóðasamstarf: Fjörða allsherjarráðstefna Alpjóðaveðurfræðistofnunar- innar var haldin í Genf 1.—27. apríl. (Ekki 27. apríl). Mánaðaryfirlit 1964. Febr. bls. 10. ” Maí ” 37. ,, Júní ,, 42. ,, Ágúst „ 64. ,, Sept. ,, 69. ,, Okt. ,, 73. ,, Okt. ,, 77. ,, Nóv. ,, 88. Aftan við síðustu málsgrein bætist: Á Hólum í Hornafirði fannst jarðskjálfti þ. 10. (janúar), styrkur 2 stig. Lambavatn: Fjöldi alhvítra daga 2 (,,). Suðureyri: Fjöldi frostdaga 6 (5). Jarðskjálftar: Aftan við síðustu málsgrein komi: Jarðhræring þessi mun hafa stafað af sprengingu. Kalmanstunga: Fjöldi snjökomudaga 5 (4). Suðureyri: Fjöldi snjókomudaga 4 (,,). Loftvægi: Síðasta setning málsgreinarinnar á að vera: en lægst 966.0 mb á Dalatanga þ. 9. kl. 4. (Ekki 966.3 mb á Raufarhöfn). Suðureyri: Fjöldi snjókomudaga 10 (11). Varmaland: Fjöldi snjókomudaga 8 (6). Töiurnar í svigum eru þær, sem skakkt hafa verið prentaðar. (128)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.