Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1964, Blaðsíða 31

Veðráttan - 02.12.1964, Blaðsíða 31
1964 VEÐRÁTTAN Ársyíirlit Athuganir á skipurn: Á eftirtöldum skipum voru athuganir gerðar og veðurskeyti send: Arnarfelli, Bakkafossi, Brúarfossi, Dettifossi, Goðafossi, Gullfossi, Hamrafelli, Hvassafelli, Kaldbaki, Kötlu, Lagarfossi, Sléttbaki, Þorsteini þorskabít og Ægi. Jarðskjálftastöðvar. Þ. 29. júlí tók ný jarðskjálftastöð til starfa á Akureyri. Stöðin er til húsa í kjallara nýju lögreglustöðvarinnar þar. Jarðskjálftamælar stöðvarinnar eru gjöf frá Landmæi- ingastofnun Bandaríkjanna (U. S. Coast and Geodetic Survey), sem einnig kostaði bygg- ingu stöðvarinnar að verulegu leyti. Tæki stöðvarinnar eru meðal hinna fullkomnustu, sem völ er á. Gæzlumaður stöðvarinnar er Gísli Ólafsson, yfirlögregluþjónn. Um sama leyti og nýja jarðskjálftastöðin tók til starfa, var jarðskjálftastöðin, sem verið hafði til húsa í Menntaskólanum, lögð niður, og hætti þá Árni Jónsson störfum. Tæki stöðvarinnar voru flutt til Reykjavíkur, til viðgerðar og endurnýjunar. Á Kirkjubæjarklaustri var settur upp kristalstýrður straumgjafi til að jafna gang jarðskjálftaritans. Seint í desember var jarðskjálftamælirinn, sem verið hafði á Akureyri settur upp í Vík i Mýrdal, en sá, sem fyrir var tekinn úr notkun. Alþjóðasamstarf. Veðurstofustjóri sótti fund, sem veðurfræðinefnd Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og flugmálanefnd Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar héldu sameiginlega í Paris 20. janúar til 15. febrúar. Rætt var um ýmis atriði í sambandi við flugveðurþjónustu. Tækniaðstoð. Sumarið 1964 starfaði dr. Wilhelm Kreutz, yfirmaður landbúnaðarveðurfræðistofn- unarinnar í Giessen, og aðstoðarmaður hans, A. Thomas, á Veðurstofunni um þriggja mánaða skeið sem ráðunautar í landbúnaðarveðurfræði og almennri míkróveðurfræði. Kostaði Tækniaðstoðarstofnun Sameinuðu Þjóðanna dvöl þeirra og lagði jafnframt til áhöld og tæki fyrir um 177.000 krónur. Af Veðurstofunnar hálfu störfuðu starfsmenn áhaldadeildar með hinum erlendu sér- fræðingum og hlutu þannig þjálfun í míkróveðurfræðilegum athugunum og mælingum. Að frumkvæði dr. Kreutz var m. a. unnið að þessum verkefnum: 1. Komið var upp tveimur landbúnaðar- og míkróveðurfræðilegum mælireitum. Er annar reiturinn i Gróðrarstöðinni á Akureyri, og er hann starfræktur í samvinnu við Árna Jónsson tilraunastjóra. Hinn reiturinn er við Sólland í Reykjavík, og ann- ast starfsmenn áhaldadeildar mælingar þar. 2. I skógræktarstöðinni í Fossvogi voru um nokkurt skeið gerðar ýmsar mikróveður- fræðilegar mælingar. 3. Jarðvegsrakamælingar voru gerðar á ýmsum stöðum, aðallega þó í áðurnefndum mælireitum. 4. 1 samvinnu við Jarðhitadeild Raforkumálaskrifstofunnar var við Reykjakot í ölfusi gerð tilraun til að hita upp jarðveg með heitu vatni frá borholu. Var fylgzt með áhrifum upphitunarinnar á jarðvegshita og gróður þriggja grænmetistegunda. Jafn- framt voru gerðar nokkrar jarðvegsraka-, vind- og uppgufunarmælingar. Hér var um undirbúningstilraun að ræða, sem hófst þó of síðla sumars til að um verulegan árangur gæti verið að ræða. 5. 1 samvinnu við Vegamálaskrifstofuna var sett upp skjólnet við Litlu-Kaffistofuna í Svínahrauni til að kanna áhrif þess á skafrenning og skaflamyndun við þjóðveginn. I skýrslu um dvöl sína lagði dr. Kreutz til að starfsemi þessari yrði lialdið áfram og hún efld til muna. Lagði hann til, að ráðinn yrði einn veðurfræðingur og tveir aðstoðar- menn til þessara starfa, en jafnframt fengi Veðurstofan áframhaldandi tækniaðstoð á þessu sviði á árunum 1965—1966. Ráðgerði dr. Kreutz að koma hingað aftur vorið 1965. Vegna óvænts fráfalls hans gat þó því miður ekki orðið af því. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 24. nóvember 1964. tltgófustarfsemi og útvarp veðurfregna. Prentað var ársyfirlit Veðráttunnar fyrir 1962 og mánaðaryfirlit fyrir mánuðina janúar__september 1963. Prentun tafðist nokkuð vegna vinnu við meðallagstöflur um hita úrkomu, loftvægi og sólskinsstundir, sem birtust í ársyfirliti 1962. (127)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.