Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1964, Blaðsíða 30

Veðráttan - 02.12.1964, Blaðsíða 30
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1964 VeSurstöðvar. Athugunarmenn: Valgerður Kristjánsdóttir, húsfreyja í Stykkishólmi, hætti athug- unum í september, og hafði þá verið athugunarmaður fyrir Veðurstofuna i 25 ár, fyrstu árin ásamt manni sinum, Magnúsi Jónssyni, en eftir 1951 annaðist hún starfið ein. Reynd- ist hún bæði traust og samvizkusöm í starfi. Kristín Níelsdóttir, húsfreyja, tók við athug- unum í Stykkishólmi. Sigurjón Ólafsson, sem annazt hafði athuganir í Heiðmörk af stakri samvizkusemi, lézt í maí. Við athugunum þar tók Magnús Magnússon. Karl Jónsson, bóndi á Mýri, hætti athugunum í árslok 1963, en við tók Tryggvi Höskuldsson, bóndi. 1 janúar hætti Rudolf Stolzenwald athugunum á Hellu eftir 7 ára starf, en við tók Garðar Björnsson, bakari. Á Reykhólum tók Ingi Garðar Sigurðsson, tilraunastjóri, við athugunum af Sigurgeiri E. Ágústssyni í maímánuði. Davíð Guðnason, bóndi á Jaðri, hætti athugunum i júnílok, en við tók Guðbergur Guðnason, bóndi. Nýjar stöövar: I júníbyrjun hófu 3 nýjar stöðvar starfsemi á vegum Veðurstofunnar. Á Akurhóli á Rangárvöllum athugar Elísabet Sigurðardóttir, húsfreyja, en Stefán Guð- mundsson, bóndi, er athugunarmaður á Dratthalastöðum i Hjaltastaðaþinghá. Á báðum þessum stöðvum er athugað kl. 8, 14 og 20, og mánaðarskýrslur sendar Veðurstofunni. Á Eyvindará i Egilsstaðahreppi er Vilhjálmur Jónsson, bóndi, athugunarmaður. Eru gerðar þar athuganir og send skeyti kl. 2, 5, 8, 20 og 23 og að auki kl. 11, 14 og 17 alla helgidaga, þegar flugumferðarstjórar á Egilsstaðaflugvelli eru ekki við vinnu. Athugunum á Egils- staðaflugvelli fækkar að sama skapi. I mánaðar- og ársyfirlitum eru Eyvindará og Egils- staðaflugvöllur reiknuð út sem ein og sama stöð, en fjarlægðin á milli þessara staða er innan við 2 km. Á Skaftafelli í Öræfum hófust úrkomumælingar i marz, og annast Jakob Guðlaugsson þær, en á Kolviðarhóli hófust úrkomumælingar í apríl og annast Hermann Sigurðsson þær. Um miðjan ágúst var stöðin í Fagradal flutt inn i kauptúnið í Vopna- firði. Athuganir eru gerðar þar kl. 8, 11, 14, 17 og 20, og veðurskeyti send kl. 8, 11 og 17. Oddný S. Wiium heldur áfram athugunum. Ýmsar breytingar: I júlí 1963 var sett upp sérstætt hitamælaskýli á Suðureyri, en áður hafði verið þar veggskýli. Jafnframt var úrkomumælir fluttur til innan þorpsins. Skömmu siðar var settur upp úrkomumælir á Skaftafelli í Öræfum. Seinni hluta maí 1964 voru sett upp úrkomumælir og hitamælaskýli á Akurhóli, Dratthalastöðum og Eyvindará. Á Jaðri var sett upp hitamælaskýli í júní, og eru þar síðan gerðar veðurathuganir kl. 8, 14 og 20 og mánaðarskýrslur sendar Veðurstofunni, en áður höfðu aðeins verið gerðar þar úrkomumælingar. 1 ágúst var sett upp hitamælaskýli og úrkomumælir með vindhlíf á Teigarhorni, en þar hafði verið veggskýli og úrkomumælir án vindhlífar áður. 1 septem- ber voru öll veðurathugunartæki í Stykkishólmi flutt, að vindhraðamælinum undantekn- um, en fjarlægðin á milli nýja og gamla staðarins er innan við 50 metra. 1 ágúst og sept- ember var komið fyrir vindhraðaritun í Stykkishóimi, Raufarhöfn, Dalatanga, Hólum í Hornafirði og Fagurhólsmýri. I septemberlok var almennum veðurathugunum hætt i Andakílsórvirkjun, en úrkomumælingar eru gerðar þar áfram. f október var skipt um úrkomumæli í Kalmanstungu og hann fluttur til um nokkra metra, og í sama mánuði voru settir hitaritar í hitamælaskýlin á Jaðri og Hæli. Á eftirtöldum stöövum var athugunum hœtt á árinu: Fagradal í júlí, Möðrudal í september og Varmalandi í nóvember. Atliuganir í óbyggöum: Á Hveravöllum voru gerðar athuganir frá 5. júlí til 16. sept- ember. Veðurskeyti voru send 6 sinnum á sólarhring, kl. 8, 11, 14, 17, 20 og 23. Athugunar- maður var Sigurður Sverrisson. 1 Jökulheimum var samvinna um athuganir milli Veður- stofunnar og Jöklarannsóknafélagsins eins og árið 1963. Athugað var frá 1. júní til 31. ágúst og veðurskeyti send á sömu timum og á Hveravöllum. Athugunarmaður var Pétur Sumarliðason. EftirlitsferÖir: Eftirtaldar athugunarstöðvar voru voru heimsóttar á árinu: Akur- eyri, Arnarstapi, Blönduós, Dalatangi, Dratthalastaðir, Egilsstaðir, Eyvindará, Flatey, Garður II, Hallormsstaður, Heiðmörk, Hella, Hellissandur, Hof, Hólar í Hjaltadal, Hólar í Hornafirði, Húsavík, Hvanneyri, Hveravellir, Hæll, Jaðar, Jökulheimar, Kambanes, Keflavík, Kirkjubæjarklaustur, Mánárbakki, Mýrar, Raufarhöfn, Reykjavík, Sámsstaðir, Sauðárkrókur, Sandur, Skógargerði, Skriðuklaustur, Staðarhóll, Stykkishólmur, Teigar- horn, Vopnafjörður og Þorvaldsstaðir. (126)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.