Veðráttan

Volume

Veðráttan - 02.12.1970, Page 38

Veðráttan - 02.12.1970, Page 38
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1970 Hrafn Karlsson, aðstoðarmaður. Stella Gróa Óskarsdóttir, aðstoðarmaður, Hörður Karlsson, aðstoðarmaður. byrjaði i apríl. Jenny Olga Pétursdóttir, aðstoðarmaður, Þorsteinn Sigvaldason, aðstoðarmaður. byrjaði í október. Þráinn Þorleifsson, eftirlitsmaður. Veðurstöðvar. Athugunarmenn: örn Sigurðsson athugunarmaður á Sauðárkróki andaðist í nóv- ember. Hann hafði gegnt starfi athugunarmanns frá 1962 og reynzt traustur og góður starfsmaður. Erla Ásgrímsdóttir ekkja hans heldur áfram athugunum á Sauðárkróki. Friðjón Guðmundsson á Sandi hefur á þessu ári gert veðurathuganir í 30 ár og kann Veðurstofan honum beztu þakkir fyrir ágætt starf. Lúðvík Jónsson hætti athugunum á Akranesi í júní og við starfinu tók Sveinn Jónsson. í sama mánuði flutti Gunnar Guðmundsson frá Fornahvammi og i stað hans kom Haf- steinn Ólafsson. Jón H. Magnússon hætti úrkomuathugunum á Leirubakka í júli og tók þá Bjarni Valdimarsson við. í sama mánuði tók Sigurlaug Ólafsdóttir við athugunum á Hólum í Hjaltadal af Sigfúsi Ólafssyni. Hreinn Haraldsson hætti úrkomuathugunum á Mjólkárorkuveri í ágúst og tók Ómar Þórðarson við starfi hans. Guðni Guðbjartsson hætti athugunum á Ljósafossi í október og við tók Loftur Jóhannsson. 1 október fékk Jóhann Pétursson vitavörður á Hornbjargsvita frí frá störfum um eins árs skeið og annast Ey- steinn Jónsson athuganir þar í fjax-veru Jóhanns. Athuganir hættu um sinn á Kjörvogi frá nóvemberbyrjun að telja. Nýjar stöSvar og breytingar á eldri stöðvum: Veðurathuganir hófust við álverið í Straumsvík í marz. Starfsmenn fyrirtækisins annast athuganir. Athugað er kl. 9, 15 og 21 og mánaðarskýrsla send Veðurstofunni. Veðurfarsstöð var einnig komið upp við Búrfells- virkjun. Þar hófu starfsmenn virkjunarinnar athuganir í apríl og er athugað kl. 9, 15 og 21. I júlí var komið upp tveim veðurfarsstöðvum við Þórisvatn. Á annarri stöðinni, Þór- isósi, var aðeins athugað fram í september, en á hinni stöðinni Vatnsfellsbúðum (í ágúst- hefti Veðráttunnar er sú stöð nefnd Þórisbúðir) er athugunum haldið áfram. Starfsmenn verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen athuga og athugunartímar eru kl. 9, 15 og 21. Úr- komustöð var sett upp á Skeiðfossi í júní og athugar þar Indriði Guðjónsson stöðvarstjóri. 1 júlí var véðurstöðin á Hellissandi lögð niður, en í stað hennar var komið upp stöð á Gufuskálum. Umsjón með athugunum hefur Ólafur Þórarinsson stöðvarstjóri. Veður- skeyti eru send kl. 6, 9, 12, 18, 21 og 24. Ný úrkomustöð var sett upp á Svartagili í október og athugar þar Jón F. Sigurðsson bóndi, og í nóvember hófust úrkomumælingar á Hjarð- arfelli, en þar athugar Guðbjartur Gunnarsson. 1 september var settur upp síritandi úr- komumælir á Kviskerjum. I október var veðurstöðin á Hellu flutt til innan þorpsins. Leiöréttingar: Aage Steinsson stöðvarstjóri flutti frá Gix'msárvirkjun 1963 og siðan athugaði Aage Petersen þar til 1966, en þá tók Hrafnkell Kárason stöðvarstjóri við starf- inu. Láðst hefur að geta um þessar breytingar í Veðráttunni. Veðurstöðin í Stykkishólmi var flutt til innan þorpsins í apríl 1968. Siðan hefur hæð stöðvarinnar verið 16 m og hæð loftvogar 18 m. 1 ársyfirlitinu 1968 og 1969 láðist að breyta hæð stöðvarinnar. Breyting á atliugunartíma: 1 desember var hætt að gera athuganir kl. 3 á Sauðárkróki. öreglulegar stöövar: Athuganir voru gerðar í Heiðmörk mánuðina maí til október, og á Korpu maí til september. I Jökulheimum var athugað mánuðina júni til ágúst og við Þórisós júlí til september. EftirlitsferÖir: Starfsmenn Veðurstofunnar heimsóttu eftirtaldar stöðvar á árinu: Akureyri (gróðrarstöðina), Akranes, Andakílsárvirkjun, Barkarstaði, Búrfell, Elliðaár- stöð, Fagurhólsmýri, Fornahvamm, Forsæludal, Galtarvita, Grindavik, Gufuskála, Hellu, Hellissand, Hjaltabakka, Hjarðarholt, Hóla i Hjaltadal, Hóla í Hornafirði, Hólm, Horn- bjargsvita, Hraun, Hvallátur, Hvanneyri, Hveravelli, Höfn í Hornafirði, Jökulheima, Keflavíkurflugvöll, Kvigindisdal, Kvisker, Lambavatn, Leirubakka, Ljósafoss, Heiðarbæ, Miðfell, Mjólkárvirkjun, Nautabú, Reykhóla, Reykjanesvita, Reykjavík, Sauðárkrók, Skaftafell, Skeiðfossvirkjun, Skriðuklaustur, Stykkishólm, Suðureyri, Svartagil, Vagns- staði, Vatnsfellsbúðir, Vífilsstaði, Þingvelli, Þórisós, Þóroddsstaði, Þórustaði, Æðey. Athuganir á skipum: Á eftirtöldum skipum voru gerðar athuganir og skeyti send: Arnarfelli, Árna Friðrikssyni, Bakkafossi, Brúarfossi, Dettifossi, Dísarfelli, Agli Skalla- (134)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.