Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1970, Síða 39

Veðráttan - 02.12.1970, Síða 39
1970 VEÐRÁTTAN Ársyfirlit grímssyni, Fjallfossi, Goðafossi, Goðanum, Gullfossi, Hafþóri, Harðbak, Helgafelli, Hofs- jökli, Ingólfi Arnarsyni, Jóni Þorlákssyni, Júpiter, Jökulfelli, Lagarfossi, Langá, Laxfossi, Ljósafossi, Maí, Marz, Mælifelli, Reykjafossi, Röðli, Selfossi, Skógarfossi, Sléttbak, Tungu- fossi, Oranusi, Þormóði goða, Ægi. Jaröskjálftamœlar eru á eftirtöldum stööum: Reykjavík (Sjómannaskólanum), Akur- eyri, Eyvindará, Kirkjubæjarklaustri, Vík og Rjúpnagili við Höfðabrekkujökul. Útvarp veðurfregna og útgáfustarfsemi. Útvarpstímar veöurfregna voru sem hér greinir: kl. 100, 430, 700, 830, 1010, 1225, 1615, 1845, 1855 og 2215. Kl. 1845 var eingöngu útvarpað veðurathugunum á einstökum stöðvum, kl. 1010 og 100 var bæði útvarpað veðurathugunum, almennri lýsingu og veðurspám, en á öðrum tímum var útvarpað almennri veðurlýsingu og veðurspá fyrir landið, miðin, Austurdjúp og Færeyjadjúp og kl. 100 og 1225 einnig fyrir hafið sunnan við landið. Spá var gerð fyrir Jónsmið frá 22. maí til 5. október. Auk þessara veðurfrétta var veðurspám fyrir djúpmið útvarpað á íslenzku og ensku í loftskeytalykli kl. 5 30, 1130, 17 30 og 23 30 og veðurspá fyrir Grænlandsmið kl. 1130 og 2330. Veðurspám, sem gilda tvo sólarhringa, var útvarpað kl. 1855 og 2215. Veðurfréttir birtust einnig í sjónvarpi alla daga sem sjónvarpað var. Veöráttan. Prentuð voru mánaðaryfirlit frá september 1969 til ágúst 1970 og ársyfir- lit fyrir árið 1969. MánaÖaryfirlit fyrir fjórar veðurstöðvar voru unnin sérstaklega um hver mánaðamót og send áskrifendum. Á árinu voru gefin út 30 vottorð um veður til notkunar í opinberum málum. Upplýsingar um jaröskjálfta (Preliminary Seismogram Readings) voru sendar viku- lega til helztu erlendra miðstöðva fyrir jarðskjálftamælingar og annarra sem óska slíkra upplýsinga. Búveðurfræði. Búveðurstöðvar voru 7 að tölu árið 1970, Sólland í Reykjavík, Mógilsá, Hvanneyri, Reykhólar, tilraunastöðin á Akureyri, Skriðuklaustur og Sámsstaðir. 1 Reykjavík og á Akureyri hófust slikar mælingar síðla árs 1964, og er mælt þar kl. 9 að morgni. Á hinum stöðvunum eru framkvæmdar almennar veðurathuganir kl. 9, 15 og 21, en búveðurfræði- mælingum var bætt við á árunum 1968 og 1969. Er þar um að ræða jarðvegshitamælingar í 5,10, 20, 50 og 100 cm dýpt í grasreit, hámarks- og lágmarkshitamælingar í 20 cm hæð og lágmarksmælingar við jörð. Einnig er mældur meðalvindhraði í 2 m hæð. 1 Reykjavík, á Reykhólum, Akureyri og Skriðuklaustri eru auk þess gerðar að sumarlagi vikulegar mælingar á jarðvegsraka í efstu 60 cm jarðvegsins. 1 búveðurfræði var á árinu, auk úrvinnslu búveðurfræðimælinga, uppgufunarmælinga ogmælinga á geislunarjöfnuði, unnið að rannsókn á uppgufun (potential evapo-transpira- tion) á Islandi. Alþjóðasamstarf. Hlynur Sigtryggsson sótti ráðstefnu um flugumferð og flugveðurþjónustu á Norður- atlantshafi, er Alþjóðaflugmálastofnunin hélt í Montreal í apríl, og fund i veðurþjónustu- nefnd (CSM) Alþjóðveðurfræðistofnunarinnar í Genf í júní. Flosi Hrafn Sigurðsson sótti fund norrænnar jarðvegsrakanefndar á Tune Landbo- skole í Danmörku dagana 19.—22. janúar 1970. Tók hann jafnframt þátt í námskeiði um jarðvegsrakamælingar, sem nefndin stóð fyrir, og gerði þar grein fyrir jarðvegsraka- mælingum á Islandi. Flosi sótti einnig þrjá fundi á vegum Nordforsk varðandi mengunar- mál í Gautaborg 7.-11. nóvember. Páll Bergþórsson sótti fund norrænna veðurfræðinga í Helsingfors í júní, Adda Bára Sigfúsdóttir sótti fund samstarfsnefndar veðurfarsdeilda ó Norðurlöndum í Stokkhólmi 25.-29. ágúst. (135)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.