Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.10.1975, Page 1

Veðráttan - 01.10.1975, Page 1
VEÐRÁTTAX 1975 MÁNAIIARYFIKLIT SAMIfl A VKflURSTOFUNIVI Október Mánuöurinn var hagstæður, mildur og viðast veðursæll, en sums staðar var frek- ar úrkomusamt. Kúm var beitt lengst af og fé ekki hýst. Þ. 1. var hæg austlæg átt, en snerist til norðausturs og norðurs, er á daginn leið. Á norðan- og austanverðu landinu var rigning eða súld, og þ. 2. rigndi einnig vestanlands. Lægðardrag lá þá yfir sunnanverðu landinu og vindur var vestlægur við suðurströndina. Lægðardragið þokaðist norður og var yfir miðju landinu á mið- nætti. Vindur var hægur og breytilegur þ. 3. Á Vestfjörðum var þó norðaustanátt og breiddist hún suðaustur yfir landið og náði yfir allt landið um kvöldið. Víða var nokkur rigning. Þ. 4. var fyrst hæg norðan- og norðaustanátt og úrkoma norðanlands og austan. Lægð nálgaðist suðvestan að og fór hún austur eða norðaustur fyrir sunnan land. Vindur snerist fljótlega til austurs og norðausturs. Varð strekkingur við suður- ströndina, og víða rigndi. Þ. 5. var norðaustan- og norðanátt með únkomu á norðan- verðu landinu, en þ. 6. þokaðist hæð austur yfir landið og var vindur hægur og breytilegur og yfirleitt þurrt veður nema norðaustanlands, en þar var lítils háttar rigning fyrrihluta dagsins. Þ. 7. gerði suðaustanátt og regnsvæði fór norðaustur yfir landið. Dagana 1,—7. var frekar kalt í veðri. Þ. 3. var hiti 3% ° undir meðallagi, og var það kaldasti dagur í mánuðinum miðað við meðallag. Þ. 2. og 4. var 2%—3° kaldara en í meðalári, þ. 1. og 5. var 2° kaldara og þ. 6. og 7. 1° kaldara en i meðallagi. Suð- austan- og austanátt með rigningu á sunnanverðu landinu hélst þ. 8. Þ. 9. var vindur mjög hægur og rigning eða súld með köflum, og þ. 10. var hæg suðlæg og suðaustlæg átt með rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu, en hæg suðvestlæg átt og þurrt veður norðanlands og austan. Þ. 11. var lægð suðvestur í hafi. Vindur var suðlægur og suðaustlægur um allt land, og regnsvæði fór norðaustur yfir landið. Eftir það varð vindur suðvestlægur og vestlægur með skúrum á vestanverðu landinu. Næsta dag varð vindur aftur hægur suðlægur eða suðaustlægur og rigndi sunnanlands, en þ. 13. var rigning um allt land. Þá lá lægðardrag norðaustur yfir landið vestanvert, og á Vestfjörðum var allhvöss norðaustanátt. Lægðardragið þokaðist suðaustur þ. 14., og þ. 15. var viðast norðlæg eða norðaustlæg átt, en sunnanlands og austan var lengst af hægviðri. Víða var rigning þennan dag, en slydda norðanlands og á Vestfjörðum. Þ. 11. var hlýjast að tiltölu í mánuðinum. Þá var hiti 6° yfir meðallagi, en 4° fyrir ofan það þ. 10. Þ. 8.-9. og 12.—14. var 2°—3° hlýrra en í meðalári, en þ. 15. og 16. var 1°— 2%° kaldara en venja er til. Þ. 16. snerist vindur til austurs og suðausturs með rigningu sunnanlands, en lægð nálgaðist þá suðvestan að. Suðaustanáttin hélst til þ. 22. með rigningu víða um land, en suma dagana var norðaustanátt á Vestfjörð- um. Hvasst var við Vestmannaeyjar þ. 17. og 18. Á Norður- og Austurlandi var vindur mjög hægur þessa daga. Hiti var í meðallagi þ. 17. og 2° fyrir ofan það þ. 18., en næstu 3 daga var 5° hlýrra en í meðalári. Þ. 22.-24. var hiti 3°—4° yfir meðallagi, en þ. 25. var hann í meðallagi. Þ. 22. snerist vindur meira til austurs við suðurströnd- ina og hvessti í Vestmannaeyjum, en víðast hvar var vindur mjög hægur austlægur eða suðaustlægur. Þ. 23. var austanátt um allt land, hvasst við suðurströndina, og regnsvæði fór norður yfir landið, en næsta dag var norðaustanátt á norðanverðu landinu og viða rigning. Þ. 25. var lægð suðaustur af landinu og norðaustanátt um allt land með rigningu viðast hvar og slyddu sums staðar norðanlands. Lægðin þokaðist norður, og síðari hluta dagsins var norðanátt og úrkoma norðanlands, en hæg austanátt og rign- ing syðra. Þ. 26. var austlæg og norðaustlæg átt um allt land, nema norðaustanlands, en þar var hæg norðanátt. Víða var úrkoma. Næsta dag gekk vindur til suðausturs, en þá nálgaðist lægð suðvestan að. Hún fór austur fyrir sunnan land þ. 28. og varð (73)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.