Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1981, Blaðsíða 1

Veðráttan - 02.12.1981, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1981 ÁRSYFIBLIT samid A veðvrstofijnjvi Tíðarf arsyf irlit. Tíöarfariö var óhagstætt mestan hluta ársins. Loftvœgi var 1.6 mb yfir meðallagi frá 0.7 mb á Dalatanga og Höfn að 2.3 mb á Galt- arvita og Hornbjargsvita. Hæst stóð loftvog 1043.9 mb á Eyrarbakka 9. janúar kl. 24 en lægst á Galtarvita 945.5 mb 17. febrúar kl. 3. Hiti var 1.6° undir meðallagi. Þetta er eitt af köldustu árum aldarinnar. Mun kaldara var þó árið 1979, en þá var hiti 2.1° undir meðallagi. Árin 1917 og 1969 voru ámóta köld á öllu landinu, en árin 1966—1970 voru öll kaldari norðanlands, og einnig var nokkrum sinnum kaldara þar fyrir 1920. Við suðurströndina og í innsveitum norðvestanlands var hitinn 1°—1%° undir meðallagi, en annars víðast 1M:°—2° undir því. Árssveifla hitans var minnst 10° í Vestmannaeyjum og á 2 stöðvum á Austfjörðum. Annars staðar með ströndum fram var árssveiflan 11°—13°. Mest var árssveiflan 16°—17° í innsveitum á Norðausturlandi. Hámarkshiti komst í 25° á 5 stöðvum mest 25.3° á Vopnafirði 1. september. Mesta frost fór niður fyrir 25° á 3 stöðvum, kaldast var —28.2° í Reykjahlíð 25. janúar. Úrkoma var meiri en í meðalári víðast hvar norðaustanlands og á stöku stað í öðrum landshlutum, en annars yfirleitt minni en í meðalári (sjá kort bls. 98). Mest var úrkoman á Kvískerjum 2902 mm. Á Snæbýli mældust 2165 mm. Á 4 öðrum stöðvum var ársúrkom- an milli 1600 og 2000 mm. Minnst var ársúrkoman 350 mm í Möðrudal og fór hún hvergi annars staðar niður fyrir 400 mm, en á 18 öðrum stöðvum var hún minni en 600 mm. Mesta sólarhringsúrkoma var 123.0 mm á Kviskerjum 28. janúar og í 6 önnur skipti fór sólarhringsúrkoma yfir 100 mm, þar af tvisvar á Kvískerjum. 1 61 skipti var sólar- hringsúrkoma milli 50 og 100 mm. \ Sólskinsstundir voru yfirleitt heldur færri en að meðaltali á árunum 1971—1980. Fæstar voru þær að tiltölu á Akureyri 80% af meðaltali 1971—1980 og næst kom Raufarhöfn með 81%. Flestar voru sólskinsstundir að tiltölu á Hveravöllum 105% og í Reykjavík 102%. Á öðrum stöðvum voru sólskinsstundir 85—100% af þessu 10 ára meðaltali. Sól- skinsstundir voru 23—31% af þeim tíma sem sól er á lofti á hverjum stað. Veturinn (des.1980—mars 1981) var óhagstæður. Víðast var snjóþungt og um sunnan- og vestanvert landið mynduðust mikil svellalög vegna tíðra veðrabreytinga. Samgöngur voru erfiðar. Mikið fárviðri gerði vestanlands um miðjan febrúar. Hiti var 2.1° undir meðallagi og hefur enginn vetur verið kaldari svo neinu nemi siðustu 20 árin en ámóta kalt var 1966, 1968, 1969 og 1979. Meðalhiti vetrarins á einstökum stöðvum var frá 0.4° í Vestmannaeyjum að —7.6° á Hveravöllum, en kaldast í byggð var —7.2° í Möðrudal. Hiti var einnig yfir frostmarki í Vík og á Vatnsskarðshólum og meira en 6 stiga frost var á Grímsstöðum og Brú. Úrkoma var meiri en í meðalári nema á Austfjörðum og Suðausturlandi og einnig viðast hvar við ströndina frá Breiðafirði til Skagafjarðar. Mesta vetrarúrkoma var 1228 mm á Kviskerjum og næstmest 888 mm á Mýrum, en minnst 99 mm i Möðrudal. Vorið (apríl-maí) var milt framan af en í lok apríl gerði kuldatíð. Hiti var i með- allagi frá —0.6° á Hveravöllum að 5.8° á Sámsstöðum og Eyrarbakka. Hitinn var 5.0° eða hærri á 14 stöðvum alls. Kaldast í byggð var 0.7° i Möðrudal og á 9 stöðvum var hitinn frá 1.1° að 2.0°. Úrkoma var yfirleitt meiri en í meðalári frá Suðvesturlandi að Isafjarðardjúpi og i innsveitum Húnavatnssýslu, en viðast annars staðar minni en venja er til. Mest var úrkoman 443 mm á Kvískerjum og næstmest 333 mm í Andakílsárvirkjun en minnst 17 mm á Dratthalastöðum. Sólskinsstundir voru flestar á Hveravöllum eða 429 sem er 34%umfram meðallag áranna 1071—1980 og 45% af þeim tíma sem sól er á lofti. 1 Reykjavík, á Reykhólum, Akureyrii og Höskuldarnesi voru sólskinsstundir frá 102—111% af meðaltali 1971—1980, en á Hallormsstað, Hólum og Sámsstöðum 80—90%. Sumarið (júní—sept.) var óhagstætt. Sprettutíð var léleg framan af og sláttur hófst seint. Heyskapartíð var óhagstæð sunnan lands í ágúst. Hiti var 0.9° undir meðallagi. Síðustu 20 ár hafa 7 sumur verið kaldari eða frá 1.0° að 1.9° undir meðallagi. Kaldast var á Hveravöllum 4.9° og á 14 stöðvum var hitinn frá 6.0° til 6.9°. Hlýjast var 9.6° í Straumsvík og á 12 stöðvum var hitinn frá 9.0° til 9.4°. Úrkoma var minni en í meðalári á flestum stöðvum sunnanlands og vestan frá Hornafirði ti! Breiðafjarðar. Á 4 stöðvum á Vestfjörðum var úrkoman einnig innan við meðallag en annars staðpr á landinu var (97)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.