Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1981, Síða 2

Veðráttan - 02.12.1981, Síða 2
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1981 Tíðarfarsyfirlit. Framhald. af bls. 97. hún yfirleitt meiri en í meðári. Mest var úrkoman á Kvískerjum 867 mm en minnst 150 mm á Þóroddsstöðum og Sigöldu. Sólskinsstundir voru flestar i Reykjavík eða 602 sem er 96% af meðallagi áranna 1971-1980 og 31% af þeim tíma sem sól er á lofti. Á Reykhólum voru sólskinsstundjr 20% fleiri en meðaltal sömu ára eða 580 sem er 32% af þeim tíma sem sól er þar á lofti. Á Hólum, Sámsstöðum og Hveravöllum voru sól- skinsstundir 90—94% af meðallagi áranna 1971—1980 og á Akureyri, Höskuldarnesi og Hallormsstað 72—78% af meðaltali sömu ára. Haustið (okt.-nóv.) var óhagstætt og snjór lagðist óvenjusnemma að norðanlands. Hiti var 3.3° undir meðallagi. Ekkert haust hefur verið jafnkalt síðustu 20 ár og sam- kvæmt tölum fyrir Reykjavík og Akureyri er þetta kaldasta haust frá 1917 og næst- kaldasta haust aldarinnar. Kaldast var á Hveravöllum —5.8° og í Möðrudal og á Gríms- stöðum —4.8° til —4.3°. Á 4 stöðvum var frostið —3.0° til —3.8°. Mildast var í Vík, hiti 1.9° og á Vatnsskarðshólum og Vestmannaeyjum 1.5° til 1.6°. Á 21 stöð var hitinn frá frostmarki að 1.2° yfir því. tJrkoma var innan við meðallag nema á Norðausturlandi og allvíða var hún innan við helming meðalúrkomu. Mest var úrkoman 463 mm á Kví- skerjum, en minnst 32 mm i Forsæludal. (98)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.