Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1981, Blaðsíða 33

Veðráttan - 02.12.1981, Blaðsíða 33
1981 VEÐRÁTTAN Arsyfirlit Útvarp veðurfregna. Útvarpstímar veSurfregna voru sem hér greinir: Kl. 0100 (eingöngu á langbylgju), 0430 (um loftskeytastöðina í Reykjavík), 0700 (nema á sunnudögum), 0815,, 1010, 1245, 1615, 1845 og 2215. Kl. 0100, 0700, 1010 og 1845 var bæði útvarpað veðurlýsingu frá einstökum veður- stöðvum (kl. 0700 aðeins innlendar stöðvar), almennu yfirliti og veðurspá fyrir landið, miðin og djúpin. Á öðrum tímum var útvarpað almennu yfirliti og veðurspá. Spá var gerð fyrir Norðurdjúp 8. jan,—4. maí og 10. ág—21. des. Spá var gerð fyrir Grænlandssund 21. sept.—17. nóv., en það svæði er vestan við Norðurdjúp, allt frá 22°V að strönd Grænlands milli 67°N og 70°N. Veðurhorfum á öðrum degi var útvarpað í lok lesturs kl. 1245 og 1615. Frá strandstöðvum Póst- og símamálastofnunar var útvarpað almennu yfirliti, storm- aðvörunum og spám fyrir þau spásvæði sem næst eru hverri stöð, sem sér segir: Að næturlagi var útvarpað frá Isafirði, Neskaupstað og Vestmannaeyjum kl. 0133 og 0503, en frá Siglufirði og Hornafirði þrem mínútum síðar í báðum tilvikum. Að degi til var útvarpað frá Neskaupstað kl. 1045, 1645 (aðeins mánuðina okt.—mars) og 2245, og hverju sinni þrem mínútum síðar frá Siglufirði og Hornafirði. Útvarpað var á aðal- vinnutíðnum stöðvanna að undangengnu tilkynningakalli á 2182 kílóriðum. Auk þessara veðurfrétta var veðurspám fyrir miðin útvarpað á íslensku og ensku í loftskeytalykli kl. 0530, 1130, 1730 og 2330. Reglulegar útsendingar greindra veðurkorta til skipa hófust 15. des. 1981. Sent var á 6482 kílóriðum og með 120 snúninga hraða á mínútu. Útsendingartímar voru kl. 1000 og 2300. Veðurfréttir birtust í sjónvarpi alla daga sem sjónvarpað var. Ú tgáf ustarf semi. VeOráttan: Prentuð voru mánaðaryfirlit fyrir júlí til desember 1980 og ársyfirlit það ár. Mánaðaryfirlit fyrir 4 stöðvar voru unnin um hver mánaðamót og send áskrifendum. Á árinu voru gefin út 50 veðurvottorð til notkunar í opinberum málum. Vegna samþykkta Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um nýjan veðurskeytalykil sem taka á í notkun 1. janúar 1982 við allar sendingar veðurskeyta frá athugunarstöðvum á yfirborði jarðar, jafnt á sjó og landi voru nýjar og breyttar útgáfur af „Reglum um veðurskeyti og veðurathuganir“ gefnar út. Einnig voru gefnar út breyttar „Reglur um veðurathuganir á skipum og samningu veðurskeyta" og „Reglur um flugvallaveður- skeyti (METAR SPECI) ásamt skammtima flugvallaspám (TREND)“. / janúar gaf Veðurstofan út „Greinargerð um veðurfar í nágrenni Rauðavatns" sem Flosi Hrafn Sigurðsson tók saman. Verkið var unnið fyrir Borgarskipulag Reykjavikur. Greinar í erlendum ritum: „Revision of weather forecast areas in Iceland'1 eftir Markús Á Einarsson. Birt í Proceedings of the Symposium on Current Problems of Weather Prediction, Vienna, June 23—26 1981. Pubíication Nr. 253, Zentralanstalt fiir Meteorologie und Geodynamik, Wien. „Seismicity pattern in the South Iceland seismic zone" eftir Ragnar Stefánsson, Pál Einarsson, Þórunni Skaftadóttur, Sveinbjörn Björnsson og Gillain Foulger. Birt i Earthquake Prediction — An International Review. Maurice Ewing Series 4. 1981. The American Geophysical Union. „The Hekla eruption of 1980 — the mechanism of a ridge volcano" eftir Ragnar Stefánsson, I.S. Sacks og A.T. Linde. Birt í árbók Carnegie Inst. of Washington, 1980. „Calibration of Borehole Strainmeters" eftir Ragnar Stefánsson, I.S. Sacks og A.T. Linde. Birt í árbók Carnegie Inst., of Washington, 1980. Starfskynning: Námsmenn frá 7 skólum voru í starfskynningu á Veðurstofunni. Nemendur voru 21 og voru þeir til jafnaðar 4 daga hver. Einnig komu 11 hópar í stuttar kynningarheimsóknir. (129)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.