Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1988, Blaðsíða 1

Veðráttan - 02.12.1988, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1988 ÁRSYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Tíðarfarsyfirlit Tíðarfar var lengst af sæmilegt. Óþurrkar voru þó um austanvert landið síðari hluta sumars. Apríl var óvenju kaldur um land allt og júní fádæma sólarlítill á Suður- og Vesturlandi. Loftvœgi var 0.4mb yfir meðallagi, frá 0.8mb yfir á Gltv að 0.1 mb undir á Rfh. Hæst stóð loftvog á Brgs 28.2 kl. 15, 1046,3mb, en lægst 945,7mb í Vm, þ. 1.10. kl. 12. Hiti var 0.9° undir méðallagi. Að tiltölu var kaldast á Rfh, en emna hlýjast á Nb, en annars var lítill munur á hitafrávikum eftir landshlutum. Árssveifla hitans, þ.e. munurinn á kaldasta og hlýjasta mánuði, var minnst 10° í Vm, en mest í innsveitum á Norðausturlandi, þar sem hún var yfir 17°. Hæsti hiti ársins mældist á Vpn 25. júní, 28.6°, en 27.1°áKlIþ. 9. júní. Á lOstöðvum öðrum komst hiti í 25° eða meir. Lágmark fór niður fyrir -30° á þremur veðurstöðvum þ. 23. janúar. Þá mældist lágmarkshiti í Mðrd, -32.5° og er það mesta frost sem mælst hefur á landinu síðan í mars 1962. Úrkoma var yfir meðallagi á Norðausturlandi, á Suðurlandsundirlendinu og á fáeinum öðrum stöðum, en annars var hún undir meðallagi (sjá kort á bls. 98). Mest mældist ársúrkoma á Kvsk, 3090mm, á Nsjv 2681, 2335 í Snb, 2243 í Vík og 2189 í Skógum. Á 7 stöðvum var ársúrkoman 1600-2000mm. Minnst mældist ársúrkoma í Frsd, 335mm, 383mm á Nb, 388mm á Grst og 394mm á Blds. Á 15 stöðvum mældist ársúrkoman 400-600mm. Sólarhringsúrkoma fór 6 sinnum yfir lOOmm. Mest mældust 154,5mm í Kvsk þ. 18. október, 145,4mm mældust þar 9. ágúst og 125,8mm þ.7. desember. í 120 skipti var sólarhringsúrkoma 50-100mm. Sólskinsstundir voru færri en í meðalári austanlands (13 % undir því á Hlst), mjög nálægt því á Suðurlandi, en á Hvrv var sólskin 17% umfram meðailag. Sólskin var 30% þess tíma sem sól var á lofti í Reykjavík, 32% á Hlst, 30% í Hólum, 29% á Smst og 33% á Hvrv. Veturinn (desember 1987 - mars 1988) var lengst af talinn sæmilegur. Desember var óvenju hlýr um mikinn hluta landsins, janúar var kaldur, febrúar fremur rysjóttur, en í mars var lengst af þokkaleg vetrarveðrátta. Hitinn var 0.9° undir meðallagi. Hlýjast var í Vm, hiti 1.8°, 1.7° í Vík og 1.6° á Vtns. Á 7 stöðvum öðrum var meðalhitinn ofan við frostmark, á 32 stöðvum var hins vegar yfir 2° frost að meðaltali. Á Hvrv var meðalhiti -6.4°, en -6.0° í Mðrd. Úrkoma var yfir meðallagi víðast hvar í útsveitum á Norðausturlandi og við norðanverðan Breiðafjörð, mest tvöföld meðalúrkoma á Hvk og á Rfh, en minnst á Homafirði, en þar mældist aðeins helmingur meðalúrkomu. Vetrarúrkoman var mest á Kvsk, 793mm, en minnst á Grst, 75mm. Vorið (apríl og maí) var mjög kalt framan af, en í maí þótti tíðarfar þokkalegt víðast hvar. Hiti var 1.5° undir meðallagi. Meðalhiti var hæstur í Vík 4.8°, en lægstur á Grst -1.9°. Á 6 stöðvum var meðalhitinn undir frostmarki, en á 33 stöðvum var hann yfir 2°. Úrkoma var minnst norðan til á Vestfjörðum, um norðvestanvert landið og við suðaustur- ströndina. Minnst var úrkoma að tiltölu á Gltv, um 40% meðalúrkomu. Norðaustanlands var úrkoman hinsvegar víða meiri en í meðalári, nærri þreföld meðalúrkoma á Eg og meira en tvöföld á Mýri og Hvk. Vorúrkoman var mest á Nsjv, 506mm, en minnst 24mm á Tjörn. Sólskinsstundir voru flestar á Hvrv, 451 og er það 41% umfram meðallag og48% af þeim tíma sem sól var þar á lofti. Annars staðar skein sól 39-42% af þeim tíma sem sól var á lofti. Sólskiijið var tiltölulega minnst á Hlst, 5% umfram nleðallag. Sumarið (júní-september) var tvískipt. I júm' var fádæma dimmviðri um sunnan- og vestan- vert landið, en sólríkt austanlands, en hina mánuðina voru austan- og norðaustanáttir ríkjandi með miklum óþurrkum á Norðaustur- og Austurlandi, en sæmílegri tíð víðast annars staðar. Hiti var 0.4° undir meðallagi. Hlýjast var í Vík og á Kbkl, 9.9°, en kaldast 5.4° á Hvrv og 6.1° á Hbv. Á 16 stöðvum var meðalhiti sumarsins undir 8.0°. Úrkoma var meiri en í meðallagi um meginhluta Vestfjarða, við sjóinn á vestanverðu Norðurlandi, Norðaustur- og Austurlandi öllu og einnig víða á Suðurlandi: Meira en tvöföld meðalúrkoma mældist á Eg, Brkh, Hvk og Sandi. Mest úrkoma mældist á Kvsk, 1003mm, en minnst á Nb, 109mm. Sólskinsstundir urðu flestar á Hvrv, 580,enfæstar áHskn, 403. Á Hvrvskeinsólum 30% af þeim tíma semhún var álofti, 17% á Hskn, en annars 27-28%. Sölskin var í meðallagi á Hvrv og 72% af meðallagi á Hskn, 78% á Hlst, en 87-91% í Rvk, Hólum og á Smst. (97)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.