Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 02.12.1988, Blaðsíða 34

Veðráttan - 02.12.1988, Blaðsíða 34
Ársyfirlit VEÐRÁTTAN 1988 Veðurspá fyrir miðin var lesin á ensku kl. 0533, 1133, 1733 og 2333 á tíðni 1876 kílóriðum að undangenginni tilkynningu á 2182 kQóriðum. Auk þessara veðurfrétta var veðurspám fyrir miðin útvarpað á íslensku og ensku í loftskeytalykli kl. 0530, 1130, 1730 og 2330. Veðurfréttir birtust í sjónvarpi alla daga. Drög að spákorti fyrir fsland voru daglega gerð fyrir sjón- varpsstöðina Stöð 2. Svipuð drög voru reglulega gerð fyrir tvö dagblöð, DV og Morgunblaðið. Útgáfustarfsemi, greinar og fyrirlestrar. Veðráttan: Gefin voru út mánaðarblöð frá maí 1987 til júní 1988 ásamt ársyfirliti 1987. Jarðskjálftaskýrslur: Haldið var áfram útgáfu Mánaðaryfirlita jarðskjálftaí samvinnu við Raunvísinda- stofnun Háskólans. í yfirlitum þessum er getið um upphafstíma, staðsetningu og stærð þeirra skjálfta hér á landi, sem eru 2.0 stig á Richterkvarða eða stærri. Sem fyrr voru Skjálftabréf gefin út í samvinnu við Raunvísindastofnun. Preliminary Seismogram Readings var gefið út vikulega. Hafísskýrslur: Gefið var út ritið „Hafís við strendur íslands“ fyrir tímabilið október 1987 — september 1988. Markús Á. Einarsson birti greinina ,,Precipitation in Soutwestern Iceland" í tímaritinu Jökull No. 38, 1988. Grein eftir Þór Jakobsson ,,Ózonlagið“ birtist í Heilbrigðismálum, 4. tbl. 36. árg. 1988. Snjóflóðaannáll fyrir árin 1986-87 var tekinn saman og birtist hann í tímariti Jöklarannsóknafélags fslands, Jökli nr. 38, 1988. Grein eftir Sigurð Þorsteinsson ,,Finite amplitude stratified air flow past isolaled mountains on an f-plane“ birtist í maíhefti tímaritsins Tellus. Tvær greinar eftir Pál Bergþórsson birtust í bókinni „The impact of Climatic Variations on Agri- culture", Volum. 1. Sú fyrri heitir ,,Introduction“ en hin síðari „The effect on agricultural potential". Einnigbirtistgreinin,,Hafís við Austfirði 1846-1987“íSjómannadagsblaðiNeskaupstaðar 1988, ll.árg. Á ráðstefnu norrænna veðurfræðinga í Reykjavík 6.-9. ágúst 1988 héldu nokkrir íslenskir veðurfræð- ingar erindi: Flosi Hrafn Sigurðsson flutti erindið „COST-43 SOBA og databehov frá N-Atlanteren“. Sigurður Þorsteinsson flutti erindið „Non-linear hydrostatic flow over threedimensional mountains“. Páll Bergþórsson flutti erindi um tölvureiknuð veðurkort og annað um 12 klst. spár byggðar á þeim kortum, sem gerðar eru á þriggja stunda fresti. Markús Á. Einarsson flutti tvö erindi,„Temperaturforholdene i Islandidetteárhundrede" og„Terreng- ets virkning pá vœrforholdene i Island". Markús Á. Einarsson flutti erindi um veðrið og athafnir manna á málþingi stúdenta við Háskóla íslands 1. desember 1988. Þórir Sigurðsson samdi, ásamt Steve Rastrick, Hugbúnaði h.f., fyrirlesturinn „Use of micro-computers at synoptic stations in Iceland“ fyrir „ WMO Technical conference on instruments and methods ofobser- vation“ sem haldinn var í Leipzig í Austur-Þýskalandi dagana 16.-20. maí. Steve flutti fyrirlesturinn. Dagana 19.-21. október 1988 var haldin við Mývatn námsstefna almannavarnarnefnda, og flutti Magnús Már Magnússon þar tvö erindi. Eitt fjallaði um snjóflóðadeild Veðurstofunnar, og annað um verkefni snjóathuganamanna. Steinunn S. Jakobsdóttir flutti fyrirlestur í Jarðfræðafélagi íslands 22. mars 1988,„Frum ísland —gerð jarðskorpunnar milli íslands og Grœnlands“. Þór Jakobsson flutti erindi um hafís við ísland og hafísrannsóknir, á ráðstefnu norðlægra ríkja, um samstarf um rannsóknir á norðurslóðum í Leningrad 12.-15. des. 1988. Dreifíng veðurupplýsinga um gagnanet Landsímans. f febrúar var sett upp kerfi til að dreifa flugveðurupplýsingum um gagnanet Landsímans. Kerfið, sem fékk heitið Veðurboði, var hannað af starfsmönnum frá Flugmálastjórn, Veðurstofunni og Hugbúnaði h.f., undir eftirliti Verkfræðideildar Háskóla íslands og er rekið í samvinnu Flugmálastjórnar og Veðurstof- unnar. Fyrst tengdust 6 flugvellir Veðurboða. Það voru flugvellirnir í Reykjavík, á fsafirði, Akureyri, Egilsstöðum, í Hornafirði og Vestmannaeyjum. FlugumsjónFlugleiða tengdist einnig á sama tíma. í ágúst gengdust Almannavarnir, en Landhelgisgæslan og Keflavíkurflugvöllur bættust í hópinn undir lok ársins. (130)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.